Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Kuuki er Áströlsk lista- og hönnunarstofa sem tengir hefðbundin listform eins og líkön, teikningar, málverk, ljósmyndir og tísku við stafræna tækni. Þau nota mikið uppljómunartækni á skúlptúra sem og aðrar upplifanir með tækni eins og lifandi gögnum, innbyggðum myndavélum og skynjurum til þess að byggja sterka tengingu milli listaverksins, staðsetningar þess og áhorfendans (Kuuki, e.d.).
Nemendur og prófessorar við MIT hafa hannað Origami vélmenni sem hægt er að prenta út. Það er um 1 cm á lengd, byrjar sem flöt, þunn plastfilma og bregst við hita með því að brjóta sig sjálft saman. Vélmennið vegur aðeins um þriðjung af grammi og getur það synt, klifrað upp halla, farið í gegnum erfiðar leiðir, borið tvöfalda þyngd sína o.fl.
Van Gogh-Roosegaarde hjólastígurinn er frumlegasti og listrænasti hjólastígur Hollands en hann var hannaður í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá andláti Vincent Van Gogh. Þessi fallegi 600 metra langi stígur er hluti af 335 kílómetra löngum hjólastíg sem liggur í gegnum bæinn Nord Brabant suður af Eindhoven þar sem Vincent van Gogh bjó frá árunum 1883 til 1885. Á þessum árum málaði hann sín frægustu og þekktustu verk. Hjólastígurinn er hannaður af Daan Roosegaarde í samvinnu við verkfræðistofu Heijmans en Roosegaarde vildi skapa stað þar sem fólk myndi upplifa sérstaka og ljóðræna stemmingu.
Snapchat er einn vinsælasti samfélagsmiðill í heimi. Hér á landi er Snapchat annar vinsælasti samfélagsmiðillinn samkvæmt Capacent Gallup en Facebook trónir á toppnum í notendafjölda. Yfir 100 milljón manns um allan heim nota Snapchat daglega. Snapchat geymir ekki það efni sem fólk sendir og þær sögur sem settar eru þar inn lifa einungis í sólarhring og síðan eru þær horfnar – gleymdar að eilífu.
Rannsóknir sýna að leikskólabörn sem læra að lesa með hjálp spjaldtölvu eru almennt komin lengra í lestri en börn sem hafa lært að lesa með öðrum hefðbundnum aðferðum (1). Mikið hefur verið rætt um notkun spjaldtölva í grunnskólum undanfarið og hafa þó nokkrir skólar hérlendis reynt að nýta þær í kennslu. Erlendis hafa verið gerðar rannsóknir sem hafa sýnt fram á góðan árangur þess að nota spjaldtölvur í kennslu.
Notkun upplýsingatækni í skólum hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár í öllum stigum skólakerfisins. Kennarar notfæra sér tæknina meira þegar þeir setja fyrir verkefni eða hafa samband við nemendur og miðla til þeirra kennsluefni.
Stærsti samfélagsmiðillinn á Íslandi er Facebook. Opinberar stofnanir og fyrirtæki þurfa því að vera virkir þátttakendur þar ef það hentar þeim. Samkvæmt Hagstofu Íslands nota 81,7% netnotenda samfélagsmiðla. Það er því stór hluti þjóðarinnar á samfélagsmiðlum og þar er Facebook langstærsti miðillinn. Ef litið er eingöngu á sýnileika opinberra stofnana á samfélagsmiðlinum Facebook þá er misjafnt hversu sýnilegar stofnanirnar eru og margar eru ekki með síðu á Facebook. En af hverju ættu opinberar stofnanir að vera á Facebook? Hvaða tilgangi þjónar það?
Daglega er talið að rúmlega 600 þúsund Facebook reikningar séu í hættu við að verða fyrir árás tölvuþrjóta og 15% notenda samskiptamiðla hafa tilkynnt að prófíll þeirra hafið verið hakkaður og einn af hverjum tíu segist hafa verið plataður á einhvern hátt í gegnum samskiptamiðla[5]. Árleg velta tölvuglæpa talin vera á bilinu 375-575 milljarða bandaríkjadala árið 2014. Til samanburðar var áætluð velta allra fíkniefnaviðskipta í heiminum rúmlega $400 milljarðar. Fórnarlömb tölvuglæpa eru einstaklingar, fyrirtæki og jafnvel heil samfélög. Samkvæmt skýrslu Ponemon Institute árið 2013 var árlegur meðalkostnaður fyrirtækja vegna tölvuglæpa $11,6 milljónir, eða á bilinu $1.5 til $58 á ári [4]. Talið er að fjöldi þeirra sem verður fyrir tölvuglæpi sé um það bil 560 milljónir manna á ári, sem jafngildir 18 á hverri sekúndu.
Gott upplýsingakerfi getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot með því að minnka kostnað við vörukaup og sölu, bundið viðskiptavini betur við fyrirtækið, auðveldað samninga við vörubirgja, aukið ánægju viðskiptavina o.s.frv.. Í dag eru mörg fyrirtæki með samþætt upplýsingakerfi (Enterprise Resouce Planning) þar sem t.d. sala, innkaup, birgðahald, viðskiptamannabókhald, þjónustustjórnun, búðarkassar, innheimta o.s.frv.. fer fram innan sama kerfisramma. Dæmi um slík kerfi er Dynamics AX, SAP, Oracle, Dynamics NAV ofl. Svona upplýsingakerfi eru blanda af vöru (hugbúnaði) og þjónustu þar sem kerfið þarf að innleiða í fyrirtækinu í ákveðnu ferli. Kerfi geta verið nokkuð mismunandi, það geta verið fleiri uppsetningamöguleikar á kerfinu, og birgjar geta búið yfir mismunandi þekkingu og reynslu.
Hugtökin, upplýsingasamfélagið og upplýsingaröldin (Information Age, Computer Age, Digital Age, eða New Media Age), eru notuð til að lýsa samfélagi okkar í dag þar sem upplýsingatækni styður við gífurlegt flæði upplýsinga og aukið aðgengi að hvers konar þekkingu. Upplýsingasamfélagið hefur verið í umræðu í langan tíma og Machlup er meðal þeirra sem byrjaði umræðu um tækni í samfélaginu á sjötta/sjöunda áratugnum. Hann hélt því fram að þekking og upplýsingar væru ný öfl í þróun samfélagsins um 1960. Síðan þá hefur þróun nýrrar tækni verið til umræðu og rannsóknar og áhrif af þessu mikla flóði upplýsinga og greiðari aðgangs, ekki bara að þekkingu heldur einnig sköpun nýrrar þekkingar. Þessi umræða leiddi af sér hugtakið upplýsingasamfélagið.