Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Stjórnvöld gera kröfur til matvælaframleiðenda um rekjanleika í framleiðsluferlinu. Í Evrópulöndum og á Íslandi snýr þetta meðal annars að tvennu:
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið, fyrir hönd ríkisins, að allir reikningar vegna seldrar vöru og þjónustu skuli vera á rafrænu formi frá og með 1. janúar 2015. Þetta fyrirkomulag skal gilda um alla reikninga birgja til ríkisstofnana og reikninga ríkisins til lögaðila.Með þessu áskilur ríkið sér rétt til að kalla eftir rafrænum reikningum frá birgjum, til áréttingar má benda á að ákvæði þess eðlis er nú þegar að finna í öllum rammasamningum.
Það má einfalda og bæta alla vefi, sama hversu góðir þeir eru. Það kann að hljóma frekar einfalt en einfaldleikinn er ekki alltaf auðfenginn. Við þurfum að streða til að gera hluti einfalda. Opinberir vefir glíma við ýmsar áskoranir. Ég ætla að gera tvær að umtalsefni í þessari grein, forgangsröðun og vefstjórn.
Árið 2012 var svokallað Turing ár en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Alan Turing. Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (ICE-TCS) skipulagði fyrirlestraröð þar sem fjallað var um líf og störf Alan Turing. Ákveðið var að halda áfram á sömu braut og halda fyrirlestraröðina, Pearls of Computation, þar sem fjallað er um einstaklinga sem hlotið hafa hin virtu Turing verðlaun eða önnur virt verðlaun á sviði tölvunarfræðinnar. Edsger Wybe Dijkstra hlaut Turing verðlaunin árið 1972 og er einn þeirra sem fjallað var um í þessum fyrirlestrum. Hægt er að nálgast glærur af flestum fyrirlestrum á slóðinni http://www.icetcs.ru.is/poco.html.
Í kjölfarið af snjallsíma- og spjaldtölvubyltingunni sem hófst fyrir nokkrum árum síðan má segja að nýtt skeið í rekstri tölvukerfa og upplýsingatæknisviða hafi byrjað víða um heim. Það sem margir í dag kalla neytendavæðingu upplýsingatækniiðnaðarins kristallast í hugtaki sem heyrist æ oftar hjá fyrirtækjum.
Íbúar landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa aðgang að almannatryggingum hvar sem er á EES svæðinu. Vegna þessa hafa almannatryggingastofnanir landanna, s.s Tryggingastofnun (TR), með sér samstarf og skiptast á skjölum og upplýsingum við afgreiðslu mála. Samskiptin hafa farið að mestu fram með svokölluðum E-vottorðum sem send eru í bréfapósti. Um 200 tegundir af E-vottorðum hafa verið í notkun. Dæmi um E-vottorð eru tilkynning um ákvörðun varðandi umsókn um lífeyri (E-210) og vottorð um tímabil sem skal taka tillit til við úthlutun atvinnuleysisbóta (E-301).
Eins og flestir hafa kynnst er Internetið hafsjór upplýsinga. Margir kannast við hið fræga Technet sem Microsoft heldur úti og kennir þar ýmissa grasa. Hér hafa verið teknir saman nokkrir punktar bæði af þeim ágæta vef og úr reynslubanka höfundar sem varða það hvernig samstilling eða samkeyrsla gagna fer fram í Active Directory (e. active directory replication). Þetta er efni sem ekki margir kynna sér. Það getur verið vegna tímaskorts eða af öðrum ástæðum. En fróðlegt er að skoða aðeins nánar hvernig lénastjórar (e. domain controllers) tala sín á milli og hvernig þeir fá upplýsingar um breytingar sem gerðar eru í Active Directory umhverfinu.
/sys/tur er félag kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Félagið var stofnað í haust af Áslaugu Eiríksdóttur, Elísabetu Guðrúnar- og Jónsdóttur, Helgu Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur, nemendum við Háskólann í Reykjavík. Markmiðið með stofnun /sys/tra er að skapa vettvang fyrir stelpur þar sem þær geta fjallað um nördalega hluti án þess að hafa áhyggjur af því að fá á sig ljóskustimpilinn. Félagið er opið öllum stelpum innan tölvunarfræðideildarinnar.
Eins og góðkunnugt er þá hefur á undanförnum árum átt sér stað bylting í þróun símtækja með tilkomu snjallsímans. Snjallsímar virðast vera orðnir þungamiðja í daglegum samskiptum fólks og virðast margir vart geta slitið sig frá tækinu meira en 10 mínútur í senn - ef marka má tilkynningar tæknirisans IBM á fréttamiðlum landsins. Í snjallsíma hefur einstaklingur tölvu, síma, dagbók, GPS tæki, tónlistaspilara, myndavél, leiktæki og tækifæri til skilaboðasamskipta - allt í vasanum. Sumir hafa gengið svo langt að segja að á næstu árum muni nánast allt fara í gegnum farsíma og að þeir muni jafnvel taka við af tölvum þegar kemur að einkanotkun (Anthony, 2012).