Skip to main content

Business as not so usual - Innsýn í stafræna vörustýringu

Á þessum morgunverðarfundi verður lögð áhersla á að gefa innsýn í stafræna vörustýringu í gegnum raundæmi. Við munum fræðast um hvernig stafrænni vörustýringu er beitt á mismunandi stöðum og á mismunandi vörur. Tilvalið fyrir öll sem eru áhugasöm um vörustýringu, hagkvæmni í rekstri og að vakna snemma.

Dagskrá:

08:15   Léttur morgunverður

Sara Sigurðardóttir
08:30   Vö / Ve / Fra – hvað er þa(ð)?
Er einhver raunverulegur munur á framleiðanda, verkefnastjóra og vörustjóra? Skyggnumst undir húddið með hvað þau segja sjálf.
LinkedIn logo  Sara Sigurðardóttir, Reykjavíkurborg/Bloomberg
Guðmundur Jósepsson
08:50   Stafræn vörustýring og innviðir upplýsingatækninnar
Þurfa innviðir á borð við Azure, AWS, Google Cloud Platform vörustýringu? Ef svo er með hvaða hætti, hvað þarf að hafa í huga og hvað þarf að forðast.
LinkedIn logo  Guðmundur Jósepsson, Inaris
Sigrún Lára Sverrisdóttir
09:10   Vörustýring SaaS lausna
Lausn fundin - Lausn keypt - Lausn innleidd - Hvað svo?
Farið verður yfir mun vörustýringar á vöru í þróun og SaaS lausna. Á vörustýring við og hvað felur hún í sér þegar við höfum ekki völd yfir eiginlegri þróun vörunnar?

LinkedIn logo  Sigrún Lára Sverrisdóttir, Stafræn Reykjavík
Trausti Árnason
09:30   Product vegferð hjá Controlant
Controlant fór í gegnum skipulagsbreytingar til að Product-væða fyrirtækið árið 2023. Af hverju? Hvað kom út úr því og hvað hefði mátt gera betur?
LinkedIn logo  Trausti Árnason, Controlant

09:50   Umræður

10:00   Fundarslit

Bjarni Salvarsson
Fundarstjóri:
LinkedIn logo Bjarni Salvarsson, Embla Medical
  • Félagsmenn Ský:       7.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur morgunverður