Hagnýt gervigreind
Gervigreindin er að umbylta ferlum og nálgun á ýmsum sviðum. Á þessum viðburði munu sérfræðingar fjalla um hvernig hægt er að nýta þessa nýju tækni og hvaða hagnýtu áskoranir fylgja innleiðingu gervigreindarlausna.
Dagskrá:
11:50 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

12:15 Hlutverk lögfræðinga við innleiðingu gervigreindar
Í þessu erindi verður fjallað um hvernig lögfræðingar geta verið virkir þátttakendur í innleiðingu gervigreindar innan fyrirtækja. Gervigreind býður upp á fjölbreytt tækifæri en einnig áskoranir sem snerta starfsemi og ákvarðanatöku. Lögfræðingar sem fylgjast ekki með þróuninni geta ómeðvitað hamlað nýsköpun og dregið úr virkni tækninnar. Erindið veltir upp spurningum um hvernig lögfræðingar geta stutt við innleiðingu á ábyrgan hátt, verið tengiliðir milli tækniteymis og stjórnenda og hjálpað fyrirtækjum að nýta gervigreind á skynsamlegan hátt.
Ævar Hrafn Ingólfsson, KPMG Law
Í þessu erindi verður fjallað um hvernig lögfræðingar geta verið virkir þátttakendur í innleiðingu gervigreindar innan fyrirtækja. Gervigreind býður upp á fjölbreytt tækifæri en einnig áskoranir sem snerta starfsemi og ákvarðanatöku. Lögfræðingar sem fylgjast ekki með þróuninni geta ómeðvitað hamlað nýsköpun og dregið úr virkni tækninnar. Erindið veltir upp spurningum um hvernig lögfræðingar geta stutt við innleiðingu á ábyrgan hátt, verið tengiliðir milli tækniteymis og stjórnenda og hjálpað fyrirtækjum að nýta gervigreind á skynsamlegan hátt.


12:35 Hvað segir þú? Hvað segir það?
Hagnýtar leiðbeiningar um hvernig þú færð betri svör frá gervigreindinni.
Þóranna Kristín Jónsdóttir, AI leiðbeinandi
Hagnýtar leiðbeiningar um hvernig þú færð betri svör frá gervigreindinni.

12:55 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

13:00 Úr frumútgáfu í framleiðslu
Af hverju festast gervigreindarverkefni i frumútgáfu og hvað er nauðsynlegt til að slík verkefni heppnist vel?
Sigurður Óli Árnason, DataLab
Af hverju festast gervigreindarverkefni i frumútgáfu og hvað er nauðsynlegt til að slík verkefni heppnist vel?


13:20 Tökum vélmennið úr manneskjunni: Viðhorf og árangursrík innleiðing gervigreindar í skipulagsheildum
Innleiðing gervigreindar snýst ekki aðeins um tækni heldur fyrst og fremst um viðhorf, menningu og breytingar innan skipulagsheilda. Í erindinu verður farið yfir helstu áskoranir sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir við upptöku gervigreindarlausna – og hvað rannsóknir sýna að eykur líkur á árangri. Fjallað verður um hvernig við getum nýtt gervigreind sem samstarfsaðila í starfi, þannig að hún losi okkur undan vélrænum verkefnum og styrki mannlega hæfni.
Hanna Kristín Skaftadóttir, Háskólinn á Bifröst
Innleiðing gervigreindar snýst ekki aðeins um tækni heldur fyrst og fremst um viðhorf, menningu og breytingar innan skipulagsheilda. Í erindinu verður farið yfir helstu áskoranir sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir við upptöku gervigreindarlausna – og hvað rannsóknir sýna að eykur líkur á árangri. Fjallað verður um hvernig við getum nýtt gervigreind sem samstarfsaðila í starfi, þannig að hún losi okkur undan vélrænum verkefnum og styrki mannlega hæfni.


14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um gervigreind
-
10. september 2025
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður: Tikka masala kjúklingur. Indverskt Dhal, með mango chutney og naan brauði. Hrísgrjón. Grænt salat. Agúrku- og radísusalat með sýrðum rjóma. Tómatsalat með hvítlauk og kóríander. Nýbakað brauð, hummus og smjör.