Skip to main content

Allt er vænt sem vel er greint

Allt er vænt sem vel er greint

 9. desember 2020 kl. 12:00 - 13:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Mikilvægt er að vanda til verka við greiningu fyrir vefi og stafræna þjónustu. Vefir þurfa að vera aðgengilegir og uppfylla þarfir viðskiptavina, þeir einfalda verkferla og eru mikilvægt verkfæri í starfseminni. Vefmálin verða stöðugt faglegri og mikilvægari þáttur í starfi fyrirtækja og stofnana.

Á fundinum verður fjallað um vefgreiningar frá ýmsum hliðum og sagðar reynslusögur af vel heppnuðum verkefnum þar sem góður undirbúningur og greining hefur skilað árangri.

Fundurinn er gagnlegur öllum þeim sem hafa áhuga á vefmálum, stafrænni þjónustu og markaðsmálum.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Fundur settur

12:01   Greindur vefur gulli betri
Hvaða gögnum þarf að safna og hvernig eru þau greind til að bæta árangur vefverslunar?
Edda Blumenstein, doktor í retail umbreytingu og retail ráðgjafi hjá beOmni

12:15   Aukinn árangur vefverslunar með greiningu á réttu gögnunum
Hvernig nýta skal greiningar til bestunar á vefverslun og stafrænum markaðsmálum.
Dagbjört Vestmann, vefverslunarstjóri hjá GER

12:30   Stafræn þjónusta í tryggingum – greining og þróun
Greiningar og þjónustuferli með sérfræðingum.
Sonja Rut Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur hjá TM

12:45   Notendavæn framsetning á mælingum
Sjónræn framsetning á niðurstöðum sem dregur fram mikilvægustu verkefnin.
Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari og meistaranemi í upplýsingafræði

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Anna Berglind Finnsdóttir, verkefnastjóri hjá Já.is

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.  • 9. desember 2020