Skýrslutæknifélag Íslands er félag allra þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Skýrslutæknifélagið, eða Ský eins og það er skammstafað, er félagsskapur, óháður stofnunum þjóðfélagsins eða hagsmunasamtökum. Skýrslutæknifélag Íslands var stofnað árið 1968. Stofnendur félagsins voru liðlega 100 manns. Nú eru fullgildir félagar tæplega níu hundruð.
Markmið Skýrslutæknifélags Íslands
Skýrslutæknifélag Íslands er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni.
Markmið félagsins eru:
Innan félagsins starfa faghópur um árangursríka vefstjórnun, faghópur um fjarskiptamál, Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, faghópur um
öryggismál, öldungadeild sem heldur út söguvef og faghópurinn um UT
konur. Einnig eru starfandi orðanefnd
og siðanefnd. Sjá hér. Á haustdögum er fyrirhugað að stofna faghóp um opinbera
rafræna þjónustu og einnig faghóp um verkefnisstjórnun í
upplýsingatækni.
Ský á fulltrúa í Persónuvernd, FUT, og í verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið (sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins).
1. Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn.
2. Aðstoð við stofnun faghóps innan félagsins.
Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi félagið aðstoða við það.
Félagið yrði t.d. tengiliður faghóps við stjórn Skýrslutæknifélagsins.
3. Áskrift að Tölvumálum. PrentútgáfaTölvumála verður svo gefin út tvisvar á ári og geta
félagsmenn valið um það hvort þeir fái
blaðið sent heim eða ekki.
4. Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins.
553 2460, sky@sky.is eða fylla út þar til gert skráningarform fyrir einstaklingsaðild eða fyrirtækjaaðild.
Skrifstofan
Tímaritið Tölvumál hefur gegnt mikilvægu hlutverki í starfsemi
félagsins. Blaðið kom fyrst út árið 1976 og hefur verið gefið út allt
að fimm sinnum á ári, alls um 200 blaðsíður með efni tengdu tölvunotkun
og upplýsingatækni.
Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélaginu og hægt er
að nálgast eldri tölublöð á skrifstofu félagsins, Engjateig 9. Blaðið kemur út einu sinni til tvisvar á ári í 1200-1500 eintökum.
Ritstjórn velur og ber ábyrgð á efni tímaritsins.
Árið 2008 gerðust Tölvumál aðili að evrópska upplýsingatæknitímaritinu UPGRADE, sem gefið er út af CEPIS, en Ský er aðili að þeim samtökum. Með þessari aðild verður hægt að birta áhugaverðar greinar úr Tölvumálum fyrir stærri lesendahóp í tímaritinu UPGRADE.
Í ritstjórn eru:
Þorvarður Kári Ólafsson, Tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins - thorvardur hjá thjodskra.is, ritstjóri
Guðmundur Pálsson - gudmundur hjá Digital.is
Ásrún Matthíasdóttir - asrun hjá ru.is
Ágúst Valgeirsson - agustv hjá 365.is
Elín Granz - elin hjá ok.is
Davíð Halldórsson - dhalldorsson hjá kpmg.is
Veftímaritið Tölvumál
Ský stendur árlega fyrir fjölda ráðstefna og annarra viðburða.
Hér er yfirlit yfir alla viðburði félagsins og með því að velja viðburð getur þú séð dagskrá hvers viðburðar.
Almennt um viðburði
Viðburðir framundan
Faghópar Skýrslutæknifélags Íslands starfa á sérstökum, afmörkuðum sviðum og skapa félögum vettvang til kynninga, skoðanaskipta og framkvæmda. Hóparnir starfa sjálfstætt í samráði við stjórn Ský. Ávinningur af samstarfi við Ský er m.a. sú margvíslega sérþekking sem er að finna innan félagsins, erlend tengsl og aðstaða og aðstoð sem félagið getur veitt faghópum.
Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu
sjá Fókus
Vefstjórnendur, faghópur um árangursríka vefstjórnun
sjá vefstjórnendur
UT-konur, faghópur UT-kvenna í upplýsingatækni
sjá UT-konur
Öldungadeild , faghópur um varðveislu sögulegra gagna og heimilda um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi
sjá öldungadeild
Faghópur um fjarskiptamál
sjá Fjarskiptahópur
Faghópar
Sjö milljónir ECDL / ICDL nemenda um allan heim
ECDL samtökin fagna því að gefin hafa verið út sjö milljónir ECDL/ICDL
hæfnisskírteina og hafa því yfir 7 milljónum manna um allan heim verið
úthlutað þessu alþjóðlega hæfnisskírteini
European Computer Driving Licence (ECDL fyrir Evrópu en ICDL fyrir
aðrar heimsálfur) kom fyrst á markað 1997 og nú 10 árum síðar eru sjö
milljónir nema skráðir til leiks um allan heim. ECDL skírteinin hafa
þannig skapað sér sérstöðu á heimsvísu. Skírteinin eru fáanleg í 146
löndum og hafa verið þýdd á 38 tungumál. Þau eru alþjóðlega viðurkennd
sem staðlað viðmiðunartól fyrir notendur í upplýsingatækni og hafa
stjórnvöld og alþjóðleg samtök, stofnanir og fyrirtæki tekið þau upp.
Damien O´Sullivan framkvæmdastjóri ECDL samtakanna sagði við útgáfu sjö milljónasta
hæfnisskírteinisins að undanfarin 10 ár hafi ECDL samtökin unnið að því
að bæta tölvulæsi í þjóðfélaginu í þeim tilgangi að veita öllum aðgang
að upplýsingatækni. “Þær sjö milljónir manna sem við erum með á skrá
sýna að við höfum sett alþjóðlegt viðmið í kennslu í upplýsingatækni.
Þetta er mikilvægt afrek sem gefur ekki síður til kynna að skilningur
og vitund almennings á mikilvægi þess að vera með staðlað vottað
skírteini í höndunum hefur aukist á undanförnum árum.”
ECDL / ICDL vottunin hefur verið kynnt til leiks í öllum heimsálfum.
Hún veitir alþjóðlega viðurkenningu fyrir fjölda fólks í mörgum
mismunandi löndum. ECDL samtökin eru með leyfishafa um allan heim sem
eru ábyrgir fyrir dreifingu ECDL námáætlunarinnar og hafa tileinkað sér
að auka tölvulæsi í sínum heimalöndum.
ECDL skírteinið eða TÖK eins og það hefur verið kallað á Íslandi er þekkt um allan heim.
Tölvuskírteini
Hér getur þú fundið svör við ýmsum spurningum um ECDL.
Hafir þú spurningu sendu þá póst á sky hjá sky.is
Eining 1 – Grunnhugtök í upplýsingatækni
Í þessari einingu er prófaður skilningur próftakans og þekking á
almennri notkun upplýsingatækni. Próftaki skal vera fær um að sýna að
hann búi yfir almennri þekkingu á tölvum og hlutverki þeirra í
samfélaginu.
1. hluti: Grundvallarhugtök
Próftaki skal
-þekkja einstaka hluta tölvunnar.
-skilja hvað felst í stýrkikerfi.
-skilja vinnsluna í tölvuforriti.
-skilja hugmyndina að baki minni og vistun gagna.
-skilja tengslin mill bita, bæta, svæða, færslna, skjala og skráa.
-vita hvernig staðið er að þróun tölvukerfis.
-skilja hvað er grafískt notendaviðmót.
-skilja hvað er margmiðlun.
2. hluti: Tölvunotkun
Próftaki skal
-hafa skilning á þýðingu aukinnar tölvunotkunar.
-þekkja þau tölvukerfi sem notuð eru í viðskiptalífinu.
-þekkja þau tölvukerfi sem notuð eru í iðnaði.
-þekkja þau tölvukerfi sem notuð eru á sviði menntunar.
-þekkja þau forrit sem notuð eru á heimilum - í tómstundum, fyrir heimilisbókhald og á vinnustað heima.
-þekkja þau forrit sem menn komast í tæri við dags daglega - t.d. í
stórmörkuðum, bókasöfnum, hjá lækninum, svo og -þekkja notkun
snjallkorta.
-vita muninn á kerfishugbúnaði og forritum.
3. hluti: Upplýsingasamfélagið
Próftaki skal
-hafa skilning á áhrifum aukinnar tölvunotkunar.
-hafa skilning á því sem felst í hugtakinu „Upplýsingasamfélagið“.
-skilja hvar tölvan getur komið í stað mannsins: hvar er tölvan betri en maðurinn og öfugt.
-hafa skilning á því að temja sér góðar tölvuvenjur í tengslum við notkun og viðhald tölvu og tilheyrandi búnaðar.
-vita hvað þarf til bragðs að taka ef tölvan bilar.
-vita um hættur sem heilbrigði eða öryggi einstaklings geta stafað af tölvunotkun.
4. hluti: Ákvæði, löggjöf, gagnaöryggi
Próftaki skal
-skilja hvað felst í höfundarrétti á hugbúnaði og ýmsum atriðum varðandi
öryggi og löggjöf í sambandi við afritun, -samnýtingu og lán á
disklingum.
-hafa skilning á ábyrgð varðandi vernd gagna sem maður hefur aðgang að, svo og löglegri notkun slíkra gagna.
-þekkja inntak tölvulaganna.
-skilja mikilvægi öryggis: vernd vélar, gagna og aðgangsorða ásamt reglulegri töku öryggisafrits.
-skilja hugtakið vírus og vírusvarnarforrit.
-vita hvernig vírus getur komist í tölvukerfi, hvað vírus getur gert og hvað á að gera til þess að forðast vírusa.
-skilja hvað gerist í tölvunni þegar rafmagnslaust verður.
5. hluti: Vélbúnaður, hugbúnaður og vinnustellingar
Próftaki skal
-þekkja muninn á vélbúnaði og hugbúnaði.
-vita muninn á ýmsum gerðum minnis, t.d. RAM og ROM, og vita hvaða hlutverkum þær gegna.
-skilja nauðsyn þess að vista, geta lýst aðferðinni og skilja hugtakið geymslurými.
-skilja hvaða hlutverki inntaks- og úttakstæki gegna, nefna nokkrar þeirra og til hvers þær eru notaðar.
-þekkja ýmsar gerðir prentara og vita hvernig þeir eru notaðir.
-skýra hvaða máli hraði tölvunnar og afkastageta skiptir, þar á meðal örgjörva, örgjarvahraða, minni og vistun.
-skilja
þau vandamál varðandi vinnustellingar sem komið geta upp í tengslum við
vinnu við skjái, og hvernig bregðast má við þeim.
6. hluti: Tölvunet
Próftaki skal kunna að
-skýra hugmyndina að baki tölvusamskipta og hlutverk þeirra í nútíma upplýsingakerfum.
-skýra hvers vegna tölvupóstur er gagnlegur.
-skýra hvers er þörf til þess að geta notað tölvupóst.
-skýra hvers er þörf til þess að tengja eigin tölvu við tölvunet.
-skýra hvað Internetið er og hvernig það getur gagnast.
-skýra notkun símakerfisins í tengslum við tölvunotkun, svo og hvernig síma- og tölvukerfi eru tengd saman.
-gera grein fyrir hugtökunum staðarnet (LAN) og víðnet (WAN).
Eining 2 – Tölvunotkun og skráarstjórnun (Windows)
Markmið þessarar einingar er að kanna þekkingu próftaka á
grundvallarstarfsemi tölvunnar sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að
nýta tölvuna til hagnýtra hluta. Próftaki skal geta sýnt að hann getur
lokið við grunnviðfangsefni í tölvunotkun.
Inntak
Próftaki skal kunna að
-ræsa tölvuna.
-mynda möppu (efnisskrá) og möppu í möppuna, svo og hafa skilning á uppbyggingu skráakerfis.
-færa og afrita skrár.
-eyða skrá úr einni eða fleiri möppum.
-mynda skrá með því að nota ritfærsluforrit, og vista hana í möppu.
Ritfærsluforritið getur verið ritvinnsluforrit eða einfalt
-ritfærsluforrit.
-breyta heitum skráa.
-athuga innihald möppu, kunna að átta sig á fjölda skráa í möppunni, svo
og stærð skráa og dagsetningu þegar skrá var mynduð eða henni síðast
breytt.
-forsníða diskling.
-taka öryggisafrit af gögnum - afrita skrár á annan diskling eða í aðra möppu á disklingnum sem um er að ræða.
-vista skrár á diskling.
-velja milli fleiri uppsettra prentara.
-prenta út á uppsettum prentara.
-fara rétt að því að slökkva á tölvunni.
Eining 3 – Ritvinnsla (Word)
Markmið þessarar einingar er að kanna hagnýta reynslu próftaka af
notkun ritvinnslu. Próftaki skal geta sýnt að hann kann að nota
ritvinnsluforrit og aðgerðirnar í því.
Inntak
Grunnaðgerðir:
Próftaki skal án aðstoðar kunna að
-ræsa ritvinnsluforritið.
-opna skjal sem þegar er til:
-rita texta
-bæta inn texta
-eyða texta.
-búa til skjal:
-rita texta
-bæta inn texta.
-vista skjal á diskling.
-nota þær aðgerðir sem eru í algengu ritvinnsluforriti:
-færa til texta í skjali
-afrita texta í skjali eða úr einu skjali í annað
-setja orð í stað annarra.
-breyta útliti texta:
-skáletra texta
-feitletra texta
-miðja og undirstrika texta
-breyta leturgerð
-breyta línubili
-jafna texta.
-prenta út skjal eða hluta úr skjali.
-setja inn síðuhaus eða síðufót.
-setja inn sjálfvirka ritun blaðsíðutals.
-breyta sjálfvirkri ritun blaðsíðutals.
-nota hjálpina.
Flóknari aðgerðir:
Próftaki skal án aðstoðar kunna að
-draga inn texta.
-tengiprenta gagnaskrá og skjal.
-flytja inn töflur og gröf.
-mynda töflu í skjali.
-nota dálkhnappinn.
-setja upp skjal í samræmi við almennan viðskiptastaðal.
-nota sniðskjöl.
-nota fjölverkahugbúnað.
Eining 4 – Töflureiknir (Excel)
Markmið þessarar einingar er að kanna hagnýta reynslu próftakans af
notkun töflureiknis. Próftaki skal geta sýnt að hann kann að búa til
nýtt töflureiknisskjal og nota töflureikni og grunnaðgerðir hans.
Inntak
Grunnaðgerðir:
Próftaki skal kunna að
-opna töflureiknisskjal, breyta því, bæta við línum og reikna ný gildi.
-setja inn línur og dálka - mynda nýja línu eða dálk á tilteknum stað.
-búa til töflureiknisskjal og rita inn gögn:
-tölur
-texta
-formúlur.
-forsníða reiti, hvað varðar t.d. fjölda aukastafa, skilmerki, gjalmiðil o.fl.
-stilla dálkabreidd og forsníða dálka og línur.
-raða í töflureiknisskjalinu.
-nota grunnaðgerðir í töflureikni, t.d.:
-summa
-meðaltal.
-prenta og vista töflureiknisskjal.
-setja inn síðuhaus og síðufót.
-nota hjálpina.
Flóknari aðgerðir:
Próftaki skal kunna að
-nota beinar og afstæðar reitatilvísanir í formúlum.
-mynda gröf og töflur á grundvelli gagna í töflureikninum.
-sækja gröf á disk.
-prenta út gröf með titlum og texta.
-flytja gögn milli töflureiknisskjala.
-nota fjölverkahugbúnað.
Eining 5 – Gagnagrunnur (Access)
Markmið þessarar einingar er að kanna færni próftaka í að búa til
lítinn gagnagrunn með algengu gagnagrunnsforriti svo og að framkvæma
einfaldar fyrirspurnir og skilgreina skýrslur í gagnagrunni sem þegar
er til.
Inntak
Búa til gagnagrunn
Próftaki skal án aðstoðar kunna að
-hanna einfaldan gagnagrunn.
-forma færslurnar.
-rita inn gögn.
-ritfæra gögn.
-bæta við nýjum færslum.
-eyða færslum.
-skilgreina hnappa.
-vista gagnagrunn á disk.
-leita, velja og raða gögnum út frá gefnum forsendum.
-kynna valin gögn í tiltekinni röð á skjánum eða í skýrslum.
-nota hjálpina.
Nota gagnagrunn sem er þegar til
-sækja gagnagrunn sem er þegar til.
-rita gögn inn í gagnagrunninn.
-ritfæra gögn.
-bæta við nýjum færslum.
-leita, velja og raða gögnum út frá gefnum forsendum.
-kynna valin gögn í tiltekinni röð á skjánum eða í skýrslum.
-breyta uppbyggingu gagnagrunnsins.
-nota hjálpina.
Eining 6 - Að setja upp kynningarefni (Powerpoint)
Markmið þessarar einingar er að kanna færni próftaka í að búa til kynningarefni með algengu forriti.
Inntak
Próftaki skal kunna að
-nota bólur í uppsetningu til að leggja áherslu á atriði.
-sækja myndir úr ClipArt í því skyni að setja inn myndir.
-teikna einfaldar myndir, t.d. kassa, hringi og línur.
-nota liti, skugga og ramma.
-nota ýmiss konar leturgerðir og skipta milli þeirra.
-miðja og láta bera á texta.
-afrita og breyta stærð teikninga.
-nota skipulagsrit.
-setja inn skipti milli mynda.
-nota hjálpina.
Eining 7 – Internetið
Markmið þessarar einingar er að kanna skilning próftaka á hugtakinu
upplýsinganet. Próftaki skal geta sýnt að hann kann að senda tölvupóst
og leita á Internetinu.
Inntak 1: Tölvupóstur
Próftaki skal kunna að
-senda boð í tölvupósti.
-hengja skrá á tölvupóst.
-vista tölvupóstboð.
-afrita tölvupóstboð.
-senda áfram boð í tölvupósti.
Inntak 2: Tölvunet
Próftaki skal kunna að
-tengjast Internetinu.
-leita að og finna upplýsingar á Internetinu.
Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands (Tölvuorðanefnd) tók saman efni í fyrstu útgáfu Tölvuorðasafns 1983 og hefur einnig séð um endurskoðun þess. Önnur útgáfa Tölvuorðasafns kom út árið 1986. Þriðja útgáfa kom út í rafrænu formi í orðabanka Íslenskrar málstöðvar þegar hann var opnaður 15. nóvember 1997 og í bók (453 bls.) í janúar 1998. Fjórða útgáfa kom út í bók (555 bls.) í ágúst 2005.
Orðanefndin hefur einnig tekið saman ritið Íslensk táknaheiti (50 bls.) en það kom út í janúar 2003 sem 2. smárit Íslenskrar málnefndar.
Í orðanefnd eiga sæti:
Sigrún Helgadóttir tölfræðingur, Orðabók Háskólans (formaður nefndarinnar)
sigrun.h hjá simnet.is
Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
halo hjá raunvis.hi.is
Örn Kaldalóns framkvæmdastjóri hjá Icepro
kaldalon hjá icepro.is
Ritstjóri Tölvorðasafns er Stefán Briem stbr hjá simnet.is en Tölvuorðasafnið má meðal annars fá á skrifstofu félagsins.
Orðanefnd
Þessir pistlar hafa birst í Tölvumálum, tímariti Skýrslutæknifélagsins.
Sjö milljónir ECDL / ICDL nemenda um allan heim
Upphaf ECDL
Námsmarkmið
ECDL skírteini