Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna eiga nemendur í 10. bekk að geta „nýtt hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt.“ Til þess að ná þessu markmiði fá þeir 80 mínútur á viku í upplýsinga- og tæknimenntun. Þá fá allar aðrar námsgreinirnar yfir 340 mínútur hver á viku. Þannig fær tæknimenntunin 2,68% af vikulegum kennslutíma. Aðalnámskráin lýsir upplýsinga- og tæknimenntuninni svo: „Undir þetta heyrir m.a. miðlamennt, skólasafnsfræði, tölvunotkun og upplýsinga- og samskiptatækni. [1] Hér er ekki minnst á forritun en samt sem áður eiga nemendur við lok 10. bekkjar að geta „nýtt hugbúnað við forritun“. Í aðalnámskránni er þar að auki sér kafli um upplýsinga- og tæknimennt. Í þeim kafla er ekki minnst á forritunarkennslu sem slíka heldur einungis þá staðreynd að nemandi í 10. bekk eigi að geta forritað. Hvernig hann á að læra það er hulin ráðgáta. Markmið námskránnar eru skýr en hvernig á að ná þeim er heldur erfiðara að sjá.
Í þessari grein verður gerð stutt grein fyrir máltækni og hver staða hennar er á Íslandi. Í annarri grein, sem mun birtast í næstu útgáfu Tölvumála (1. tbl., 38. árgangur), verður sagt frá margvíslegum íslenskum málföngum.
Netumferð á farsímakerfi fór árið 2009 í fyrsta skiptið fram yfir umferð símtala. Það er talið að til ársins 2020 muni eftirspurn eftir stafrænu efni aukast 30-falt. Fleiri og fleiri kaupa tæki sem krefjast mikillar bandbreiddar og til að halda í við þróunina þurfti að búa til eitthvað nýtt. Fjórða kynslóð farsímakerfa er afkvæmið. Snjallsímarnir eru í raun nokkuð heimskir ef þeir hafa ekki nettenginguna til að nærast á stafrænu fóðri. Þrátt fyrir að 3G tæknin geti veitt nokkuð góða tengingu að þá hefur hún ekki alveg náð að skila traustu þráðlausu netsambandi hvar og hvenær sem er.
Þessari grein er ætlað að vera fyrsta grein af fleirum sem fjalla um auðkenningar notenda í tölvukerfum og breytingar sem eru að verða á þeim úrlausnarefnum og kröfum sem fyrirtæki standa frammi fyrir í þeim efnum.
This article aims to highlight the importance of increased public awareness of the security threats in cyberspace. We argue that individuals must increase their vigilance and take appropriate countermeasures to become more secure. The authors define cyberspace as a domain, which like air, land, sea and space, can be used to achieve a host of effects both good and bad.
Ratleikir hafa löngum verið stundaðir þar sem þátttakendur leysa úr þrautum og keppa að því að vera fyrstir að ná settu marki. Með tilkomu snjallsíma er hægt að búa til ratleiki útfrá staðsetningarhnitum og nota skjá símans sem verkefnaborð en fyrirtækið Locatify hefur búið til ratleikjaforritið TurfHunt og vefsíðu þar sem ratleikir eru hannaðir.
Mikið hefur verið rætt undanfarið um niðurskurð í grunnskólum landsins. Það er því miður satt og fallast þá hendur margra sem vilja leiða inn nýjungar í skólana því þeir hafa ekki fjármagn til þess. Nýting upplýsingatækni er eitt af fórnarlömbum þessara leiðinda. Skólarnir eru flestir með einhverjar tölvur, sumir jafnvel með sérstakt tölvuver. Samt er nánast einróma samþykki um það að tölvurnar í skólum landsins séu “orðnar gamlar og hægar”.
Margir hafa velt því fyrir sér að setja upp Certificate Authority (CA) skilríkjaþjónustu í sínum umhverfum og standa þá frami fyrir nokkrum spurningum. Sérstaklega þegar viðkomandi hefur ekki sett upp þjónustuna áður. Ein af þeim spurningum sem fólk stendur líklega hvað oftast frami fyrir er hversu marga þjóna eigi að setja upp og hvort, og þá hvernig, dreifa eigi hlutverkum á mismunandi netþjóna.
Ekki hefur farið á milli mála umræða um stöðu skólanna í samfélaginu. Orð eins og skólaleiði, brottfall og önnur ámóta eru allt of tengd skólunum. Fyrir því eru margar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að skólakerfið er í raun skipulagt í anda iðnbyltingar og verksmiðjureksturs (bjallan hringir) þrátt fyrir að upplýsingaöldin sé löngu hafin. Í daglegu lífi sínu lifir fólk í heimi netsins og tölvutækni meðan skólakerfið er enn skipulagt í grunninn eins og ekkert hafi í skorist (eða lítið a.m.k.). Nú er hins vegar að verða bylting – þökk sé tölvuvæðingunni.