Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Í þessari grein verður fjallað um þau rannsóknarverkefni sem ég hef fengist við og snúa að máltækni og talmerkjafræði. Skýrðar verða lauslega út ástæður þess að ég valdi mér þessi viðfangsefni og af hverju mér finnst þau vera mikilvæg. Einnig verður lýst hvað er að gerast á þessu sviði á Íslandi og hvað mér finnst þurfi að gerast í þessum málum til þess að við sem búum á þessu landi og viljum nota íslensku, getum átt sömu möguleika og tækifæri og aðrir sem búa á stærri málsvæðum.
Á síðustu árum hafa félagsmiðlar orðið stærri hluti af daglegu lífi okkar en margir vilja horfast í augu við. Rannsóknir á áhrifum þess og á samspili okkar við miðlana eru tiltölulega nýtt viðfangsefni og því lítið kannað. Í vikunni rakst ég á skemmtilega grein sem nú fer ljósum logum um netið. Höfundur hennar er Mat Honan pistlahöfundur á vefmiðlinum Wired en greinin fjallar um tilraun sem hann gerði á Facebook-aðgangi sínum. Tilraunin var einföld: Mat ákvað að læka allt á Facebook sem yrði á vegi hans, þegar hann færi þar inn í tvo sólahringa, og sjá hvaða afleiðingar það hefði. Tilraunin reyndist breyta miðlinum meira og hraðar en hann grunaði.
Í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík þróuðu þau Carsten Petersen, Róbert Gunnarsson og Sigurrós Soffía Kristinsdóttir aðferð þar sem notast er við vélrænan lærdóm og gervigreind til að flokka gögn úr ársskýrslum íslenskra fyrirtækja.
Blindir og sjónskertir urðu snemma tölvuvæddir, enda kostir rafvæðingar augljósir þar sem með tölvum er auðveldlega hægt að stjórna leturstærð og birtuskilyrðum. Skjal sem er prentað út er algjörlega óaðgengilegt fyrir sjónskertan einstakling getur með einföldum aðgerðum orðið aðgengilegt í rafrænu formi. Með þróun talgervla og aukinni áherslu á aðgengi í forritun verður tölvutæknin aðgengileg blindum á eigin móðurmáli og báðir hópar standa jafnfætis sjáandi þegar kemur að t.d. ritvinnslu. Þetta aukna aðgengi tryggir blindum og sjónskertum atvinnu- og námstækifæri sem áður voru óhugsandi eða öllu falli mjög erfið. Blindir og sjónskertir ættu nú að geta sinnt til dæmis öllum skrifstofustörfum, án þess að lenda í vandræðum.
Sérkennslutorg er starfssamfélag á neti fyrir kennara, þroskaþjálfa og aðra sem kenna nemendum með sérþarfir. Sérkennslutorg er hluti af MenntaMiðju sem sett var á stofn síðastliðið haust. Með vaxandi þörf á góðu aðgengi að kennsluefni, hugmyndum og þekkingu sem hentar í einstaklingsmiðuðu námi er áhugavert að byggja upp starfssamfélag þeirra sem kenna nemendum með sérþarfir. Sérkennslutorgið er meðal annars fjölbreyttur og sjónrænn vefur. Þar er að finna fróðleik og gagnlegt efni um aðferðir og gögn sem hægt er að nýta við kennslu. Torgið teygir anga sína einnig inn á samfélagsmiðla og hafa hópar á Facebook verið einkar gagnlegur vettvangur fyrir samstarf kennara. Það á meðal annars við í tengslum við þá miklu grósku sem tengist vinnu með spjaldtölvur í sérkennslu.
Frá haustinu 2008 hefur hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og stofnana verið í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á tæknivæðingu í viðskiptum með það að markmiði að skila ábata fyrir viðskiptaaðila. Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) og ICEPRO stilltu fyrir þremur árum upp sameiginlegri stefnu um rafvæðingu viðskiptaferla sem skyldi framfylgja á árunum 2010 til 2012. Stefnan byggði á þeirri framtíðarsýn að í ársbyrjun 2013 væri grunngerð rafrænna innkaupa innleidd á Íslandi. Nú þegar þessu tímabili er að ljúka er rétt að líta um öxl og meta stöðu mála.
Framþróun á rafrænni tækni og þjónustu fleygir ört fram. Ýmsum daglegum erindum sem áður var sinnt í gegnum persónuleg samskipti eru í dag leyst með gagnvirkum rafrænum hætti. Viðvera á staðnum í eigin persónu er ekki lengur forsenda fyrir veitta þjónustu. Með rafrænni tækni er þjónustan færð til viðskiptavinarins sjálfs. Gagnvirknin skapar óendanlega marga möguleika sem eru enn að þróast meðal annars með tilkomu snjalltækninnar. Hlutverk neytenda er að breytast, sjálfsafgreiðslan er orðin almennari. Íslendingar eru taldir vera framarlega á sviði tölvu- og netnotkunar og aðgengi fólks að tölvum er gott. Neytendur nútímans geta nýtt sé margvíslega þjónustu með símann einan að vopni; þeir geta til að mynda pantað sér miða í leikhús, bókað ferð til útlanda og sinnt helstu bankaviðskiptum og erindum innan stjórnsýslunnar . Þrátt fyrir þessa gríðarlegu umbyltingu hefur hún enn ekki náð að festa sig í sessi innan heilbrigðisþjónustunnar og þá sérstaklega þess sviðs sem er snýr að sjálfsafgreiðslu viðskiptavinarins.
Stundum þá detta inn tæknimolar sem kalla á frekari skoðun. Nýlega kom einn starfsfélagi minn og sagði mér frá SPDY. Eftir að hafa rætt þetta í nokkrar mínútur var mér ljóst að þetta þyrfti ég að skoða betur. SPDY (sem er jú borið fram sem Speedy á ensku) er frumkvæði sem kemur frá Google eins og svo margt annað. SPDY er leið til að gera vefinn sem við notum alla daga hraðvirkari og þá sérstaklega vefefni sem er miðlal með HTTPS. Þetta er frekar tæknilegt mál og því mun þessi pistill ganga út frá að lesandinn hafi grunnþekkingu á tölvusamskiptum og þá sérstaklega HTTP yfir TCP/IP.