Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Í ensku hefur orðunum education (menntun) og entertainment (skemmtun) verið skeytt saman í orðið edutainment (skemmtimennt). Almenna skilgreiningin er að skemmtimennt sé nám sem hefur verið sett innan ramma skemmtiefnis. Notkun tölvuleikja í kennslu mundi falla undir slíka skilgreiningu. Í leiknum lærast samskipti, hreyfing, skynjun og svo mætti lengi telja. Nokkrar nálganir má nefna sem tengjast því að nota leiki í skólastarfi eins og lærdómur með leik, að læra af mistökum, markmiðasetning í námi, hlutverkaleikir og lærdómur með aðferðum hugsmíðahyggju (Prensky, 2001). Í áratugi hafa fræðimenn skilgreint sambandið á milli hegðunar í leik og námi. Piaget (1977) hélt því fram að í leiknum gætu börn vanist umhverfinu sem þau búa í og það hjálpað þeim að búa til ímyndaðan heim. Kafai (2006) heldur því fram að leikir geti hjálpað nemendum að búa til sínar eigin hugmyndir og þekkingu um leið og þeir leysa úr þrautum leikja.
Allan sólarhringinn, allt árið um kring, eru mörg hundruð félagar í björgunarsveitum tilbúnir til þess að mæta í útköll um allt land. Þegar kallað er út fær björgunarfólk SMS frá Neyðarlínu með grunnupplýsingum um aðgerðina, s.s. málsatvik og staðsetningu. Í dag er undir hælinn lagt hvort og hvernig björgunarfólk svarar þessum boðum sem skapar óvissu í byrjun aðgerða um hvort og hvernig muni takast að bregðast við.
Þeir sem fylgjast með atvinnuauglýsingum hafa örugglega tekið eftir því hve mikið er auglýst eftir vefforriturum. Vefbransinn er í blóma þessa dagana, margt að gerast og spennandi verkefni á öllum vígstöðvum. En bransann vantar fleira fólk og satt best að segja er kominn tími til að háskólar þessa lands taki sig til og skoði þetta betur sem hluta af tölvunarfræðináminu, enda er það umtalað að það sé ójafnvægi milli þarfa atvinnulífs og menntakerfis.
Í gegnum tíðina hefur kennsla yfirleitt farið fram með þeim hætti að kennari hittir hóp nemenda í stofu og með aðstoð töflu reynir hann að kenna þeim efni dagsins. Þetta er hið hefðbundna fyrirlestrarform sem enn í dag er megin uppistaðan í kennslutækni skólanna, þrátt fyrir tilkomu veraldarvefsins og aukinnar tölvuvæðingar.
Vorið 2011 var ég búinn að vera í góðri, traustri vinnu til 5 ára en að þeim tíma liðnum fannst mér þó eins og einhverskonar stöðnun væri að byrja í kollinum. Ekkert skrýtið þegar maður er búinn að ganga nokkrum sinnum í gegnum flest það sem kemur upp í vinnunni.
Þó að við séum ekki af fyrstu kynslóð nörda á Íslandi munum við samt eftir því þegar harðir diskar voru 3gb og ekki var hægt að niðurhala kvikmyndum á stafrænu formi af netinu. Internet var eitthvað sem var skammtað, af foreldrum, í sveitum enda dýrt að nota símalínuna á mínútugjaldinu og ekki hægt að svara símanum ef bóndinn á næsta bæ ætlar að láta vita af færðinni í bæinn, miklu algengara en borgarbörnin halda.
Við þróun á hugbúnaði eru forritarar stundum gagnrýndir fyrir að sjá hlutina of mikið út frá undirliggjandi kerfum. Mjög mikil áhersla er lögð á að gera bakendann vel þar sem öll vinna forritsins fer fram. Sá hluti er prófaður í þaula og reynt að tryggja eins vel og hægt er að allt virki eins og hönnun forritarans gerði ráð fyrir. Forritið er hannað og smíðað út frá þeim útreikningum sem það á að framkvæma. Í grunninn kann þetta að virðast gott verklag, en gallinn er að viðmót forritsins mætir afgangi. Viðmótið er samt það eina sem notandinn sér, í hans augum er forritið ekkert nema glugginn sem hann sér á skjánum.
Viðbættur raunveruleiki eða Augmented Reality (stytting AR) eins og það er kallað á ensku, er ný rauntímatækni sem breytir því hvernig við sjáum heiminn. Við getum hugsað okkur tæknina sem auðgun á raunveruleikanum og því sem við sjáum. Með því að nota tæknina er hægt að draga fram auka upplýsingar úr raunveruleikanum og öllu í kringum okkur. Eina sem þarf til er örgjörvi, myndavél og GPS staðsetningarbúnaður. Allir nýir snjallsímar eru búnir þessu í dag og má búast við aukningu á notkun tækninnar á komandi árum.

