Áskoranir og framtíð í fyrirtækjafræðslu
Dagskrá:
11:45 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

12:15 Frá loforði til framkvæmdar: Hvað þarf til að skapa rótgróna fræðslumenningu?
Fræðsla innan fyrirtækja á oft undir högg að sækja, sjaldan gefst tími fyrir strategíska nálgun og þetta er bolti sem fær fyrstur að fjúka þegar kreppir að (svipað og tími fyrir líkamsrækt hjá undirritaðri). Erindið er hvatning til ábyrgðar, stutt yfirferð yfir hlutverk sem þarf að sinna til að ná að uppfylla loforð um fræðslu og þróun starfsfólks.
Anna Lotta Michaelsdóttir, Advania
Fræðsla innan fyrirtækja á oft undir högg að sækja, sjaldan gefst tími fyrir strategíska nálgun og þetta er bolti sem fær fyrstur að fjúka þegar kreppir að (svipað og tími fyrir líkamsrækt hjá undirritaðri). Erindið er hvatning til ábyrgðar, stutt yfirferð yfir hlutverk sem þarf að sinna til að ná að uppfylla loforð um fræðslu og þróun starfsfólks.
12:55 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

13:20 Hvað hefur Akademias lært og hvernig notum við gervigreind?
Gervigreindin er að hafa kraftmikil áhrif á flestar hliðar fræðslustarfs vinnustaða. Allt frá gerð námskeiða yfir í framkvæmd og eftirfylgni. Gervigreindin gerir þjónustuna sem fyrirtækið veitir margfalt kraftmeira. Í fyrirlestrinum deilum við því sem við höfum lært, erum að gera og ætlum að gera.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias
Gervigreindin er að hafa kraftmikil áhrif á flestar hliðar fræðslustarfs vinnustaða. Allt frá gerð námskeiða yfir í framkvæmd og eftirfylgni. Gervigreindin gerir þjónustuna sem fyrirtækið veitir margfalt kraftmeira. Í fyrirlestrinum deilum við því sem við höfum lært, erum að gera og ætlum að gera.
13:40 Umræður
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT
-
14. janúar 2026
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður:
Þorskur í grískri marineringu (GF). Gyosur með tofu og grænmeti (VEGAN, LF). Perlu couscous salat (VEGAN, LF). Tómat og avocado salat (VEGAN, LF, GF). Kartöflusalat með dillsósu (GF). Grænt salat (VEGAN, LF, GF). Brauð, smjör og ólífumauk.
