Frá vöggu til grafar
Hádegisverðarfundur á Grand hóteli þann 8. nóvember kl. 12-14
Frá vöggu til grafar - Sjónarhóll notenda í rafrænum heimi
Opinber þjónusta á Íslandi hefur um langt skeið fengið lága einkunn í innlendum og erlendum könnunum og erum við til dæmis meðal þeirra neðstu í nýlegri könnun sem ESB lét gera.
En
hvað segja notendur? Er þeirra upplifun í samræmi við niðurstöður kannana?
Faghópur um rafræna opinbera þjónustu ákvað að kanna málið.
Á fundinum flytja nemendur úr HR niðurstöður eigin greininga á opinberri
þjónustu, kennari þeirra tekur saman niðurstöðurnar og ber saman við kannanir,
notendur segja reynslusögur og að lokum er reynt að draga saman heildarmyndina
og varpa ljósi á raunveruleikann.
                    Dagskrá:
11:50-12:00    Afhending gagna
12:00-12:20   Fundur settur og hádegisverður borinn fram
                         Marta Kristín Lárusdóttir, Háskólanum í Reykjavík
12:20-12:50   Sjónarhóll notenda
                         Nemendur í HR kynna niðurstöður sínar á rafrænni þjónustu opinberra aðila
                         Helga Guðmundsdóttir,  Ragnar Ævar Jóhannsson og Jóra Jóhannsdóttir 
12:50-13:05   Ber niðurstöðum 40 nemenda saman við aðrar kannanir? 
                         Eggert Ólafsson, Reykjavíkurborg/HR
13:05-13:20   Reynslusaga: Fæðingarorlof
                         Ólafur Sverrir Kjartansson, Skýrr
13:20-13:35    Reynslusaga: Andlát  
                          Ásdís Elvarsdóttir
13:35-13:55     Þjónusta opinberra aðila, hvað er málið?
                          Haraldur Bjarnason, Auðkenni
Fundarstjóri: Marta Kristín Lárusdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps um rafræna opinbera þjónustu
Matseðill: Þorskhnakki með cítruskryddhjúp á vorlaukskartöflumauki. Kaffi / te og konfekt á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr. 
-             
    
        8. nóvember 2011