Máttur Orðsins

01. október 2010

Forsaga

„Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð“. Þannig byrjar Jóhannesarguðspjall Biblíunnar. Áður fyrr var upplýsingum miðlað í orðum og orð voru sannarlega mikilvæg, eins og sjá má af upphafi Jóhannesarguðspjalls. Það var ekki fyrr en að Gutenberg fann upp lausa letrið á fyrri hluta 15. aldar að nútíma prenttækni leit dagsins ljós. Oft er sagt að upphaf nútíma prentlistar markist af prentun Gutenbergs á um 120 eintökum af hinni svokölluðu „fjörutíu og tveggja línu Biblíu“. Þetta var árið 1456 og við þessa tækninýjung jukust möguleikar á að miðla upplýsingum og efla þekkingu til muna. Rúmum tveimur öldum síðar voru bækur orðnar nokkuð útbreiddur upplýsingamiðill, en þær voru bæði illa unnar og dýrar.

Opinber gögn - vannýtt auðlind

30. maí 2009

Ríkisstofnanir og aðrir opinberir aðilar safna gríðarlegu magni af gögnum. Söfnun gagna er beinlínis meginhlutverk sumra stofnana, svo sem Hagstofunnar. Aðrar stofnanir hafa þetta meðal fleiri markmiða sinna og hjá nær öllum stofnunum safnast upp gögn af einhverju tagi, svo að segja sem aukaafurð af annarri starfsemi. Í gögnum felast verðmæti.Í þessari grein er einkum átt við formföst gögn (e. structured data), þ.e. tölfræði, gagnagrunna, spjaldskrár og þess háttar. Í stuttu máli allt sem eðlilegt gæti talist að birta í töflu. Þetta innifelur margvísleg gögn, allt frá fjárlögum og mannfjöldatölum til orðabókarupplýsinga, veðurathugana og hnattstöðu eftir heimilisföngum - svo einhver dæmi séu tekin.

Um tilurð sprotafyrirtækis

30. maí 2009

Í kjölfar hrunsins sem orðið hefur í efnahagslífi þjóðarinnar á síðustu mánuðum, hafa nýsköpun og sprotafyrirtæki gjarnan verið nefnd sem tvö af mikilvægustu tækjunum við endurreisn efnahagslífsins. Í raun hafa sprotafyrirtæki þó alltaf verið lykillinn að öflugu efnahagslífi. Okkar bestu fyrirtæki, svo sem Össur, Marel og CCP, voru stofnuð sem sprotafyrirtæki. Þá hafa fjölmörg efnileg upplýsingatæknifyrirtæki sprottið upp og vakið athygli á undanförnum árum, til dæmis Calidris, Dohop, Gogogic og Eff2 Technologies, svo nokkur séu nefnd. Í þessum greinarstúf er ætlunin að ræða mikilvægi háskóla landsins og opinberra rannsóknarsjóða fyrir tilurð slíkra sprotafyrirtækja.
Tegundir sprotafyrirtækja.

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is