Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Íslenskir vísindamenn eru ekki að nýta sér þá möguleika sem þeir hafa varðandi að birta vísindagreinar í opnum aðgangi. Niðurstöðurnar eru byggðar á greiningu á birtingarlista vísindagreina starfandi fræðimanna við Háskólann í Reykjavík árið 2013.
Með forritinu GarageBand í iPad er hægt að vinna mörg skemmtilegt verkefni sem tengjast tónmennt í grunnskóla. Nemendur geta t.d. skapað sitt eigið tónverk, skipulagt, samið, útsett og tekið upp.
Tónlistarfólk hefur í stórauknum mæli tileinkað sér tölvutæknina í listsköpun sinni. Í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á hvernig hægt er að nota tölvutæknina í að skrifa nótur og einnig hvernig upplýsingatæknin kemur einnig þar við sögu. Þó að tónlist fylgt mannkyninu frá upphafi þá var ekki byrjað að gera tilraunir með að skrásetja hana fyrr en á 6. öld.
Til að þekkingarhagkerfið nái að dafna og eflast er þörf fyrir stóra hópa af vel menntuðu starfsfólki á ýmsum sviðum tengdum upplýsingatækni. Sér í lagi er mikil þörf fyrir forritara til að þróa kerfi af ýmsu tagi, og almennt séð, fólk með tölvunarfræðimenntun. Mörg af þeim störfum snúast meira um efri lög upplýsingatækninnar, svo sem notendaviðmót, þarfir notandans, samskipti við viðskiptavini o.s.frv. Önnur krefjast tækniþekkingar af nokkurri dýpt.
Það er ekki víst að nafn Frieder Nake hljómi kunnulega, en hann er stærð- og tölvufræðingur ásamt því að vera frumkvöðull á sviði tölvulistar. Nake ritaði nafn sitt á spjöld listasögunnar með því að halda fyrstu sýninguna sem vitað er að sett hafi verið upp á tölvugrafískum myndum í Stuttgart árið 1965. Þetta var ári eftir að fyrsta tölvan kom til Íslands, en ekki hefur tekist að finna neinar heimildir um að sú tölva hafi verið notuð til listsköpunar.
Guðmundur Bjarni Sigurðsson eða Gummi Sig er einn fremsti vefhönnuður landsins og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem slíkur. Gummi fæst einnig við tónlist í sínum frítíma og gaf fyrr á þessu ári út sitt fyrsta lag. Gummi Sig er notalegur náungi. Þó ég hafi aðeins nýlega kynnst honum þá hefur hann allt frá fyrsta fundi verið eins og gamall félagi. Manni líður vel í návist hans, það var því tilhlökkun að skreppa til Keflavíkur á skrifstofu Kosmos & Kaos og fá að kynnast kappanum betur. Kosmos & Kaos við Hafnargötu í Keflavík er notalegur vinnustaður með karakter. Þarna er gítar á vegg, mublur úr rekaviði, fjölskyldumyndir, Búddastyttur, teppi á gólfi, viðarveggir, reðurtákn, lampaútvarp og margir Makkar. Ég hafði boðað að viðtalið myndið snúast um tónlist og veflist. En viðtalið fór um víðan völl. Við ræddum vissulega tónlist og vefhönnun en með ýmsum útúrdúrum.
