Stoðtæki hafa fylgt manninum í margar aldir. Í upphafi voru þau gerð úr tré, beinum eða málmum en á síðustu áratugum hafa verið tekin í notkun önnur efni, svo sem sílikon og koltrefjar. Þessi nýju efni verja líkamann betur, styðja fjölbreyttari hreyfingu og auka þar með lífsgæði notenda.
Ein af nýjununum í heimi stoðtækja er Bionic tæknin. Bionic stoðtæki eru örtölvustýrð og nýta merki frá nemum, sem mæla t.d. krafta, snúning eða hröðun og nota upplýsingarnar til að stýra hreyfingu gerviliðar t.d. hnjáliðar eða ökla. Dæmi um Bionic vörur eru PROPRIO öklinn, RHEO hnéð og POWER hnéð sem framleidd eru af Össuri hf.