Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Mikið er talað um öryggi á vefnum og þá oftar en ekki þá grípa með til SSL sem aðferð til að tryggja sitt öryggi og öryggi þeirra gagna sem er að fara á milli notenda og vefsins sem þeir eru að nota hverju sinni. Fyrir flesta þá er þetta gagnsætt ferli, þegar heimsóttur er vefur sem vil SSL öryggi þá kemur HTTPS:// fremst í slóðina, oft með litlum lás fyrir framan. En vandamálið er að SSL er ekki bara SSL heldur er hægt að velja hvaða öryggisstaðla skal nota sem hafa þróast mikið á undanförnum árum. Þannig að SSL er ekki bara SSL heldur líka hvaða útfærslu af SSL viðkomandi vefsvæði notar.
Dr. Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands, birti ásamt samstarfsmönnum sínum, grein á alþjóðlegri ráðstefnu í Portúgal í sumar. Í ritgerðinni er tímamótarannsóknum á sviði gervigreindar lýst, þar sem sýndarvélmennið S1 er í aðalhlutverki.
Heilmyndir (e. Hologram) hafa um langt skeið verið þekktar í vísindaskáldskap en uppfinninguna má rekja aftur til fimmta áratugsins til bresk-ungverska eðlisfræðingsins Dennis Gabor [1]. Í dag eru heilmyndir notaðir víða í listrænum tilgangi hjá tónlistarfólki, í kvikmyndum og víðar.
Mikil aukning hefur verið á tölvuteiknuðum bíómyndum síðastliðinn áratug en hver mynd getur tekið á bilinu 3-5 ár að framleiða með öllu þar sem að vinnan sem fer í að teikna heiminn og karakterana er gríðarlega mikil. Listamennirnir vinna í teymum við misjöfn verkefni. Það þarf að teikna upp allan söguþráð myndarinnar til að sjá hvort að myndin sé ekki heilsteypt og flæði vel, einnig kallað að gera "storyboard". Aðrir sjá um að "módela", lýsingu, skugga, liti og margt fleira.
Yngvi Björnsson er ný tekinn við sem forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík (HR) en hann lauk doktorsprófi í tölvunarfræði árið 2002 frá Háskólanum í of Alberta, þar sem hann starfaði í framhaldinu þangað til hann kom til stafa við HR árið 2004. Tölvunarfræðideild HR er stærsta tölvunarfræðideild landsins og gegnir því lykilhlutverki í menntun tölvunarfræðing á Íslandi. Mér þótti því áhugavert að heyra um framtíðarsýn hans á nám í tölvunar- og upplýsingafræði hér á landin og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Í pistli sem birtist í vefútgáfu Tölvumála í ágúst 2013 (Sigrún Helgadóttir 2013) var greint í stórum dráttum frá vinnu við máltækni á Íslandi frá síðustu aldamótum. Sérstaklega var greint frá verkefninu META-NORD. Í tengslum við það verkefni var komið á fót sérstöku vefsetri http://www.málföng.is. Þar eru nú aðgengileg margvísleg málföng. Í tengslum við verkefnið voru einnig skráð lýsigögn um 23 málföng í sérstaka META-SHARE gagnahirslu (http://metashare.tilde.com/). Eins og greint var frá í vefgreininni er orðið málföng nýyrði, þýðing á enska heitinu language resources og er myndað með hliðsjón af orðunum tilföng og aðföng. Í þessari grein verður sagt frá helstu málföngum sem eru aðgengileg á http://www.málföng.is.
Þessi titill lýsir vel því umhverfi sem hugbúnaðargerð er að glíma við i dag. Flestir ef ekki allir eru að hanna og forrita veflæg kerfi sem þurfa að geta sinnt allskonar endabúnaði á hverskyns netum. Á sama tíma þurfa þessi kerfi að keyra í „skýinu“ og þurfa að geta annað miklu álagi og skilað góðum afköstum. Einnig krefjast notendur sífellt styttri „afgreiðslutíma“ á nýjungum og/eða lagfæringum.
„Bæði list og stærðfræði snúast um að hafa hugmynd og að koma henni í framkvæmd með sannfærandi hætti; að leysa afmarkað vandamál eða dæmi þar sem lausnin þarf að vera góð og jafnvel falleg. Í raun má ekki greina á milli vísinda og lista því stærðfræðin sjálf er listform.“ -Erik Demaine
Fyrsti fundur faghóps um vefstjórnun í haust fjallaði um mikilvægi vefstefnu og bar yfirskriftina “Er vefstjórinn forstjóri í þínu fyrirtæki? - Um mikilvægi skýrrar vefstefnu”. Fundurinn var mjög vel sóttur eða liðlega 140 manns skráðir. Þessi áhugi vakti nokkra athygli stjórnar faghópsins jafnvel þó að sannfæring væri fyrir því að efnið væri áhugavert og myndi ekki aðeins höfða til vefiðnaðarins heldur einnig stjórnenda í fyrirtækjum. Fyrir einhverjum árum hefði þurft að segja manni það tvisvar að hálft annað hundrað myndi sýna sig á fundi þar sem vefstefna væri þemað en af eigin reynslu þá hefur verið heldur torsótt að fá stuðning, bæði tíma og fjármagn, í að vinna vefstefnu. En þetta sýnir að það er vaxandi eftirspurn eftir fróðleik um vefmál, mikilvægi vefmála og rafrænnar þjónustu er að aukast í fyrirtækjum og stofnunum.