Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefnan

Frammistöðumat, markmiðssetning og sóun í hugbúnaðargerð

Fjallað verður um mat á frammistöðu fólks í hugbúnaðargerð, markmiðssetningu og hvernig best er að koma í veg fyrir sóun.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Skuli Valberg
12:20   Hvað er gott dagsverk? Frammistaða og árangur fólks í þekkingargeiranum
Hefðbundin tímamæling iðnbyltingar lifir víða enn misgóðu lífi í stafræna hagkerfinu. Er tíminn kannski trunta með tóman grautarhaus? Getum við brotist úr viðjum tímans og tengt okkur við aðra verðmætasköpun?
Skúli Valberg, KPMG Ráðgjöf
Kristin Hrefna Halldorsdottir
12:40   Lík börn leika best en búa þau til bestu vörurnar?
Reynslusaga af því að reka teymi með starfsmenn í þremur löndum.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Origo
Yngvi Tomasson
13:00   Viðskiptamiðuð vöru- og hugbúnaðarþróun
Tekjutengd og ótekjutengd hugbúnaðarþróun.
Yngvi Tómasson, Leikbreytir
Jon Vignir Gudnason
13:20   Kostnaðarvitund og frammistöðumat í vöruteymum
Sögur úr raunheimum.
Jón Vignir Guðnason, Controlant
Helga Guðrún Óskarsdóttir
13:40   Eigin framleiðni þekkingarstarfsmanna og áhrifaþættir
Velgengni hugbúnaðarþróunar er háð þekkingu og vinnu þeirra starfsmanna sem að henni koma. Þekking myndast þegar einstaklingar túlka gögn og upplýsingar út frá eigin heimsmynd og er því einstaklingsbundin. Frammistaða einstaklingsins er lykilatriði í verðmætasköpun fyrir fyrirtækið.
Dr. Helga Guðrún Óskarsdóttir, BlueCat

14:00   Fundarslit

Jona Karen Thorbjornsdottir
Fundarstjóri: Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, Landsbankinn

20231122 125834
20231122 125943
20231122 125951
20231122 130129
20231122 130135
20231122 130154
20231122 134637

  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Steikt ýsa í raspi með lauksmjöri, sýrðum agúrkum, kartöflum og blönduðu grænmeti
    Vegan: Blandaðar ertur, baunir, bygg, spínat og pestó
    Kaffi/te og sætindi á eftir