Skip to main content

Heitustu tölvumálin framundan

Á viðburðinum verður fjallað um hver eru heitustu tölvumálin framundan og hvað við munum sjá í tæknigeiranum á næstunni.

Fundurinn er fyrir alla sem vinna við eða hafa áhuga á tækni og auðvitað alla sem vilja fræðast um hvað verður áberandi í tölvumálunum í vetur. Þetta er einnig kjörið tækifæri til að heilsa uppá vini og kunningja í tengslaneti Ský.

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður og tengslanetið styrkt

Þröstur Spörri Jónasson
12:15   Af hverju í and***tanum ætti ég að borga fyrir gagnagrunnsleyfi?
Þegar allt liggur í skýinu af hverju ættum við að berjast við að nota yfir 50 ára gamla tækni, á svipuðu reki og fyrirlesarinn. Er ástæða fyrir því að geyma gögn í vensluðum gagnagrunnum og ef svo er er einhver ástæða til þess að kaupa rándýr leyfi fyrst hægt er að fá Open Source venslaða gagnagrunna eða einfaldar gagnageymslur sem gera allt betur.
LinkedIn logo  Þröstur Spörri Jónasson, APRÓ
Linda Lyngmo
12:35   Þegar hraði, tækni og fólk mætast
Farið verður yfir hvernig hlutverk verkefnastjóra er að breytast í takt við síbreytilegt tækniumhverfi, hvaða hæfni verkefnastjóri framtíðarinnar þarf að tileinka sér og hvernig byggja má öflug teymi sem standast hraðann sem við lifum við í dag. Einnig verður farið yfir hvernig Hagar eru að þróa sína tækniinnviði til að geta hreyft sig hratt og verið betur undirbúin fyrir framtíðina.
LinkedIn logo  Linda Lyngmo, Hagar

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Ingvar Högni Ragnarsson
13:00   Gervigreindarspjallmenni og leitarvél með OpenAi
Hafnarfjörður fór í þróun á nýju gervigreindarspjallmenni og nýrri leitarvél með notkun OpenAi fyrir vef Hafnarfjarðar.
LinkedIn logo  Ingvar Högni Ragnarsson, Hafnarfjörður
Arnar S Gunnarsson
13:20   Öryggi og netið í geimnum
Gríðarleg þróun er í tengimöguleikum við geiminn og allt bendir til yfirvofandi röskunar á hefðbundnum nettengingum fyrirtækja og einstaklinga. Er þetta lausnin við sæstrengjaógninni eða eru einnig nýjar áhættur hér?
LinkedIn logo  Arnar Snær Gunnarsson, OK
Inga Rós Gunnarsdóttir
13:40   Gervigreind í opinberri þjónustu
Hvernig við hjá Reykjavíkurborg nálgumst þetta efni með áherslu á að efla traust á starfsemina með auknu gagnsæi og aðgengi að skiljanlegum upplýsingum, hvernig það hefur áhrif á hagnýtingu gervigreindar. Einnig farið yfir hugmyndina á bakvið „Tilmæli um hagnýtingu gervigreindar í starfsemi borgarinnar“ og hvernig þau urðu til.
LinkedIn logo  Inga Rós Gunnarsdóttir, Reykjavíkurborg

14:00   Fundarslit

Guðrún Ólafsdóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Guðrún Ólafsdóttir, Deloitte

Undirbúningsnefnd: Stjórn Ský


20250917 122931
20250917 122946
20250917 123002
20250917 123031
20250917 124110
20250917 124137
20250917 124211
20250917 124512
20250917 124517
20250917 131142
20250917 131206
20250917 132043
20250917 134005
20250917 140026
20250917 140032



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Piri piri kjúklingalæri með steiktum hrísgrjónum. Bankabyggbuff með sveppa kremi. Grískt salat. Kjúklingabaunasalat með ristuðu grænmeti. Grænt salat. Nýbakað brauð, hummus og smjör.