Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Vefstjóri í fyrirtæki þarf ekki að búa yfir yfirgripsmikilli tækniþekkingu, það er misskilningur og mýta frá gamalli tíð þegar kerfisstjórar voru í reynd vefstjórar. Almennt gætir mikils misskilnings um hlutverk vefstjóra. En hvað sem þessu liður þá þarf vefstjóri að afla sér lágmarksþekkingar og ekki síst þekkja grundvallaratriðin í HTML og lykilhugtök til að geta átt samskipti við tæknimenn.
Ólöglegt niðurhal á afþreyingarefni virðist vera almenn og hversdagsleg iðja nú til dags og bendir margt til þess að það sé raunveruleiki sem við munum búa við lengi. Í þessari grein verður fjallað um tvo mikilvæga þætti ólöglegs niðurhals, en það er annars vegar skráarskiptahugbúnaðurinn sem notaður er til verksins og hinsvegar áhrif iðjunnar á afþreyingariðnaðinn. Fjallað verður um uppruna og þróun jafningjaneta (e. peer-to-peer networks) og um skáarskiptahugbúnað sem byggir á þeirri tækni. Þá verður einnig reynt að varpa ljósi á mikilvæga spurningu – er ólöglegt niðurhal að ræna afþreyingariðnaðinn af tekjum?
Í gegnum árin hafa kvikmyndir byggðar á vísindaskáldsögum alltaf laðað að. Þegar rýnt er í lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma eru 5 af 10 efstu vísindaskáldsögur. Í mörgum af þessum myndum sjáum við tækni sem ekki er til í raun og veru. Við gerð stærstu myndanna er fjöldi fræðimanna fenginn til að spá fyrir um það hvernig tæknin gæti verið á tíma myndarinnar. Þeim tekst misvel að spá fyrir um tæknina. Stundum hafa þeir rétt fyrir sér en oftar en ekki fara þeir aðeins fram úr sér. Hér fyrir rýnum við 5 kvikmyndir sem okkur þótti hafa skarað fram úr í því að spá fyrir um tækni framtíðarinnar.
Tilgangurinn með þessari grein er að fjalla um þær breytingar sem orðið hafa á upplýsingatækninni til hagsbóta fyrir hótel og veitingahús sem eru farinn að nýta sér hana í auknum mæli. Fjallað verður um hvernig hótel og veitingahús geta nýtt sér til spjald tölvur og snjallsíma væðinguna. Fyrsti hlutinn er um forsöguna, til að átta sig á hvað var notað áður en spjaldtölvurnar (e.tablet) og snjallsímarnir (e.Smartphone) urðu svona útbreiddir. Síðan verður aðal umfjöllunarefnið hagnýting spjaldtölva og snjallsíma fyrir hótel og veitingarekstur. Einnig verður skoðað hvaða áhrif þetta hefur haft og mun hafa í framtíðinni og hvernig rekstraraðilar sjá framtíðina fyrir sér.
Mikið er talað um öryggi á vefnum og þá oftar en ekki þá grípa með til SSL sem aðferð til að tryggja sitt öryggi og öryggi þeirra gagna sem er að fara á milli notenda og vefsins sem þeir eru að nota hverju sinni. Fyrir flesta þá er þetta gagnsætt ferli, þegar heimsóttur er vefur sem vil SSL öryggi þá kemur HTTPS:// fremst í slóðina, oft með litlum lás fyrir framan. En vandamálið er að SSL er ekki bara SSL heldur er hægt að velja hvaða öryggisstaðla skal nota sem hafa þróast mikið á undanförnum árum. Þannig að SSL er ekki bara SSL heldur líka hvaða útfærslu af SSL viðkomandi vefsvæði notar.
Dr. Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands, birti ásamt samstarfsmönnum sínum, grein á alþjóðlegri ráðstefnu í Portúgal í sumar. Í ritgerðinni er tímamótarannsóknum á sviði gervigreindar lýst, þar sem sýndarvélmennið S1 er í aðalhlutverki.