fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12 hjá Vodafone í Skútuvogi
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum faghópsins og má finna hér
Fyrir fundinum liggur breytingatillaga þar sem lagt er til að breyta lögum um aðalfund félagsins í takt við aðra faghópa Ský um að halda aðalfund faghópsins sem hluta af aðalfundi Ský.
Allar upplýsingar veitir Guðmundur Daníelsson, formaður faghóps um fjarskiptamál.
Heilbrigðisráðstefna Fókus 20. febrúar á Grand hóteli
Raunsýn – Draumsýn Sýn heilbrigðisstarfsmanna á sjúkraskrárgögn Möguleikar og stefna
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #SjukraGogn
Heilbrigðisráðstefna Fókus er að þessu sinni helguð umræðu um aðgengi heilbrigðisstarfsmanna að sjúkragögnum. Erindin verða fjölbreytt að venju en þau munu nálgast umfjöllunarefnið frá mismunandi áttum.
Sagt verður frá verkefnum sem miða að því að bæta aðgengi heilbrigðisstarfsmanna að gögnum innan heilbrigðisstofnanna, öðrum verkefnum sem snúa að því að miðla heilbrigiðsgögnum milli stofnanna og loks hvernig opinberir aðilar eins og Sjúkratrygginar Íslands veita heilbrigðisstarfsfólki aðgang að þeim gögnum sem stofnunin hefur að geyma.
Ráðstefnan er ætluð öllu heilbrigðisstarfsfólki auk þeirra sem starfa við upplýsingatækni á heilbrigðissviði.
Verð fyrir félagsmenn Ský: 9.500 kr. Verð fyrir utanfélagsmenn: 11.500 kr. Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
Aðalfundur Öldungadeildar Ský
verður haldinn miðvikudaginn 20. febrúar kl. 12:00 hjá Reiknistofu bankanna að Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Fundurinn fer fram inn af matsal á 2. hæð. Gengið inn að austanverðu, anddyri merkt RB.
Auk venjulegra aðalfundastarfa mun RB kynna starfsemi sína en miklar breytingar hafa orðið á stefnu og starfsemi RB sl. tvö ár.
Vonandi geta sem flestir mætt og þar sem RB býður upp á hádegisverð er æskilegt að tilkynna þátttöku með tölvupósti til Þorsteins Hallgrímssonar . Netfangið er: akurholar@gmail.com
Hádegisverðarfundur 30. janúar kl. 12-14 á Grand hóteli Er það svo flókið að bæta rafræna opinbera þjónustu?
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #ErThadSvoFlokid
Vönduð stjórnsýsla:
Þegar til verka skal vanda sem vegleg og traust eiga að standa bæði í lengd og í bráð ber að hugsa sitt ráð og hefjast svo alls ekki handa!
(Höfundur Kristján Össur Jónasson, ríkisstarfsmaður í hálfa öld)
Höfundi limrunnar þótti stjórnsýslan oft svifasein og framfarir hægar og svo er því miður enn. Á þessum hádegisfundi verður meðal annars bent á einfaldar leiðir til að gera betur, leiðir sem sumar hverjar kosta ekki mikið: Hugsum stórt, byrjum smátt, þróum hratt!