Skip to main content

Snerting við viðskiptavini

Snerting við viðskiptavini

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Kjúklingabringa Úlla la – kartöflumauk, rósmarínsósa
Kaffi/te og sætindi á eftir
 

fyrirlesarar

Á fundinum verður fjallað um leiðir sem fyrirtæki og stofnanir hafa farið til að tengjast viðskiptavinum sínum betur á netinu. Auk þess að halda úti góðum vef hafa margir tekið spjallmenni í sína þjónustu, bjóða spjall við þjónustufulltrúa eða alls konar tengingar við önnur kerfi til að bæta þjónustuna, svo fátt eitt sem nefnt.

Allir þeir sem koma að vefmálum með einhverjum hætti eða eru að vinna að því að bæta þjónustu við viðskiptavini geta haft gagn og jafnvel gaman af þeim erindum sem verða í boði. Þá er ekki síður kominn tími til að hittast loksins aftur og sjá framan í annað fólk sem er að vinna í vefmálum.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Mannleg nálgun í stafrænni þróun
Hvernig uppfyllum við væntingar og þarfir viðskiptavina í stafrænu umhverfi?
Fannar Ásgrímsson, Sjóvá

12:40   Spjallmenni Sýslumanna – þegar bókvit ER í Askinn látið
Um innleiðingu spjallmennisins Asks á vefsíðu Sýslumanna og reynsluna af notkun þess.
Davíð Thoroddsen Guðjónsson, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

13:00   Spjallmenni í þjónustu við viðskiptavini
Margs konar tækifæri felast í spjallmennum. Til eru lausnir sem hægt er að innleiða á einfaldan hátt og hentað fyrirtækjum sem vilja prófa sig áfram áður en tekið er ákvörðun um flóknari og dýrari lausnir.
Sigurður Svansson, Sahara

13:20   Fróði og framtíðin
Hvernig spjallmennið Fróði getur hjálpað okkur að í að gera persónulega þjónustu aðgengilega allan sólarhringinn.
Hrefna Dís Indriðadóttir og Rakel Sigrún Valsdóttir, Íslandsbanki

13:40   Þegar notandinn gleymist fyrir lausninni
Farið verður yfir notendaupplifun á stafrænum lausnum sem eiga að leysa mannleg samskipti af hólmi.
Sigtryggur Arnþórsson, Jökulá

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Birna Guðrún Magnadóttir, Fjarskiptastofa


20210922 122954
20210922 123001
20210922 123034
20210922 123128
20210922 123536
20210922 123918
20210922 123950
20210922 123932
20210922 123925
20210922 124003
20210922 124018
20210922 124124
20210922 124136
20210922 124201
20210922 124238
20210922 124248
20210922 124413

  • 22. september 2021