Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Á síðustu árum hafa þjóðlönd, álfur og alþjóðasamtök sett fram stefnu, viðmið og áherslur sem lúta að nauðsynlegri lykilfærni þegna í upplýsinga- og þekkingarsamfélögum nýrrar aldar. Alþjóðasamtökin UNESCO leggja mikla áherslu á að stuðlað verði að hæfni á þessu sviði og hafa nýlega gefið út handbók um upplýsingalæsi (Horton, 2008). Í Norður-Ameríku hafa samtökin Partnership for 21st Century Skills, á vegum bandaríska menntamálaráðuneytisins og leiðandi fyrirtækja, sett fram viðmið þar sem því er lýst á aðgengilegan hátt hvers þurfi að gæta við menntun nemenda á skólaskyldualdri. Öflugt upplýsinga- og miðlalæsi með hvers konar færni í stafrænu umhverfi er þar í lykilhlutverki (Partnership for 21st century skills, 2004-). Evrópusambandið hefur mótað ramma um lykilhæfni (European Framework for Key Competences). Er þar digital competence fjórði af átta lykilþáttum (European Commision - Education & Training, 2007). Evrópulöndin hafa mótað eigin ramma út frá þessum viðmiðum. 

Tölvur þjóna stóru hlutverki í samfélaginu. Í dag finnst varla það heimili þar sem ekki er að minnsta kosti ein tölva. Yngsta kynslóðin kemst því ekki hjá því að alast upp í umhverfi þar sem tölvan þykir sjálfsagður hlutur. En í hvað eru yngstu börnin að nota tölvuna? Er tölvan eingöngu notuð sem leiktæki þar sem börn sitja annað hvort ein eða í hóp og spreyta sig í hinum fjölbreytta heimi tölvuleikja? Eða nýta þau tímann í hugbúnað og heimasíður sem eru sérstaklega hannaðar til að auka vitsmunaþroska barna og kenna þeim mörg af grundvallaratriðum samfélagsins?

Mjög mikilvægt er að upplýsingaflæði í neyðarþjónustu gangi hnökralaust fyrir sig.  Þegar einhver hefur samband við neyðarlínuna og óskar eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS ) getur þurft að koma miklu magni af upplýsingum til þeirra sem eiga að sinna útkallinu. Oftast eru upplýsingar um útkallið að uppfærast á meðan SHS er á leið á útkallsstað því er mikilvægt að koma þeim jafn óðum til skila.

Börnin í undralandi tölvuleikjanna

Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni og þekkingu á henni.  Í dag er þjóðfélagið háð tæknimenntuðu fólk til að nýta sér tæknina og oft á tíðum veit fólk ekki hvað er í boði.  Því þarf strax að byrja  að þjálfa upp næstu kynslóð og efla tölvufærni barna í þágu þverfaglegrar hæfni þeirra í framtíðinni.  Börnin þurfa að að læra að vinna með tölvuna en ekki bara vinna á hana – líkt og þau þurfa að læra að skrifa jafnt sem þau læra að lesa.

Upplýsingar eru verðmætustu eignir fyrirtækis í nútíma samfélagi. Það er því góð ástæða til að huga vel að öryggi þeirra. Öryggisstefnu er ætlað að verja upplýsingaeignir fyrir innri og ytri ógnunum hvort sem að þær eru af ásetningi, vegna óhappa eða af slysni og stuðla þannig að upplýsingaöryggi. Lagalegt umhverfi öryggisstefnu er nokkuð skýrt og er þá einna helst stuðst við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð upplýsinga.

Síðastliðin 10 ár höfum við hjá Sjá viðmótsprófunum ehf. unnið að því með viðskiptavinum okkar, fyrirtækjum og stofnunum, að þróa og framkvæma prófanir, unnið með rýnihópa og hugmyndavinnu í því skyni að bæta, skipuleggja og hanna betri vefi. Vefurinn hefur breyst mikið á aðeins þessum tíu árum og það verður æ mikilvægara fyrir fyrirtæki og stofnanir að geta svarað hinni einföldu spurningu:  Hvað vill notandinn geta gert á vefnum?

Sífellt fleiri sækja í nám á háskólastigi og á Íslandi hefur fjöldi nemenda í háskólum farið úr 2.249 nemendum árið 1977 í 19.183 nemendur árið 2010.  Fjöldi umsókna í nám í tölvunarfræði hefur fylgt þessari þróun að nokkur leyti þó að sveiflur hafi verið á milli ára og líklegast var mestur áhugi nemenda á faginu í kringum aldamótin. Aðsóknin í dag bendir þó til að áhuginn hafi aukist og sé að nálgast það sem mest var fyrir um áratug.

Forsaga

„Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð“. Þannig byrjar Jóhannesarguðspjall Biblíunnar. Áður fyrr var upplýsingum miðlað í orðum og orð voru sannarlega mikilvæg, eins og sjá má af upphafi Jóhannesarguðspjalls. Það var ekki fyrr en að Gutenberg fann upp lausa letrið á fyrri hluta 15. aldar að nútíma prenttækni leit dagsins ljós. Oft er sagt að upphaf nútíma prentlistar markist af prentun Gutenbergs á um 120 eintökum af hinni svokölluðu „fjörutíu og tveggja línu Biblíu“. Þetta var árið 1456 og við þessa tækninýjung jukust möguleikar á að miðla upplýsingum og efla þekkingu til muna. Rúmum tveimur öldum síðar voru bækur orðnar nokkuð útbreiddur upplýsingamiðill, en þær voru bæði illa unnar og dýrar.

Í gegnum árin hafa menn byggt upp reikniafl með því að draga til sín örgjörva eftir þörfum úr „skýi“ tölva sem tengdar eru saman yfir Internetið, fyrirbærið kallast „cloud computing“ og byggir á því að þegar þörf er á miklu reikniafli er það dregið úr skýinu og að sama skapi ef ekki er þörf á öllu aflinu er því skilað til baka til annara nota.

Ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar safna gríðarlegu magni af gögnum. Söfnun gagna er beinlínis meginhlutverk sumra stofnana, svo sem Hagstofunnar. Aðrar stofnanir hafa þetta meðal fleiri markmiða sinna og hjá nær öllum stofnunum safnast upp gögn af einhverju tagi, svo að segja sem aukaafurð af annarri starfsemi. Í gögnum felast verðmæti.Í þessari grein er einkum átt við formföst gögn (e. structured data), þ.e. tölfræði, gagnagrunna, spjaldskrár og þess háttar. Í stuttu máli allt sem eðlilegt gæti talist að birta í töflu. Þetta innifelur margvísleg gögn, allt frá fjárlögum og mannfjöldatölum til orðabókarupplýsinga, veðurathugana og hnattstöðu eftir heimilisföngum - svo einhver dæmi séu tekin.

Page 46 of 47