Skip to main content

Hvað einkennir gott efni?

fyrirlesarar

Bill Gates stofnandi Microsoft sagði árið 1996 þar sem hann lýsti internetinu sem markaðstorgi fyrir efni “Content is king”. Er efni enn konungur internetsins eða skiptir fjöldi notenda meira máli en vel gert efni?

Hádegisfundurinn hentar vel þeim sem starfa við miðlun og gerð efnis hvort sem um er að ræða í rituðu efni, hljóðvarpi eða myndböndum.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00  Hádegisverður

12:10   Að sóa tíma á internetinu
Er hægt að búa til gott efni fyrir internetið eða er stafrænt efni að mestu rok og kliður og óróleg keppni um athygli okkar? Hver er munurinn á hliðrænum (analóg) miðlum og þeim stafrænu? Sverrir Norland viðrar stuttlega nokkrar hugleiðingar sem byggjast á bók hans, Stríð og kliður, og kúrsinum „Stefnumót menningar og stafrænna miðla“ sem hann kennir við Háskóla Íslands.
Sverrir Norland

12:30   RÚV.is fyrir þriðja áratuginn
Nýr vefur RÚV fór í loftið seint á síðasta ári. Í erindinu verður farið yfir þær áherslur sem lagðar eru á vefnum og hvernig tíðarandinn breytist og væntingar neytenda um leið.
Birgir Þór Harðarson, RÚV

12:50   Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp
Nokkrir stórir vinnustaðir eiga það sameiginlegt að þar hefur um langt árabil áherslan í kynningarmálum, markaðssetningu og samskiptum verið á sagnamennsku eða „storytelling/content marketing“.  Forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Háskólans í Reykjavík var ráðinn þangað inn til að styrkja vísindamiðlun háskólans og stilla upp lítilli „fréttastofu“. Hann segir okkur frá því hvernig gengur og veltir vöngum yfir sýnidæmum og tölfræði.
Stefán Hrafn Hagalín, Háskólinn í Reykjavík

13:10   Hvernig á að skrifa fyrir fólk?
Stutt spjall um mikilvægi þess að tvinna notendamiðaða textagerð markvisst inn í hönnunarferli stafrænna lausna. Skilvirk og aðgengileg upplýsingagjöf er einn af hornsteinum þess að veita góða þjónustu.
Birta Svavarsdóttir, Reykjavíkurborg

13:30   Umræður

13:45   Fundarslit

Fundarstjóri: Halla Kolbeinsdóttir, Mennsk ráðgjöf


20230301 122056
20230301 122115
20230301 122129
20230301 123538
20230301 123549
20230301 125251
20230301 125327
20230301 125335
20230301 125340
20230301 125343
20230301 125355
20230301 125402
20230301 125416
20230301 125422
20230301 125429
20230301 125435
20230301 125516
20230301 125519
20230301 125545
20230301 130916
20230301 131030
20230301 131532
20230301 131538
20230301 131553
20230301 131559
20230301 133707
20230301 134745
20230301 134748
20230301 134754

  • Félagsmenn Ský:    4.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   9.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Pizza og gos
    Kaffi/te og sætindi á eftir