Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Sagan segir að Kínverjar hafi verið þeir fyrstu til að byrja að stunda veðmál en fyrstu heimildir þess fara aftur til 2300 fyrir Krist (Gambling info), þó vilja sumir meina að peningaspil nái alveg aftur til 6000 fyrir Krist. Ásamt Kínverjum eru sögulegar heimildir fyrir því að Babilóníumenn, Etrúar, Rómverjar og Grikkir hafi einnig stundað peningaspil. Keno er sá leikur sem er hvað þekktastur í Kína en vinsælustu leikir samtímans eigi aftur á móti rætur að rekja til Evrópu, en má þá helst nefna póker, 21, teningakast og rúllettu (Problem gambling).
Friðhelgi einkalífs hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár. Þar til samfélagsmiðlar komu inn á sjónarsviðið hafði friðhelgi einkalífs verið mun meiri. Magn viðkvæmra upplýsinga sem fólk lætur af hendi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það hefur breyst mikið hvað fólki finnst eðlilegt að vita um aðra og hvað að aðrir viti um það. Við deilum myndum, upplýsingum um menntun, vinnu, hverjir vinir okkar og kunningjar eru og fleira í þeim dúr.
Tónlistarveitur nútímans eru afar vinsælt umfjöllunarefni þessa dagana. Fólk virðist hafa margar misjafnar skoðanir á tónlistarveitum og því hvernig neytendur ættu að nálgast tónlist. Í yfir 100 ár, eða allt frá því grammafónninn fór að sjást á heimilum, hefur tónlist verið gríðarlega stór markaðsvara í hinum vestræna heimi. Undanfarin fimm til tíu ár hefur hins vegar sala á afurðum tónlistarmanna gjörbreyst. Í stað þess að neytendur verði sér út um tónlist á „föstu“ formi (geisladiskar, hljómplötur, kassettur o.s.frv.) hefur Internetið tekið yfir sem stærsti dreifingaraðili tónlistar. Margir hala tónlist niður á ólöglegan hátt, t.d. af heimasíðum á borð við Piratebay og KickAssTorrents, og fylla þannig minnissvæði tölva sinna af „stolinni“ tónlist. Svo eru það líka þeir sem kjósa að nýta sér tónlistarveitur til að streyma úr þeim í viðtæki sín, þ.e. tölvur, fartölvur, snjallsímar og spjaldtölvur.
Í þessari grein munum við fjalla um GPS öryggistæki sem hægt er að nota til að fylgjast með og vakta staðsetningu þeirra sem standa þér næst. Það eru til margar mismunandi gerðir af þessum tækjum og úr mörgu að velja hvort sem þú vilt vakta barnið, unglinginn, gæludýrið eða aldraðan ættingja. Við munum skoða almenna virkni tækjanna, notagildi þeirra, framboð og verð ásamt kostnaði af rekstri og notkun. Við veltum því fyrir okkur hver sé þörf foreldra fyrir notkun þessara tækja, í hvaða aðstæðum þau nýtast og hvenær þörfin sé hætt að vera nauðsyn og orðin að kvöð.
What will change our lives the most in the near future will probably be Artificial Intelligence (AI). We use it every day without realizing it. When people ask Siri where they should go to eat they are using AI probably not thinking about what is actually happening. „John McCarthy, who coined the term “Artificial Intelligence” in 1956, complained that “as soon as it works, no one calls it AI anymore“ (Urban, 2015). That is why people use it without realizing it. If we take a step back just 50 years from now no one could imagine that people would be using a portable phone and asking it for directions. We have to realize where we stand with AI so the question is where are we now with AI and where are we heading?
ICE-TCS (Icelandic Center of Excellence in Theoretical Computer Science) er þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Magnús M. Halldórsson, Anna Ingólfsdóttir og Luca Aceto stofnuðu setrið vorið 2005 og það varð því 10 ára á þessu ári. Markmið setursins er að nýta vísindalegan styrkleika starfsamanna RU í fræðilegri tölvunarfræði og strjálli stærðfræði til að efla rannsóknir á þessu svið. Einnig er markmiðið að laða til skólans framúrskarandi vísindamenn í fræðilegri tölvunarfræði til að efla samstarf við aðra vísindamenn og efla þannig rannsóknarumhverfið hér á landi.
Flest öll fyrirtæki nú til dags hafa svokallaða “business” síðu á Facebook. Það getur verið mjög erfitt fyrir fyrirtæki sem eru að koma sér á framfæri ef þau nýta sér ekki samfélagsmiðlana. Sérstaklega á þetta við um ný fyrirtæki. Facebook er einn stærsti samfélagsmiðillinn í dag en þar eru sérstakar síður ætlaðar fyrirtækjum. Við veltum því fyrir okkur af hverju er nauðsynlegt að hafa tvenns konar tegundir af Facebook síðum og hvaða áhrif hafa þessar síður. Facebook er samfélagsmiðill stofnaður af Mark Zuckerberg 4. febrúar 2004, en viðskiptasíðurnar litu ekki dagsins ljós fyrr en árið 2007 [1]. Á Facebook eru um 1.490 milljón notendur sem samsvarar 21% af mannkyninu, en samfélagsmiðillinn er metin á 245 biljóna virði í dag [2]. Því er auðvelt að sjá að fyrirtæki geta misst af stórum markaðshóp með því að vera ekki virk á þessum samfélagsmiðli.
Kuuki er Áströlsk lista- og hönnunarstofa sem tengir hefðbundin listform eins og líkön, teikningar, málverk, ljósmyndir og tísku við stafræna tækni. Þau nota mikið uppljómunartækni á skúlptúra sem og aðrar upplifanir með tækni eins og lifandi gögnum, innbyggðum myndavélum og skynjurum til þess að byggja sterka tengingu milli listaverksins, staðsetningar þess og áhorfendans (Kuuki, e.d.).
Nemendur og prófessorar við MIT hafa hannað Origami vélmenni sem hægt er að prenta út. Það er um 1 cm á lengd, byrjar sem flöt, þunn plastfilma og bregst við hita með því að brjóta sig sjálft saman. Vélmennið vegur aðeins um þriðjung af grammi og getur það synt, klifrað upp halla, farið í gegnum erfiðar leiðir, borið tvöfalda þyngd sína o.fl.