Tölvumál

olijonAllan sólarhringinn, allt árið um kring, eru mörg hundruð félagar í björgunarsveitum tilbúnir til þess að mæta í útköll um allt land. Þegar kallað er út fær björgunarfólk SMS frá Neyðarlínu með grunnupplýsingum um aðgerðina, s.s. málsatvik og staðsetningu. Í dag er undir hælinn lagt hvort og hvernig björgunarfólk svarar þessum boðum sem skapar óvissu í byrjun aðgerða um hvort og hvernig muni takast að bregðast við.

13. apríl 2013

Framboð og eftirspurn

ragnh2Þeir sem fylgjast með atvinnuauglýsingum hafa örugglega tekið eftir því hve mikið er auglýst eftir vefforriturum. Vefbransinn er í blóma þessa dagana, margt að gerast og spennandi verkefni á öllum vígstöðvum. En bransann vantar fleira fólk og satt best að segja er kominn tími til að háskólar þessa lands taki sig til og skoði þetta betur sem hluta af tölvunarfræðináminu, enda er það umtalað að það sé ójafnvægi milli þarfa atvinnulífs og menntakerfis.

valgeirÍ gegnum tíðina hefur kennsla yfirleitt farið fram með þeim hætti að kennari hittir hóp nemenda í stofu og með aðstoð töflu reynir hann að kenna þeim efni dagsins. Þetta er hið hefðbundna fyrirlestrarform sem enn í dag er megin uppistaðan í kennslutækni skólanna, þrátt fyrir tilkomu veraldarvefsins og aukinnar tölvuvæðingar.

Margir höfðu spáð því að kennslutækni myndi gjörbreytast með tilkomu tölvutækninnar en í raun hefur helsta breytingin verið að í stað myndvarpa er notaður skjávarpi og glærur eru nú gerðar í tölvu í stað þess að vera handskrifaðar.

einarA1Vorið 2011 var ég búinn að vera í góðri, traustri vinnu til 5 ára en að þeim tíma liðnum fannst mér þó eins og einhverskonar stöðnun væri að byrja í kollinum. Ekkert skrýtið þegar maður er búinn að ganga nokkrum sinnum í gegnum flest það sem kemur upp í vinnunni.

Ég var ekki sáttur við þessa stöðu þar sem ég vill helst vera kvikur og lifandi í hugsun. Helst vill ég stöðugt vera að læra eitthvað nýtt. Þannig líður mér best. Fyrir mér voru því tveir kostir í boði: Finna mér aðra vinnu eða fara í nám.

Þar sem ég var í tiltölulega góðu starfi vildi ég helst ekki sleppa því. Að fara í fullt nám var heldur ekki kostur sem ég gat leyft mér af fjárhagsástæðum. Námslánaupphæðir á Íslandi í dag standa jú engan veginn undir kostnaði við að lifa. Að minnsta kosti ekki upphæðirnar fyrir einhleypan einstakling. Það varð ákvörðun mín að sækja um í Kerfisfræði í fjarnámi við Háskólann í Reykjavík. Ég var samþykktur inn og um haustið 2011 hófst námið.

Egill Thorir Aron Stefansson
Þó að við séum ekki af fyrstu kynslóð nörda á Íslandi munum við samt eftir því þegar harðir diskar voru 3gb og ekki var hægt að niðurhala kvikmyndum á stafrænu formi af netinu. Internet var eitthvað sem var skammtað, af foreldrum, í sveitum enda dýrt að nota símalínuna á mínútugjaldinu og ekki hægt að svara símanum ef bóndinn á næsta bæ ætlar að láta vita af færðinni í bæinn, miklu algengara en borgarbörnin halda.

Við munum eftir því þegar skólarnir okkar fengu fyrstu tölvurnar með Windows 95 stýrikerfinu og barist var um að fá að prófa gripina og spila t.d leikinn Hover. Við munum líka eftir því hve stuttan tíma það tók fyrir skólana að dragast aftur úr þegar kom að endurnýjun vélbúnaðar, en það er þó allt önnur umræða.

HofundurVið þróun á hugbúnaði eru forritarar stundum gagnrýndir fyrir að sjá hlutina of mikið út frá undirliggjandi kerfum. Mjög mikil áhersla er lögð á að gera bakendann vel þar sem öll vinna forritsins fer fram. Sá hluti er prófaður í þaula og reynt að tryggja eins vel og hægt er að allt virki eins og hönnun forritarans gerði ráð fyrir. Forritið er hannað og smíðað út frá þeim útreikningum sem það á að framkvæma. Í grunninn kann þetta að virðast gott verklag, en gallinn er að viðmót forritsins mætir afgangi. Viðmótið er samt það eina sem notandinn sér, í hans augum er forritið ekkert nema glugginn sem hann sér á skjánum.

Born1Í leikskólanum Bakkaberg í Reykjavík hefur markvisst verið unnið með upplýsingatæknina í leik og námi leikskólabarnanna. Allt byrjaði þetta haustið 2007 þegar skólinn tók þátt í sínu fyrsta eTwinning verkefni sem er rafrænt skólasamstarf í Evrópu. Verkefnin urðu fljótt mjög mörg þar sem þetta er virkilega skemmtileg vinna með engar fyrirfram kvaðir og börnin gátu verið virkir þátttakendur. Tölva, skjávarpi, skanni, upptökvél, vefmyndavél og myndavél varð búnaður sem börnin þurftu að nota í þessari vinnu ásamt margskonar forritum. Það skemmtilega við börn og tæknina er hvað þau eru óhrædd að prófa og eru forvitin að sjá hvað virkar og hvað ekki.


BjarniB GudjonJ
Viðbættur raunveruleiki eða Augmented Reality (stytting AR) eins og það er kallað á ensku, er ný rauntímatækni sem breytir því hvernig við sjáum heiminn. Við getum hugsað okkur tæknina sem auðgun á raunveruleikanum og því sem við sjáum. Með því að nota tæknina er hægt að draga fram auka upplýsingar úr raunveruleikanum og öllu í kringum okkur. Eina sem þarf til er örgjörvi, myndavél og GPS staðsetningarbúnaður. Allir nýir snjallsímar eru búnir þessu í dag og má búast við aukningu á notkun tækninnar á komandi árum.

AR náði fyrst athygli í kringum 1992 þegar bandaríski herinn hóf að framleiða orrustuflugvélar sem nýttu sér tölvur til að festa inn skotmörk sem flugmaðurinn gat svo séð í gegnum sérhannað gler í flugklefanum þegar hann nálgaðist skotmarkið [1].

Anna Kristjánsdóttir var gerð að heiðursfélaga á aðalfundi Ský þann 28. febrúar 2013.

 AdalSky21   AdalSky23  

AdalSky19

Fyrstu kynni af upplýsingatækni

Anna Kristjánsdóttir hefur átt nána samleið með upplýsingatækni í nær 50 ár án þess að hafa
starfað við venjuleg skilgreind störf á þeim vettvangi. Hún lauk bakkalár gráðu frá Háskóla
Íslands í stærðfræði og sagnfræði ásamt uppeldisfræðum til kennslu. Kynni hennar af notkun
tölva tengdust námi hennar í stærðfræði og voru á fyrsta námskeiði Odds Benediktssonar fyrir
verkfræðinema veturinn 1965-1966 en þar var kennt forritunarmálið Fortran auk nokkurrar
umfjöllunar um þróun tölvubúnaðar. Vandalítið þótti henni að sjá gagnsemi tölvutækninnar
fyrir verkfræðinga en efnið vera síður brýnt fyrir eigin áhugasvið, sem voru kennsla unglinga
– einkum í stærðfræði. 

 

PerlaAnnthorTalsvert hefur verið fjallað undanfarið um kosti iPad spjaldtölvunnar í leik og starfi barna með sérþarfir, það er að segja þeirra barna sem búa við skerta námshæfni hvort sem er vegna fötlunar eða þroskaskerðingar. Í þessari grein ætlum við að fjalla almennt um kosti tölvunnar í starfi með þessum börnum. Við skoðum hvaða kosti spjaldtölvan hefur umfram borð- og fartölvuna og einnig hvernig iPad stenst samanburð við aðrar spjaldtölvur á markaðnum.

Page 41 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is