Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Tölvuflögur eru orðnar mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Flest berum við á okkur ýmis konar búnað sem inniheldur flögur í mis miklu magni t.d farsíma, fartölvur og jafnvel greiðslukort með örgjörva. Búnaðurinn er orðinn það mikilvægur þáttur í okkar daglegu venjum að fæstir gætu hugsað sér líf án þessara hluta. Kort eru orðin mikilvægur hluti af mynstri okkar og erum við háð þeim til þess að komast inn í hinar ýmsu byggingar, til að greiða fyrir vörur og þjónustu, opna og gangsetja bíla svo eitthvað sé nefnt. Það má einnig halda því fram að hin hefðbundni húslykill sé að verða úreltur enda er um mjög óáreiðanlegt aðgangsstýringartæki að ræða. Flestir gæludýraeigendur eru nú þegar að nota örflögur til að merkja gæludýrin sín. Á sama máta mætti græða örflögur í manneskjur sem myndi útrýma nauðsyn þess að hafa með sér greiðslukort, skilríki og ýmis aðgangskort. En hvers vegna er þetta ekki orðin útbreidd tækni þar sem að þetta myndi einfalda líf okkar til muna.
Að frumkvæði Öldungadeildar Ský hefur verið ráðist í það stóra verkefni að taka sama sögu upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014. Tilefnið er að haustið 2014 voru 50 ár síðan fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands og enn margir til frásagnar um hvernig tölvuvæðing á Íslandi hefur verið frá upphafi. Ritunina annast Þorgrímur Gestsson og hefur hann tekið viðtöl við allmarga sem komu við sögu og er að safna ýmsu efni um þróunina og áhrif tölvutækninnar á íslenskt þjóðlíf. Verkefninu lýkur næsta vor en endanlegt form á birtingu efnisins hefur ekki enn verið ákveðið en líklegt að um blandað form verði að ræða s.s. vídeó og vefsíða ásamt samanteknu efni hentugu til prentunnar. Í ritnefnd eru þekktir einstaklingar úr tölvugeiranum; Sigurður Bergsveinsson (ritstjóri), Frosti Bergsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gunnar Ingimundarson, Sigríður Olgeirsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson auk Þorsteins Hallgrímssonar (Öldungadeild Skýrslutæknifélagsins) og Arnheiðar Guðmundsdóttur. Verkefnið er fjármagnað af styrkjum og hvet ég þá sem vilja leggja því lið að hafa samband við Ský í gegnum netfangið sky@sky.is
Vefstjóri í fyrirtæki þarf ekki að búa yfir yfirgripsmikilli tækniþekkingu, það er misskilningur og mýta frá gamalli tíð þegar kerfisstjórar voru í reynd vefstjórar. Almennt gætir mikils misskilnings um hlutverk vefstjóra. En hvað sem þessu liður þá þarf vefstjóri að afla sér lágmarksþekkingar og ekki síst þekkja grundvallaratriðin í HTML og lykilhugtök til að geta átt samskipti við tæknimenn.
Ólöglegt niðurhal á afþreyingarefni virðist vera almenn og hversdagsleg iðja nú til dags og bendir margt til þess að það sé raunveruleiki sem við munum búa við lengi. Í þessari grein verður fjallað um tvo mikilvæga þætti ólöglegs niðurhals, en það er annars vegar skráarskiptahugbúnaðurinn sem notaður er til verksins og hinsvegar áhrif iðjunnar á afþreyingariðnaðinn. Fjallað verður um uppruna og þróun jafningjaneta (e. peer-to-peer networks) og um skáarskiptahugbúnað sem byggir á þeirri tækni. Þá verður einnig reynt að varpa ljósi á mikilvæga spurningu – er ólöglegt niðurhal að ræna afþreyingariðnaðinn af tekjum?
Í gegnum árin hafa kvikmyndir byggðar á vísindaskáldsögum alltaf laðað að. Þegar rýnt er í lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma eru 5 af 10 efstu vísindaskáldsögur. Í mörgum af þessum myndum sjáum við tækni sem ekki er til í raun og veru. Við gerð stærstu myndanna er fjöldi fræðimanna fenginn til að spá fyrir um það hvernig tæknin gæti verið á tíma myndarinnar. Þeim tekst misvel að spá fyrir um tæknina. Stundum hafa þeir rétt fyrir sér en oftar en ekki fara þeir aðeins fram úr sér. Hér fyrir rýnum við 5 kvikmyndir sem okkur þótti hafa skarað fram úr í því að spá fyrir um tækni framtíðarinnar.
Tilgangurinn með þessari grein er að fjalla um þær breytingar sem orðið hafa á upplýsingatækninni til hagsbóta fyrir hótel og veitingahús sem eru farinn að nýta sér hana í auknum mæli. Fjallað verður um hvernig hótel og veitingahús geta nýtt sér til spjald tölvur og snjallsíma væðinguna. Fyrsti hlutinn er um forsöguna, til að átta sig á hvað var notað áður en spjaldtölvurnar (e.tablet) og snjallsímarnir (e.Smartphone) urðu svona útbreiddir. Síðan verður aðal umfjöllunarefnið hagnýting spjaldtölva og snjallsíma fyrir hótel og veitingarekstur. Einnig verður skoðað hvaða áhrif þetta hefur haft og mun hafa í framtíðinni og hvernig rekstraraðilar sjá framtíðina fyrir sér.