Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Daglega er talið að rúmlega 600 þúsund Facebook reikningar séu í hættu við að verða fyrir árás tölvuþrjóta og 15% notenda samskiptamiðla hafa tilkynnt að prófíll þeirra hafið verið hakkaður og einn af hverjum tíu segist hafa verið plataður á einhvern hátt í gegnum samskiptamiðla[5]. Árleg velta tölvuglæpa talin vera á bilinu 375-575 milljarða bandaríkjadala árið 2014. Til samanburðar var áætluð velta allra fíkniefnaviðskipta í heiminum rúmlega $400 milljarðar. Fórnarlömb tölvuglæpa eru einstaklingar, fyrirtæki og jafnvel heil samfélög. Samkvæmt skýrslu Ponemon Institute árið 2013 var árlegur meðalkostnaður fyrirtækja vegna tölvuglæpa $11,6 milljónir, eða á bilinu $1.5 til $58 á ári [4]. Talið er að fjöldi þeirra sem verður fyrir tölvuglæpi sé um það bil 560 milljónir manna á ári, sem jafngildir 18 á hverri sekúndu.
Gott upplýsingakerfi getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot með því að minnka kostnað við vörukaup og sölu, bundið viðskiptavini betur við fyrirtækið, auðveldað samninga við vörubirgja, aukið ánægju viðskiptavina o.s.frv.. Í dag eru mörg fyrirtæki með samþætt upplýsingakerfi (Enterprise Resouce Planning) þar sem t.d. sala, innkaup, birgðahald, viðskiptamannabókhald, þjónustustjórnun, búðarkassar, innheimta o.s.frv.. fer fram innan sama kerfisramma. Dæmi um slík kerfi er Dynamics AX, SAP, Oracle, Dynamics NAV ofl. Svona upplýsingakerfi eru blanda af vöru (hugbúnaði) og þjónustu þar sem kerfið þarf að innleiða í fyrirtækinu í ákveðnu ferli. Kerfi geta verið nokkuð mismunandi, það geta verið fleiri uppsetningamöguleikar á kerfinu, og birgjar geta búið yfir mismunandi þekkingu og reynslu.
Hugtökin, upplýsingasamfélagið og upplýsingaröldin (Information Age, Computer Age, Digital Age, eða New Media Age), eru notuð til að lýsa samfélagi okkar í dag þar sem upplýsingatækni styður við gífurlegt flæði upplýsinga og aukið aðgengi að hvers konar þekkingu. Upplýsingasamfélagið hefur verið í umræðu í langan tíma og Machlup er meðal þeirra sem byrjaði umræðu um tækni í samfélaginu á sjötta/sjöunda áratugnum. Hann hélt því fram að þekking og upplýsingar væru ný öfl í þróun samfélagsins um 1960. Síðan þá hefur þróun nýrrar tækni verið til umræðu og rannsóknar og áhrif af þessu mikla flóði upplýsinga og greiðari aðgangs, ekki bara að þekkingu heldur einnig sköpun nýrrar þekkingar. Þessi umræða leiddi af sér hugtakið upplýsingasamfélagið.
Nemendur í Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík (CADIA) eru að vinna með CCP hf. og svissneska sprotafyrirtækinu „Massively Multiplayer Online Science „ (MMOS) Sàrl í að því að nýta aðgerðir spilara í tölvuleiknum EVE Online til að leysa raunveruleg fræðileg vandamál. Til dæmis munu spilarar geta merkt myndir af frumum úr „Human Atlas Project“ (www.proteinatlas.org), og þannig flýtt fyrir líffræðilegum rannsóknum og fengið fyrir það verðlaun í leiknum.
Faghópur um vefstjórnun hefur gert það að árlegum viðburði að fá fulltrúa nokkurra vefja sem hljóta vefverðlaun á SVEF til að segja frá ferlinu við vefsmíðina. Á fundi í vor voru flutt erindi um fimm vefi (samgongustofa.is, dominos.is, heilsuvera.is, hvaderibio.is og blær.is). Eftirfarandi er samantekt af fundinum.
Frá því að verkfræði varð til sem sérstök faggrein á 19. öldinni og fram yfir miðja 20. öld, byggði kennsla verkfræðigreina á hagnýtri nálgun. Helstu kennarar í faginu voru verkfræðingar með mikla reynslu af rekstri eða hönnun sem fóru inn í háskólana og miðluðu af reynslu sinni til næstu kynslóðar. Á sjötta áratug síðustu aldar hófst sú þróun að lögð var aukin áhersla á vísindalegar undirstöður verkfræðinnar. Þetta varð til þess að tækniþróun fleygði fram en þýddi um leið að tengingin við iðkendur í faginu minnkaði, þar sem minna varð um að kennarar hefðu unnið í iðnaði, en sífellt fleiri lögðu stund á rannsóknir.
Nú er vonandi komið sumar og því ætlar ritnefnd Tölvumála að skella sér í sumarfrí fram yfir Verslunarmanahelgi. Við vonum að allir lesendur okkar nýti þennan tíma til að skrifa fyrir vikulega pistla okkar sem og fyrir prentaða útgáfu sem kemur út í haust. Þemað er hönnun og endurhönnun á hugbúnaði en annað efni er auðvitað vel þegið. Og eins og fram hefur komið áður þá getum við allraf bætt við góðu fólki í ritnefndina.
Google byrjaði sem lítil leitarvél á netinu sem hefur stækkað ört og er orðið eitt stærsta fyrirtæki í heiminum. Orðið að “gúggla” er meira að segja sögn í Íslensku. Fyrir daga Google, þurftu nemendur að leita sér upplýsinga í bókum á bóksöfn eða leita uppi fólk sem hafði upplýsingarnar.