Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Snapchat er snjallsímaforrit sem virkar þannig að notendur skiptast á að senda myndir og myndskeið sín á milli í allt að 10 sekúndur. Einnig er hægt að deila myndum og myndskeiðum í svokallaða “My Story”, en það er sýnilegt öllum sem eru vinir þínir á Snapchat í allt að 24 klukkustundir. Stofnendur Snapchat eru þeir Evan Spiegel, Bobby Murphy og Reggie Brown sem gerðu þetta forrit upphaflega sem skólaverkefni þegar þeir voru nemendur við Stanford háskóla. Snapchat var fyrst gefið út í apríl 2011 undir nafninu Picaboo en var síðar breytt í Snapchat. Fyrirtækið er metið á 10-20 billjónir dollara. Stofnendurnir eiga fyrirtækið sjálfir í dag en þess má geta að þeir höfnuðu til dæmis Facebook og Google þegar þessi stórfyrirtæki reyndu að kaupa Snapchat. Til að fá hugmynd um hversu vinsælt Snapchat er þá eru 8796 myndum deilt á Snapchat á hverri sekúndu.
Heimilisbíllinn er eitt af því dýrasta sem að meðal fjölskyldan fjárfestir í á lífsleiðinni, fyrir utan íbúð. Ekki nóg með það að bíllinn kosti væna fúlgu þá er viðhaldið á bílnum ekki síður kostnaðarsamt og hvað þá eldsneytið. Þrátt fyrir þennan gífurlega kostnað gerir bíllinn ekkert nema falla í verði frá fyrsta degi en það frelsi sem bíllinn veitir okkur sem fær okkur til að líða sem svo að við getum varla lifað án hans og það er okkur fullkomlega ljóst daginn sem að hann bilar. Mörg okkar notast við almenningssamgöngur en þær geta bæði verið mjög dýrar eða mjög tímafrekar eftir því hvað er valið. Sjálfkeyrandi bílar eru eitthvað sem að við höfum lesið um í bókum eða séð í bíómyndum í fjölda ára, en þeir hafa alltaf verið eitthvað sem að við búumst við að sjá í framtíðinni. Nú erum við skyndilega farin að sjá greinar um sjálfkeyrandi bíla birtast í fréttum reglulega og svo virðist vera sem að þeir verði komnir á göturnar innan fárra ára. En hvað skiptir það okkur svona miklu máli að sjálfkeyrandi bílar séu á næsta leiti? Ótrúlega miklu, er stutta svarið. Sjálfkeyrandi bílar eiga eftir að gjörbylta því hvernig við ferðumst, opna fyrir nýjar tegundir af fyrirtækjum og setja önnur á hausinn. En hvað er það sem að mun gerast? Einungis tíminn mun leiða það í ljós, en við skulum kíkja á hvað gæti mögulega gerst.
Minningarorð um Guðjón Reynisson
Veðmál í dag er stór hluti af íþróttum heimsins og það er heldur enginn undantekning í eSports. Miklir fjármunir eru í húfi á alls konar tölvuleikjum og ekki er langt síðan að veðmál sáust fyrst í eSports en engu að síður er talið að hagnaður í veðmálum á tölvuleikjum verði allt að 41,4 milljarðar dollara árið 2015 („Size of the online gaming market from 2003 to 2015 (in billion U.S. dollars)“, 2015). Margir eru hlynntir þessari veðmálavæðingu en aðrir á móti henni, þeir sem eru fylgjendur þessari væðingu segja t.d. að þetta hafi jákvæð áhrif á tölvuleikina og styðja sig t.d. við nýlega könnun (Steven Stradbrooke, e.d.) sem var gefin út þar sem kom fram að tengsl eru á milli veðmála og áhorf á leiki. Þar sem að áhorfstölur hafa verið vaxandi í leikjum á borð við Counter-Strike:Global Offensive (CS:GO) og vilja margir meina að það sé veðmálum að þakka. Aðrir tala um að neikvæðu hliðar veðmála séu hreinlega of margar og benda á að krakkar undir lögaldri eru að veðja á leiki og hagræðing úrslita á sér stað svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna veltum við fyrir okkur hvort er gott eða slæmt fyrir tölvuleiki að veðmál séu flækt í málefni þeirra?
Sagan segir að Kínverjar hafi verið þeir fyrstu til að byrja að stunda veðmál en fyrstu heimildir þess fara aftur til 2300 fyrir Krist (Gambling info), þó vilja sumir meina að peningaspil nái alveg aftur til 6000 fyrir Krist. Ásamt Kínverjum eru sögulegar heimildir fyrir því að Babilóníumenn, Etrúar, Rómverjar og Grikkir hafi einnig stundað peningaspil. Keno er sá leikur sem er hvað þekktastur í Kína en vinsælustu leikir samtímans eigi aftur á móti rætur að rekja til Evrópu, en má þá helst nefna póker, 21, teningakast og rúllettu (Problem gambling).
Friðhelgi einkalífs hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár. Þar til samfélagsmiðlar komu inn á sjónarsviðið hafði friðhelgi einkalífs verið mun meiri. Magn viðkvæmra upplýsinga sem fólk lætur af hendi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það hefur breyst mikið hvað fólki finnst eðlilegt að vita um aðra og hvað að aðrir viti um það. Við deilum myndum, upplýsingum um menntun, vinnu, hverjir vinir okkar og kunningjar eru og fleira í þeim dúr.
Tónlistarveitur nútímans eru afar vinsælt umfjöllunarefni þessa dagana. Fólk virðist hafa margar misjafnar skoðanir á tónlistarveitum og því hvernig neytendur ættu að nálgast tónlist. Í yfir 100 ár, eða allt frá því grammafónninn fór að sjást á heimilum, hefur tónlist verið gríðarlega stór markaðsvara í hinum vestræna heimi. Undanfarin fimm til tíu ár hefur hins vegar sala á afurðum tónlistarmanna gjörbreyst. Í stað þess að neytendur verði sér út um tónlist á „föstu“ formi (geisladiskar, hljómplötur, kassettur o.s.frv.) hefur Internetið tekið yfir sem stærsti dreifingaraðili tónlistar. Margir hala tónlist niður á ólöglegan hátt, t.d. af heimasíðum á borð við Piratebay og KickAssTorrents, og fylla þannig minnissvæði tölva sinna af „stolinni“ tónlist. Svo eru það líka þeir sem kjósa að nýta sér tónlistarveitur til að streyma úr þeim í viðtæki sín, þ.e. tölvur, fartölvur, snjallsímar og spjaldtölvur.
Í þessari grein munum við fjalla um GPS öryggistæki sem hægt er að nota til að fylgjast með og vakta staðsetningu þeirra sem standa þér næst. Það eru til margar mismunandi gerðir af þessum tækjum og úr mörgu að velja hvort sem þú vilt vakta barnið, unglinginn, gæludýrið eða aldraðan ættingja. Við munum skoða almenna virkni tækjanna, notagildi þeirra, framboð og verð ásamt kostnaði af rekstri og notkun. Við veltum því fyrir okkur hver sé þörf foreldra fyrir notkun þessara tækja, í hvaða aðstæðum þau nýtast og hvenær þörfin sé hætt að vera nauðsyn og orðin að kvöð.