Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Oft getur tölvutæknin nýst vel í námi og leik, en ekki síður getur tölvutæknin nýst til að aðstoða þá sem stríða við heilabilun eða aðra minnistengda sjúkdóma, sem gera fólki erfitt fyrir að lifa sjálfstæðu lífi. Undanfarin áratug hefur verið vaxandi áhugi hjá heilbrigðisgeiranum og hugbúnaðarsérfræðingum að þróa tækni sem getur aðstoðað fólk með skerta minnishæfileika eða aðra fötlun til að lifa sjálfstæðu lífi. Fólk sem þjáist af heilabilun eins og t.d. alzheimer þarf oft mikla aðstoð við daglegt líf. Það þarf að skipuleggja dagana og mánuðina eins og t.d. læknisheimsóknir, sjúkraþjálfun, æfingar og daglegar athafnir sem þarf að framkvæma og minna svo viðkomandi á allt saman reglulega svo ekkert gleymist.
Bylting tölvutækninnar síðustu 30 árin eða svo hefur breytt mörgu í okkar daglega lífi og þá aðallega framþróun veraldarvefsins sem hefur haft mikil áhrif á samskiptahætti, neyslu og atvinnu okkar. Ein birtingarmynd þess er hve neysla almennings á tónlist hefur breyst mikið. Flestir eru með hörðu diskana sína, I-poda og jafnvel snjallsíma troðfulla af tónlist, myndum og öðru efni sem það hefur sótt á veraldarvefinn og í flestum tilfellum ólöglega. En hvernig hófst þetta allt saman?

Netið býður upp á óteljandi margar sölusíður víðsvegar um heiminn og hægt er að fjárfesta í nánast hverju sem í gegnum netið. Sölusíður hafa aldrei verið fleiri heldur en núna og varla væri möguleiki að komast yfir allar þær síður sem til eru. Þetta viðfangsefni er gríðarlega víðtækt og áhugavert væri að skoða mun fleiri netsíður í framhaldi og mismunandi möguleika þeirra. Hér ætlum við að taka fyrir tvær virkar sölusíður á Íslandi og tvær erlendar sölusíður sem bjóða uppá sölu og þjónustu. Höfundar höfðu það að markmiði að finna erlendar sölusíður sem eru með ólíku móti heldur en þær sem eru hér á landi. Flestir þekkja Amazon og Ebay sem eru stærstu sölusíður heims, hinsvegar vildu höfundar ekki taka þessar síður fyrir hér heldur frekar að finna einhverjar minna þekktar sölu-og þjónustusíður.
Robotics is a fairly new division of technology that deals with the construction, design, operation and application of robots and consists of combinations of i.e. electronics, mechanics and computer programming (Daintith & Wright, 2008). Nowadays robots are very versatile, smart and clever, which leads to the fact that robots are one of the largest growing and most evolving technological devices in the world. Saving labour, improving quality, preventing human-error mistakes and performing dangerous jobs are four important reasons to use robots. Let´s also not forget that robot´s main agenda is to make human´s life easier and safer. As of today robots are used in many various environments such as factories, homes, hospitals, educational institutions, restaurants, armies and many others.
Við búum í heimi þar sem sífellt fleiri eiga við einhverskonar lífstílsjúkdóma að stríða. Rekja má 86% dauðsfalla í Evrópu til langvinna lífstílssjúkdóma (Hannes Hrafnkelsson, 2013). Aukin kyrrseta og aukinn aðgangur að skyndibita hefur m.a. stuðlað að því að offita eykst á Íslandi eins og annarsstaðar í heiminum. Í þjóðfélagi þar sem allt þarf að gerast hratt hefur neysla á skyndibita aukist gífurlega. Það lítur hins vegar út fyrir að næringarvitund jarðarbúa hafi ekki fylgt aukinni neyslu eftir. Óhætt er að segja að allflestir geri sér grein fyrir að pitsur og hamborgarar séu ekki heilsufæði en hins vegar er hugsanlegt að fólk geri sér ekki fyllilega grein fyrir hversu óhollur slíkur matur er. Kyrrseta jarðarbúa er einnig vandamál, vandamál sem hefur aukist samhliða aukinni tækni. Jarðarbúar eyða miklum tíma fyrir framan sjónvarpið, spjaldtölvuna, símann og tölvuna. Í staðinn fyrir að spila fótbolta úti á velli er gripið í FIFA leik. Þótt aukin tækni hafi leitt af sér aukin vandamál er hugsanlegt að hún bjóði einnig upp á ákveðna lausn.