Skip to main content

Hagnýting gervigreindar

Gervigreind, Artificial Intelligence (AI),  hefur þróast mjög hratt og aðgengi almennings að henni stóraukist sem hefur leitt til nýrra áskorana og  tækifæra. 
Hvernig getum við nýtt tækifærin sem í henni felast? Hvað þarf að varast og hvernig gengur okkur að lifa með henni?

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

12:20   Sjálfvirknivæðing með stafrænu vinnuafli
Hvernig er hægt að hagnýta stafrænt vinnuafl til þess að sjá um þau verkefni sem eru síendurtekin og leyfa starfsfólki að sinna meira virðisaukandi verkefnum.
Eyþór Logi Þorsteinsson, Evolv
12:40   M365 – Er rétt að innleiða Copilot að svo stöddu?
Öll viljum við vinna í spennandi umhverfi og vera umvafin því nýjasta en erum við tilbúin í næsta kafla? Er ávinningurinn af tilkomu gervigreindarinnar skýr og kostnaðurinn þekktur? Er rétt að gefa sér tíma í að innleiða gervigreindina en Copilot erfir öryggis-, persónuverndar-, auðkennis- og samræmisreglur sem settar hafa verið innan skipulagsheildarinnar.
Atli Þór Kristbergsson, ALA
13:00   Tengsl
Tækifæri og ógnanir við hagnýtingu gervigreindar í samskiptum við viðskiptavininn og hvort annað.
Birna Íris Jónsdóttir, Fractal ráðgjöf
13:20   Er gervigreind ógn við mennskuna?
Við könnumst eflaust öll við dystópíuskáldsögur og -bíómyndir sem ganga út á að vélar hafa tekið yfir heiminn og mannlegri tilveru er ógnað. Hvað er það sem hræðir okkur við slíkan heim? Skoðað verður hvers vegna þessi möguleiki gengur fram af okkur siðferðilega og hvort og þá hvernig sé mikilvægt að verja mennskuna fyrir gervigreindinni.
Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, Háskóli Íslands
13:40   Ekki bara mállíkön
Haukur Barri Símonarson, Miðeind

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Ingvar Högni Ragnarsson, Hafnarfjarðarbær

20230830 120642
20230830 120646
20230830 120658
20230830 120705
20230830 120722
20230830 120731
20230830 120738
20230830 120746

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Mascarponefyllt og beikonvafin kjúklingabringa með seljurótar kartöflumús
    Vegan: Grænmetis- og baunabuff, kjúklingabaunir, salat og úllala sósa
    Kaffi/te og sætindi á eftir