Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Gísli Þór Ólafsson og Ragnar Þór Ásgeirsson eru nemar í rafmagnstæknifræði við tækni- og verkfræðideild HR. Þeir hafa undanfarnar vikur þróað eftirlitskerfi fyrir ungabörn sem þeir ætla að sýna gestum á Tæknidegi deildarinnar þann 16. maí nk. „Hugmyndin kom til vegna minnar eigin reynslu, mér datt þetta í hug þar sem eignaðist barn fyrir ekki svo löngu,“ segir Ragnar Þór.
Tölvuský eru í dag ekki ný af nálinni. Almenningur hefur verið að nýta sér slíka þjónustu undanfarin ár með notkun lausna eins og t.d. Facebook, Dropbox eða Onedrive og eru ský, í einhverri mynd, að verða partur af daglegu lífi fólks.
Sögu upplýsingatækni á Íslandi hafa ekki verið gerð fullnægjandi skil og Öldungadeildi Ský telur mjög brýnt að skrásetja þróun og sögu upplýsingatækni á Íslandi frá upphafi til 2008-2010 enda hefur þessi tækni gjörbreytt mörgum atvinnugreinum (t.d. bankastarfsemi og fiskvinnslu) og skapað nýjar svo sem hugbúnaðarfyrirtæki og hátækni framleiðslufyrirtæki eins og Marel og Össur.
Innri vefur fyrirtækja , einnig oft nefnt innranet, er mikilvægur en oft vanmetinn þáttur í upplýsingamiðlun og almennt í rekstri fyrirtækja. Innri vefir hafa átt í vök að verjast, eru oftar en ekki neðarlega í forgangi og virðingu en breytinga er þörf. Þurfa öll fyrirtæki að setja upp innri vef? Er nægilegt að hafa sameiginlegt svæði fyrir skjöl, senda út vikuleg skilaboð í tölvupósti og láta félagslífið í hendur samfélagsmiðla eins og Facebook? Eins og með svo margt annað þá veltur svarið á samhenginu, t.d. geta lítil fyrirtæki (< 50 manns) líklega komist af án sérstaks innri vefs og farið þessa leið sem nefnd er að ofan.
Við þekkjum vel þá tilhneigingu að til að geta sagt eitthvað um hvar við stöndum sem einstaklingar eða fyrirtæki þá er algengast að bera sig saman við aðra í gegnum kannanir eða rannsóknir og ekki er nú lakara ef slíkar kannanir koma erlendis frá, t.d frá Gartner eða sambærilegum aðilum. Í þessum pistli hef ég tekið saman efni úr tveimur slíkum könnunum sem hafa komið út eftir áramótin og handvaldi nokkrar niðurstöður sem geta verið áhugaverðar fyrir okkur sem vinnum í upplýsingatæknigeiranum.
Þegar ég kynni kosti frjáls hugbúnaðar fyrir skólum, stofnnunum eða fólki af götunni mæta mér oftar en ekki eftirfarandi svör.