Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Á örfáum árum hefur verið gríðarleg þróun í tækjum tengdum sjónvarpsútsendingum og mikil samkeppni, en kröfur neytenda hafa þrýst verðinu mikið niður. Áður fyrr kostaði tugi milljóna að setja upp sjónvarpsver en í dag er það jafnvel á færi einstaklinga að setja upp litla stöð heima hjá sér fyrir tiltölulega litla fjárfestingu. Hjá CCP er búið að setja upp hið sæmilegasta sjónvarpsver þar sem við sendum út ýmsa dagskrá tengda tölvuleiknum okkar EVE Online. Árlega er Fanfest, stórviðburður hjá okkur í Hörpunni, þar sem spilarar koma hvaðanæva að úr heiminum til að hittast, sjá fyrirlestra og fræðast um þróun leiksins. Þessu er öllu sjónvarpað beint á Internetinu.
On Wednesday 11th March 2015 Chris Jagger, Company Leader of 2creatEffects, delivered a presentation to the SKY.is security working group at Grand Hotel Reykjavik, on project www.entercybertown.com. Enter Cyber Town is a SAFT.is coordinated initiative to deliver e-safety education across schools in Iceland. Here’s a short interview with Chris about the project:
Daníel Brandur Sigurgeirsson er aðjúnkt við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur undanfarin tvö ár haft umsjón með einu umfangsmesta nemendaverkefni sem deildin hefur staðið að. „Þetta verkefni hófst fyrir tveimur árum. Pælingin var sú að vera með verkefni sem nemendur vinna í sameiningu og þurfa að setja sig inn í þann hluta kóðans sem er til á hverjum tíma. Það er sjaldgæft að nemendaverkefni í grunnnámi verði að lokaafurð þar sem þau þurfa að vera vel afmörkuð og taka yfirleitt stuttan tíma. Fyrir utan lokaverkefnin, en þar gilda önnur lögmál. Þetta er því mjög sérstakt verkefni, og ekki síst vegna stærðar þess.“
Eru snjalltækin að taka yfir heiminn? Það er ekki að furða að þessari spurningu sé velt upp, þar sem 45% aukning var á notkun snjallsímtækja árð 2014. Fjöldi nettengjanlegar tækja hefur nú þegar vaxið fram úr heildafjölda jarðarbúa. Samkvæmt skýrslu Cisco Visual Networking Index er heildar fjöldi nettengjanlegra tækja í heiminum rúmlega 7,4 milljarðar og er áætlað að þau verið um 11,5 milljarðar fyrir árið 2019 (1). Fyrir um tíu árum síðan gat almenningur varla gert sér í hugarlund þá tækni sem til er í dag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsti sjallsíminn með snertitækni kom á markaðinn árið 2007. Hvað þá frá því þegar Motorola var í fararbroddi að þróa fyrstu farsímatæknina í kring um 1970.
Á skömmum tíma hefur stór hluti Íslendinga skráð sig á samskiptavefi og afleiðingin af því er sú að myndast hefur nýr grundvöllur samskipta hjá stórum hópi fólks á aldrinum 25 – 45 ára. Fólk sem venjulega hefði ekki af ýmsum ástæðum haft samskipti er farið að mynda ýmiskonar tengsl við hvort annað. Á seinustu misserum hefur samskiptavefir reynst háskólafólki ómissandi námstæki það á t.d. til að stofna formlega hópa utanum hvert námskeið fyrir sig, óformlega hópa samnemenda eða bara almennt spjall.
Harpa er stærsta tónleika- og ráðstefnuhús landsins og þarf lítið að kynna það fyrir lesendum. Aðalsalur Hörpu tekur 1800 manns í sæti og þar eru í hverjum mánuði settir upp margs konar viðburðir, hvort sem það eru tónleikar, óperur, sýningar eða ráðstefnur. Allt þarf þetta að ganga upp á þann máta að þeir sem sýna og þeir sem hlýða á séu sáttir. Við erum vön því að líta glæsilega gluggabrynju hússins augum en Tölvumál tók tæknistjóra Hörpunnar, Hrannar Hafsteinsson, tali um þá hlið Hörpunnar sem við sjáum sjaldnar en er þó nauðsynleg starfsemi hennar.
Undanfarið hefur verið mikil umræða um hvernig mætti nýta leikjavæðingu á vinnustöðum til að auka framleiðni, ánægju starfsmanna, gæði og jafnvel skapa nýjar vörur eða þjónustu. Ófáar bækur hafa komið út um þetta málefni og mikil umræða á netmiðlum um hvernig þessi aðferðafræði getur nýst í hinum ýmsu þáttum í rekstri fyrirtækja, hvort sem þau eru stór eða smá. Undirritaður er að vinna með mastersnemendum í tölvunarfræði í að kanna hvernig mætti nota leikjavæðingu til að bæta og auka notkun einingaprófana í hugbúnaðargerð.
Það er alltaf áhugavert að heyra af verkefnum ungra frumkvöðla í upplýsingatækni. Fyrirtækið Gracipe hlaut í fyrra fyrstu verðlaun í frumkvöðlakeppninni Gullegginu með veflausn þar sem uppskriftir eru settar fram á nýjan hátt með því að sameina hráefni, aðgerðir og skref í myndrænni framsetningu.