Skip to main content

Hönnunarkerfi

fyrirlesarar

Hönnunarkerfi, fyrir hvern og til hvers? Gagnast hönnunarkerfi öllum sem sjá um vefmál? Við ætlum að fjalla um hönnunarkerfi frá ólíkum sjónarhornum. Hverju þarf að huga að fyrir uppsetningu og hvernig og hverjum þau nýtast.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Hönnunarkerfi sem stenst tímans tönn
Hönnunarkerfi er meira en takkar, letur og litir. Hönnunarkerfi er biblían sem inniheldur leikreglurnar, þróast án þess að þurfa breytast og stenst tímans tönn án þess að staðna. Hvernig þróum við hönnunarkerfi sem hentar fyrir framtíðina?
Björgvin Pétur Sigurjónsson, Jökulá

12:40   Hönnunarkerfi: Allt sem fær Íslandsbanka til að líta út eins og Íslandsbanka
Hvernig verður hönnunarkerfi til? Hvar byrjum við og hvenær er þetta tilbúið? Hönnunarkerfið er samansafn leiðbeininga um notkun og framsetningu á litum, letri, raddblæ, vörumerki, aðgengiskröfum og verkferlum um hvernig við þróum stafrænar lausnir.
Guðrún Skúladóttir, Íslandsbanki

13:00   Jú-níd hönnunarkerfi
Vinsældir hönnunarkerfa hefur aldrei verið meira en nú en þurfa öll fyrirtæki, stór og smá, að vera með slíkt kerfi? Hvenær borgar það sig að fjárfesta í slíku og af hverju. Einnig verður aðeins komið inn á sýn hönnuðar á hönnunarkerfi, ýta hönnunarkerfi undir skapandi hugsun eða?
Daði Oddberg, Júní

13:20   Hönnunarkerfið er klárt en hvað svo?
Hvernig hefur Vörður tekið hönnunarkerfi með sér í hönnun og þróun á okkar veflausnum.Einnig verður farið yfir hvernig þetta ferli hefur einfaldað og flýtt fyrir hvernig verkefni hjá Verði hafa unnist. Einnig verður farið yfir hvernig hönnunarkerfið flæðir á milli veflausna og markaðsefnis.
Sigmundur Einar Másson, Vörður

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Hildur Björg Hafstein, Ríkiskaup


20220323 121717
20220323 121727
20220323 121743
20220323 121759
20220323 121815
20220323 121829
20220323 121843
20220323 121858
20220323 121918

  • Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   11.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Kryddhjúpaður steinbítur m. sellerírótarkartöflumús, stökkum nípum og rótargrænmeti
    Kaffi/te og sætindi á eftir