Græn orka Íslands sem forskot fyrir gagnaiðnað/AI
Hvers vegna hefur Ísland forskot? Gervigreindin er orðinn hluti af daglegu lífi lang flestra en hún krefst sífellt meiri raforku og gagnaver hennar þarfnast kælingu. Það sem flestir vita ekki er að hún keyrir upp kostnað og kolefnisspor fyrirtækja en þrýstingur á þessi sömu fyrirtæki til að halda niðri rekstrarkostnaði og draga úr umhverfisáhrifum er gríðarlegur, sérstaklega þeirri losun sem tengist rafmagnsnotkun þeirra (oft kallað scope 2 í sjálfbærniskýrslum).
Ísland býður upp á lausn við þessu með endurnýjanlegri orku með lágu kolefnisspori, kalt loftslag sem einfaldar og lækkar kostnað við kælingu AI gagnavera, sem hitna mikið við notkun. Þetta myndi lækka daglegan rekstrarkostnað og minnka kolefnisspor frá rafmagni, í greininni verður farið yfir hvað liggur að baki þessara atriða og hvernig gervigreindar fyrirtæki gætu notið góðs af grænu orkunni sem Ísland býður upp á (Landsvirkjun, 2023).
Græn orka á lægra kolefnisspor
Grunnforsenda forskotsins sem Ísland hefur eru orkugjafarnir, vatnsafl og jarðhiti ásamt vindorku. Landsvirkjun er stærsti raforkuframleiðandi landsins og framleiðir rafmagn úr þessum endurnýtanlegu orkugjöfum og setur sér skýr loftslagsmarkmið. Fyrirtækið birtir reglulega stöðuskýrslur um losun sem sýna að kolefnisspor raforkunnar er, miðað við heimsmælikvarða, mjög lágt (Landsvirkjun, 2023).
Orkuveita Reykjavíkur (OR/ON Power) birti 7.3 gCO 2 e/kWh fyrir rafmagnsframleiðslu 2023 sem er verulega undir mörgum ESB-löndum og langt undir 100 gCO 2 e/kWh viðmiðinu frá flokkunarkerfi ESB. Fyrirtæki sem færa hluta vinnslunnar til Íslands geta því lækkað losun á hverja kWh gríðarlega mikið (Orkuveita Reykjavíkur, 2023).
Kalt loftslag í kælingu gagnagrunna
Kæling gagnavera er eitt helsta vandamál gervigreindarfyrirtækja en gagnaverin vinna með þvílíkt magn af upplýsingum og hitna gríðarlega mikið. Til þess að komast til móts við það þarf að kæla þau niður en rannsóknir hafa bent til þess að kalt loftslagssvæði býður upp á minni vatnsnotkun í kælikerfum og aukin tækifæri til endurnýtingar varma, allt sem bætir hagkvæmni og minnkar kolefnisspor (Vaisala, 2025).
Í verkefni sem Systemair lýsir hjá atNorth er húsnæðið hannað þannig að kuldi að utan sér næstum alveg um kælinguna. Það þýðir að næstum allt rafmagnið fer í gagnaverið sjálft en bara örlítið fer í viftur og annað til að kæla það niður (Systemair, 2022).
Samskipti við meginlandið
„Er ísland ekki of langt frá notendum?“ Með IRIS sæstrengnum sem var tekinn í notkun árið 2023 bættust við afköst netumferðar milli Íslands og meginlands Evrópu. Tengingin milli Reykjavíkur og Dublin er sem dæmi mjög hraðvirk eða aðeins um 10,5 millisekúndur en Dublin er stór „skýjamiðja“ í Evrópu. Þessi seinkun er lítil og dugir í fjölmörgum tilvikum, því er skynsamlegt að keyra stóru orkuþungu vinnslurnar hér á Íslandi en hafa þjónustuna sem svarar notendum nær þeim (Systemair, 2022).
Hvernig væri hægt að framkvæma þetta?
Skipuleggja vinnuna eftir staðsetningu, láta þung, orkufrekari verkefni eins og þjálfun gervigreindarlíkana, forvinnslu stórra gagnasafna og lotubundna útreikninga, keyra á Íslandi þar sem orkan er hreinni og kæling auðveldari. Síðan mætti halda þjónustunni sem svarar notendum (vefþjónustum og símaforritum) nær notandanum svo svörun verði hröð og upplifun góð (Farice, 2023).
Taka rafmagn og mengun með í kostnaðaráætlun, sem viðmið má nota að íslenskt rafmagn losar um 7,3 g af CO2 á hverja kWh. Auk þess má stefna að því að sem mest af rafmagnsnotkuninni fari í gagnaverin sjálf en ekki kælingu þeirra (Orkuveita Reykjavíkur, 2023).
Nýta varmann, hitann sem tölvurnar gefa frá sér má nota til góðs, t.d. til að hita byggingar eða sundlaugar í nágrenni við gagnaverin. Það getur aukið tekjur og lækkað þar af leiðandi kostnað og skilað samfélagslegum ávinningi (Vaisala, 2025).
Niðurstaða
Þrír hlutir sem Ísland hefur upp á að bjóða, græn raforka, kalt veðurfar og hröð nettenging við meginland Evrópu, eru atriði sem flest tæknifyrirtæki ættu að laðast að. Græn raforka þýðir minna kolefnisspor og skýrari frásögn í sjálfbærnisskýrslum. Kuldinn hjálpar til við að kæla tölvubúnað án þess að þurfa orkufrekan kælibúnað. Góð nettenging við meginlandið tryggir að gögn komist hratt á milli Íslands og stærstu skýjamiðjur Evrópu.
Ef gervigreindarfyrirtæki myndu flytja gagnavinnsluna hingað, gætu þau bæði sparað peninga og dregið úr mengun. Þjálfun stórra líkana, forvinnsla gagna og önnur þung verkefni geta farið fram á Íslandi, á meðan þjónustan sem svarar notendum er áfram nær þeim. Þannig nýtist sérstaða landsins án þess að skerða upplifun notendanna. Fyrir gagnaver og AI teymi er Ísland því ekki bara fínn möguleiki, heldur raunverulegur kostur, staður þar sem er hægt að sameina rekstrarhagkvæmni, lítil sem engin umhverfisáhrif og góða tengingu við helstu markaði. Þetta skapar bæði stærra svigrúm til að vaxa og eykur fjölbreytileika.
Höfundur: Helga María Hjaltadóttir nemandi við Háskólann í Reykjavík
Heimildaskrá
Farice. (2023). IRIS subsea cable: Delivery and specifications. https://farice.is/formal-handover-of-iris-submarine-cable-by-subcom-in-a-galway-event-on-friday-november-11th-2022Landsvirkjun. (2023). Climate & Environmental Action / Endurnýjanleg orka á Íslandi. https://www.landsvirkjun.com/climate-actionOrkuveita Reykjavíkur (2023). Ársskýrsla 2023 – Emmission Intensity (E2). https://annualreport2023.or.is/loftslagsmal/losunarkraefniSystemair. (2022). Case Study: atNorth Data Centre, Iceland. https://www.systemair.com/en/expertise/case-studies/atnorth-data-centre-icelandVaisala. (2025). The Arctic advantage: How cold climates boost data center efficiency and sustainability. https://www.vaisala.com/en/expert-article/arctic-advantage-how-cold-climates-boost-data-center-efficiency-and-sustainability
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
