Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Háskólar eiga að vera virkt afl þekkingarsköpunar og með allri þeirri tækni og möguleikum í margmiðlun sem til staðar er í dag ætti að vera hægt að efla nemendur, kennara og rannsakendur í því ferli. En hvernig geta háskólar nýtt sér tækni við miðlun og sköpun þekkingar? Það eru tvö svið sem þarf að skoða vel þegar fjallað er um kennslu og tækni. Annað er svið tækniþróunar og hitt er svið kenninga um nám. Ef við lítum á svið tækniþróunar þá hafa leiðir til miðlunar námsefnis breyst á tiltölulega stuttum tíma. Lestur bóka er enn við lýði en í stuttu máli þá hefur þróunin verið sú að sjónvarpsmiðlun bættist við miðlun þekkingar í gegnum bækur, þaðan færðist náms- og kennsluumhverfi í tölvur og núna í þráðlausan búnað af ýmsum gerðum. Nýjar kenningar, byggðar á eldri grunni, skjóta upp kollinum varðandi það hvernig við lærum og horft er til meiri sjálfsstýringar í námi og gerð sú krafa að námsumhverfi ýti undir virkni í námi. Svokölluð upplýsingaöld er að líða undir lok og öld gagnvirkninnar er að taka við (Brill, Jennifer, M. og Park, Yeonjeong, 2008). Háskólar eru nú þegar orðnir að stórum hluta sýndarstofnanir (e.virtual organizations) því um leið og háskóli bíður upp á fjarnám þá er hann að hluta starfandi í tvívíðum sýndarheimi. Samskipti innan og utan háskóla eru að stórum hluta rafræn og gögn eru geymd í skýjum netheima, þetta breytir því hvernig hægt er að hugsa um nám og kennslu í háskólum.
Hugmyndin að þessari grein kom upp þegar ég var að „taka til“ í símanum mínum og vildi setja það sem mestu máli skipti á aðgengilega staði svo ég væri fljót að nálgast þá. Ég fór að velta því fyrir mér hvaða fídusa og öpp fólk væri að nota og satt best að segja dauðlangar mig stundum að skoða síma vina minna til að fá að vita hvernig þeir eru að nota android símana sína, en ég kann ekki við að hnýsast. Ég er reyndar alltaf að heyra um einhver ný öpp og fer reglulega á Play Store hjá Android til að fylgjast með og ég hala reglulega niður fullt af öppum til að skoða. Sum þeirra fara mjög fljótlega út aftur en önnur haldast inni. Mikið er nú gaman að hafa úr öllum þessum forritum að velja. Það hljóta fleiri en ég að vera forvitnir um það hvað aðrir eru að nota þannig að ég ákvað að ríða á vaðið og uppljósta hér hvaða öpp og fídusa ég nota mest sjálf.
Á síðustu árum hefur upplýsinga- og samskiptatæknin (UST) sífellt meira verið nýtt í háskólastarfi, bæði í dagskóla og í fjarnámi þar sem glærusýningar eru daglegt brauð, námsefni er dreift rafrænt, nemendur skila verkefnum á netinu og hluti samskipta við kennara og samnemendur fer þar fram. Margar áskoranir mæta háskólakennurum sem taka tæknina í sína þjónustu enda er hægt að kalla flesta þeirra nýbúa í þessum tækniheimi. Nemendahópurinn er oftar en ekki mun tæknisinnaðri enda hefur fólk fætt eftir 1980 verið kallað netkynslóðin eða 3G-kynslóðin.
Stoðtæki hafa fylgt manninum í margar aldir. Í upphafi voru þau gerð úr tré, beinum eða málmum en á síðustu áratugum hafa verið tekin í notkun önnur efni, svo sem sílikon og koltrefjar. Þessi nýju efni verja líkamann betur, styðja fjölbreyttari hreyfingu og auka þar með lífsgæði notenda.
