Skip to main content

Ríkið og Microsoft 365

Ríkið og Microsoft 365

 25. nóvember 2020 kl. 12:00 - 13:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Þann 1. júni 2018 keypti fjármála- og efnahagsráðuneytið Microsoft-hugbúnaðarleyfi fyrir skrifstofuumhverfi allra stofnana ríkisins. Það hafa margir heyrt af þessari vegferð og langaði okkur að fá frá fyrstu hendi upplýsingar um vegferðina frá nokkrum sjónarhornum.

Á fundinum verður farið yfir samninginn, tæknilega uppskiptingu milli stofnanna og að lokum dæmi um hvernig stofnun sér fyrir sér innleiðingarferlið.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Fundur settur

12:01   Vegferð ríksins í Microsoft 365
Árið 2018 gerði ríkið heildar samning við Microsoft um skrifstofuhugbúnaðinn Microsoft365. Markmið ríkisins var að samræma tækniumhverfi stofnana á þessu sviði, stórauka öryggi og nýta kaupkraft ríkisins þannig að minni stofnanir nytu sömu kjara og þær stærri í innkaupum. Innleiðing nýs skrifstofuumhverfis ríksins hefur verið einn lykilþáttur í að stofnanir gátu brugðist við breyttum aðstæðum vegna COVID-19 og endurskipulagt starfsemi sína með jafn skjótum hætti og raun ber vitni. Á fundinum verður yfir ávinning og hindranir í verkefninu.
Einar Birkir Einarsson, fjármála- og efnahagsráðuneytið

12:20   Aðgreining stofnana ríkisins í sameiginlegum skýjageirum
Til þess að uppfylla markmið ríkisins, að samræma tækniumhverfi stofnana með áherslu á aukið öryggi sköpuðust fjölmargar áskoranir í umhverfi sem er hannað til þess að opna sem mest á upplýsingar milli notenda og hvetja til samvinnu en á sama tíma að veita hverri stofnun öruggt lokað vinnuumhverfi fyrir sín gögn. Aðgreining gagna sem og aukin samvinna þeirra á milli var verkefni með tvö andstæð markmið. Fjallað verður um „Border Control“ högun verkefnisins og farið ofan í saumana á hönnuninni, rætt um kosti hennar og áskoranir.
Halldór Másson, Crayon

12:40   Glimmerglíman
Áskoranir og úrlausnir ríkisinnleiðingar Microsoft 365 fyrir óhefðbundið stofnanaumhverfi.
Tryggvi Björgvinsson, Hagstofan

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Ingrid Kuhlman, Þekkingarmiðlun



  • 25. nóvember 2020