Skip to main content

Hugverkaréttur í hugbúnaðargerð

Eignir fyrirtækis í hugbúnaðargerð - sköpun þeirra og verndun.

Á fundinum verða skoðaðar árangursríkar leiðir til að búa til hugbúnaðareignir á ýmsum sviðum. Vernd þessara eigna er mikilvæg og því verða nýjar og klassískar leiðir skoðaðar.

Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á gerð og verndun hugbúnaðar hvort sem um er að ræða forritara, hönnuði, lögfræðinga, eigendur eða stofnendur fyrirtækja á þessu sviði.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

12:20   Miðstöð Stafrænnar Nýsköpunar (European Digital Innovation Hub)
Hvernig getur EDIH og tenging okkar við Evrópu hjálpað við nýtingu gervigreindar og Ofurtölva í hugbúnaðargerð.
Sverrir Geirdal, Business Development Manager at Auðna
12:40   Ráðgjafafyrirtækið og hugverkið
Margir sjá ekki tengslin á milli ráðgjafafyrirtækja og hugverka, því ráðgjafafyrirtækið starfar jú við ráðgjöf. Hins vegar fæðast hugverk í hverju horni ráðgjafafyrirtækja. Mikilvægt er að gera eins mikið úr þessum hugverkum og hægt er, bæði frá sjónarhóli arðsemi fyrirtækja og frá sjónarhóli þjónustustigs við viðskiptavini. Hvernig geta ráðgjafafyrirtæki betur gripið, verndað og nýtt sér þessi hugverk?
Guðrún Ólafsdóttir, sviðsstjóri Consulting hjá Deloitte á Íslandi
13:00   Arkio - frá hugmynd að hugverki
Sköpun hugverka er margslungið og oft óútreiknanlegt ferli. Sagt frá þróun Arkio, hugbúnaðar fyrir arkitektúrhönnun í sýndarveruleika.
Hilmar Gunnarsson, stofnandi & framkvæmdastjóri Arkio
13:20   Nýjungar í hugverkavernd
Vernd hugverkaréttinda í takt við öra tækniþróun. Vörumerki í sýndarveruleika og álitaefni tengd gervigreind og ChatGPT.
María Kristjánsdóttir, lögmaður hjá Lex og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP
13:40   Einkaleyfi - umsóknarferlið
Hvers vegna erum við að fjárfesta í hugverkavernd. Hver eru skilyrði fyrir einkaleyfahæfi og hvað er einkaleyfahæft og hvað er ekki einkaleyfahæft. Er hugbúnaður einkaleyfahæfur?
Guðmundur Reynaldsson, PhD, einkaleyfisfræðingur og eðlisfræðingur hjá Controlant

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir, Executive Director hjá Íslandsbanka

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð
Jón Vignir Guðnason
Þorbjörn Njálsson


20230524 122540
20230524 122544
20230524 122558
20230524 123744
20230524 124204
20230524 125553
20230524 130530
20230524 131805
20230524 133939
IMG 9059
IMG 9060
IMG 9062
IMG 9066
IMG 9067
IMG 9069
IMG 9076
IMG 9079
IMG 9080
IMG 9081
IMG 9085
IMG 9087
IMG 9089
IMG 9091
IMG 9093
IMG 9094
IMG 9096
IMG 9097
IMG 9098
IMG 9099
IMG 9100
IMG 9101
IMG 9103
IMG 9106
IMG 9107
IMG 9110
IMG 9111
IMG 9112
IMG 9113
IMG 9114
IMG 9115
IMG 9117

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Bláberjalegið lambalæri, blandað grænmeti, kartöflubátar og rósmarín
    Vegan: Blandað baunawellington með tómatkjötsósu, sætkartöflumauk og blaðsalat
    Kaffi/te og sætindi á eftir