Skip to main content
31. maí 2012

Empowering Women

Árið 2010 fór Háskólinn í Reykjavík (HR) af stað með verkefnið Empowering Women (EW) – tveggja ára verkefni undir Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins (LLL). Þeirri áætlun var hrundið af stað árið 1995 og hefur Ísland verið þátttakandi í áætluninni frá upphafi í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið (EES). Áætluninni er ætlað að ýta undir ný viðhorf í stefnumótun á sviði menntunar innan landa sambandsins og geta af sér nýjungar í starfsmenntun, jafnt fyrir atvinnulíf sem og menntakerfi.

Antonio Tajani, Commissioner varaformaður fyrir Industry and Entrepreneurship sagði nýlega „we need to step up our efforts in making Europe more innovative in order to catch up with our main competitors and recover the path of robust and sustainable growth". Til að þessi stefna geti orðið að veruleika þarf að virkja og nýta betur hugvit allra til nýsköpunar– þar á meðal hugvit kvenna.

Bakgrunnur verkefnisins

Á íslensku er enska orðið  innovation  notað yfir bæði nýsköpun og frumkvöðlafræði en markmið EW verkefnisins var að þróa námskeið til að hvetja fleiri konur til að taka virkari þátt í tækniþróun og stofnun fyrritækja á því sviði enda er hlutur kvenna rýr í þegar kemur að stofnun og stjórnun tæknifyrirtækja. Samkvæmt skýrslu sem gefin var út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 2008, Evaluation on Policy: Promotion of Women Innovators and Entrepreneurship, þá þarf Evrópa að horfast í augu við vandkvæði vegna lítillar þátttöku kvenna í tækni og nýsköpun. Í skýrslunni kemur fram að  „women’s intellectual potential and their contribution to Europe’s competitiveness are not being maximised in the field of technology and entrepreneurship”. Samskonar niðurstöður má lesa úr skýrslunni The Global Entrepreneurship Monitor þar sem er staðhæft að „there is a systematic difference between men and woman entrepreneurial activity and it is claimed that the propensity is gendered“. Tölfræði um þátttöku evrópskra kvenna þegar kemur að einkaleyfum og stofnun fyrirtækja er dapurlegur lestur; einungis 8,3% af patenta sem veitt er af EPO (European Patent Office) er í eigu kvenna; 20.3% af nýjum fyrirtækjum í Evrópu eru stofnuð með áhættufjármagn sem er í eigu kvenfrumkvöðla og einungis 5 -15% af fyrirtækja í hátækni í er í eigu kvenna (European Commission, Evaluation on Policy, 2008). 

Allar þessar tölur undirstrika þörfina fyrir stuðning, hvatningu og raunhæfan vettvang og leiðir fyrir konur í tækni og vísindum til virkari þátttöku og betra aðgengis aðgengi en hindranir eru margar. Í rannsókn sem...Rannsóknir birt á vefnumí   Catalyst í 2008, Women in Technology: Maximizing Talent, Minimizing Barriers, er bent á að skortur á fyrirmyndum og  leiðbeinendum,ásamt því að konur eru útilokaðar frá mikilvægum tengslanetum og ákvarðanatökum er meðal helsta hindrana sem konur í tæknigeiranum þurfa að takast á við. Orðið glerþak er oft notað yfir þær hindranir sem eru á stjórnarþátttöku kenna.

Auðvelt er að týna sér í útskýringum og lýsingum á þessum mun á þátttöku kynjanna í nýsköpun og fyrirtækjarekstri og þá sérstaklega lágu hlutfalli kvenna sem velur tæknigreinar í háskóla. En þeir sem standa að EW vildu frekar bjóða fram hugsanlega lausn og vísa á mögulega leið leið til úrbóta.

Aðferðafræði

Markmiðið með EW verkefninu var að þróa líkan fyrir námskeið ætlað konum í tækni- og vísindum í frumkvöðla- og nýsköpunarfræði og til að hvetja konur til stofnunar fyrirtækja sem byggjast á gildum og  innsæi kvenna. Horft var til góðrar reynslu af verkefninu AUÐUR sem var starfrækt á árunum 2000-2003 á vegum HR þar sem markmiðið var að hvetja íslenskar konur til nýsköpunar. Leitað var tilsamstarfsaðila með sérfræðiþekkingu á sviði frumkvöðlafræði, viðskiptaþróunar, tækni, ráðgjafar, leiðtogafræði og jafnréttis kynjanna. Þetta leiddi til þess að HR fór í samstarf við  Háskólann í Bologna, Tækniháskólann í Tallinn ásamt INOVA Consultancy í Bretlandi.

Verkefninu EW er stýrt af HR en samstarfsaðilar hafa hist fimm sinnum síðustu tvö árin og safnað töluvert af gögnum til að greina og meta hvað fræðslu og stuðningi konur í tæknigreinum þurfa til að ná árangri. Samstarfaðilar nýttu sér bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaaðferðir og skoðaðar voru rannsóknir tengdar frumkvöðlafræði í tengslum við bæði þátttöku kvenna almennt í frumkvöðlastarfi og þátttöku kvenna í tækni- og vísindum. Meðal annars voru tekin viðtöl í öllum löndunum við reynda frumkvöðla í tæknigeiranum, skoðuð önnur verkefni sem hafa skilað góðum árangri (t.d. FEPIC og NINA) og lögð var fyrir spurningakönnun meðal nemendur bæði í HR og Háskólanum í Bologna. Verið er að vinna úr könnuninni í HR sem var lögð fyrir nokkur hundruð nemendur í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja og verður áhugavert að sjá hvort munur sé á viðhorfum nemenda eftir kyni. Einnig var leitað að rannsóknum um þátttöku kvenna í tækni, vísindum og nýsköpun en það kom fljótt í ljós að lítið virðist vera til af rannsóknum sem fjalla sérstaklega um sérstakar áskoranir og hindranir sem konur telja sig rekast á .

Líkanið

Helst niðurstöður samstarfshópsins í verkefninu EW er að þörf sé fyrir líkan að námskeiði þar sem tekið er á bæði fræðilegum og hagnýtum atriðum.  Niðurstaðan var að skipta kennsluefninu í þrjú meginþemu eða flokka sem eru: Sjálfsstyrking (Personal Development), fagþekking tengd frumkvöðlafræðum (Professional Competence Building) ásamt eflingu og notkun tengslaneta (Network & Contact building). Flokkarnir geta haft mismikið vægi en samstarfhópinn leggur til að 60% af kennslutímanum verði notaður til að fyrir efni sem stuðlar að sjálfstyrkingu kvenna og 20% verði notað í annarsvegar fagþekkingu tengda frumkvöðlafræðum og hinsvegar í eflingu og notkun tengslaneta. Einnig er mælt með því að valdir verði kennarar sem geta þjónað sem fyrirmyndir, veitt innblástur og um leið styrkt faglega tengslanetsþátttakendur þ.e. konur sem eru stjórnendur tæknifyrirtækja og standa framarlega á sínu sviði.

Reynt var að setja fram líkan sem var nógu almennt til að hvert land fyrir sig gæti aðlagað það að sínum þörfum enda er nýsköpunarumhverfi og menning mjög mismunandi á milli landa. Sem dæmi má nefna að Háskólinn í Tallinn, sem hefur prufukeyrt verkið með góðum árangri, þurfti að kenna námskeiðið að miklu leyti í fjárnámi vegna skorts á fjármagni til að kenna námskeiðið á staðnum.

Í endanlegu líkani verða settar fram ítarlegar tillögur að námsefni í hverjum flokki fyrir sig og útlistuð nákvæmlega hæfniviðmið (learning outcomes).

Empowering Women – Fyrsta tillaga að líkani

Sjálfstyrking (Personal Development)

Fagþekkingu tengd frumkvöðlafræðum (Professional Competence Building)

Efling og notkun tengslaneta (Network & Contact building)

Sköpun
Uppbygging og víðsýni
Leiðtogafræði
Sjálfskennd og hvatning
Trú á mátt sinn og megin Áhættustjórnun
Samskiptatækni
Ágreiningsstjórnun og sáttaumleitanir
Samræming vinnu og einkalífs
Inngangur að viðskiptafræði
Samningatækni
Hugverkaréttur
Gerð viðskipaáætlana
Markaðsfræði- og greining
Verkefnastjórnun
 Markþjálfun
Vinna með leiðbeinendum og fyrirmyndir
Efling og uppbygging tengslaneta
Samfélagsmiðlar

Fyrsta reynsla og næstu skref

Eins og áður sagði hefur eitt námskeið  nú þegar verið reynslukeyrt í Tækniskólanum í Tallinn við góðar undartektir , þá mun verkefnið  verða kynnt á stórri ráðstefnu um menntamál, Edulearn 2012, í Barcelona nú í júlí. Lokaskýrslu verður skilað í september og vefur þróaður þar sem allir sem hafa áhuga geta nálgast efni EW í á aðgengilegu formi. Lokaskýrslu verður svo skilað í september.

Evrópsku samtökin  WiTEC (The European Association for Women in Science, Engineering and Technology) munu taka þátt í að yfirfæra og kynna líkanið í löndum innan Evrópusambandsins í samvinnu við sambærileg samtök í hverju landi fyrir sig sem vinna að aukinni þátttöku kvenna í atvinnurekstri og nýsköpun. Á Íslandi mun Háskólinn í Reykjavík bjóða hagsmunaaðilum að kynnast verkefninu með haustinu. Vonandi þróast EW verkefnið áfram á það stig að hægt verði að bjóða upp á námskeið innan háskólasamfélagsins, annaðhvort sem hluta af námi í tæknigreinum eða sem símenntunarnámskeið. Von okkur í EW verkefninu er að niðurstöður þess geti veitt konum í tækni og vísindum möguleika á efla sjálfar sig og þar með möguleika sína og getu til að stofna eigin fyrirtæki og stuðla að nýsköpun innan íslenskra tæknifyrirtæki (og þar með stuðla að verðmætasköpun fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag.

Höfundur: Kristine Helen Falgren, fulltrúi iðnaðar- atvinnulífstengsla í Háskólanum í Reykjavík

Skoðað: 6410 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála