Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.
Á síðustu árum hefur upplýsinga- og samskiptatæknin (UST) sífellt meira verið nýtt í háskólastarfi, bæði í dagskóla og í fjarnámi þar sem glærusýningar eru daglegt brauð, námsefni er dreift rafrænt, nemendur skila verkefnum á netinu og hluti samskipta við kennara og samnemendur fer þar fram. Margar áskoranir mæta háskólakennurum sem taka tæknina í sína þjónustu enda er hægt að kalla flesta þeirra nýbúa í þessum tækniheimi. Nemendahópurinn er oftar en ekki mun tæknisinnaðri enda hefur fólk fætt eftir 1980 verið kallað netkynslóðin eða 3G-kynslóðin.
Stoðtæki hafa fylgt manninum í margar aldir. Í upphafi voru þau gerð úr tré, beinum eða málmum en á síðustu áratugum hafa verið tekin í notkun önnur efni, svo sem sílikon og koltrefjar. Þessi nýju efni verja líkamann betur, styðja fjölbreyttari hreyfingu og auka þar með lífsgæði notenda.
Á árinu 2011 urðu talsverð tímamót sem fóru þó hugsanlega fram hjá flestum. Hér er átt við þann merka atburð að fleiri snjallsímar seldust á síðasta ári heldur en tölvur. Að auki eru yfirgnæfandi líkur á að þessi þróun muni halda áfram og að sölutölur snjallsíma muni skyggja verulega á gengi tölvunnar í framtíðinni. En hvers vegna skiptir þetta máli?
Í dag eru framhaldsskólarnir að koma með tillögur að nýjum námsbrautum í framhaldi af setningu laga árið 2008. Það verður áhugavert að fylgjast með þessum nýju námsbrautum, til dæmis hver verða lokamarkmið brautanna, hvað verður kennt og fyrir hvaða framhaldsnám er verið að undirbúa nemendur.