Skip to main content
 

VEFTÓFTIR OG VÆNGJAÞYTUR

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Kalkúnabringur með kartöflusmælki, blönduðu grænmeti og rósmarínsósu
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Þessi fundur verður á tæknilegum nótum og er hugsaður fyrst og fremst fyrir forritara, en einnig þá sem hafa áhuga á að kynna sér þau viðfangsefni sem eru til umfjöllunar. Farið verður dýpra í tækni og útfærslu en oft áður. Fjallað verður um Flutter, sem er ný og byltingarkennd leið frá Google til að forrita öpp á hraðari hátt en áður hefur þekkst. Trygg samskipti milli vefþjóns og vefskoðara með socket.io verða skoðuð, en þau verða sífellt mikilvægari með sífellt flóknari veflausnum. Farið verður dýpra í tækni og útfærslu en oft áður á viðburðum Ský.

Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á hugbúnaðargerð; forritara, prófara, verkefnastjóra, hönnuði, eigendur verkefna og fleiri tæknisnillinga.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Flutter
Flutter er nýtt og byltingarkennt Cross-Platform Framework frá Google, sem er að breyta því hvernig við hönnum og þróum öpp í dag. Flutter leyfir þér að þróa öpp fyrir bæði Android og iOS samtímis, á mun skemmri tíma en áður hefur þekkst, sem bæði líta út og hegða sér nákvæmlega eins á báðum stýrikerfum. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað gerir Flutter svona byltingarkennt og hvernig það er frábrugðið öðrum Cross-Platform lausnum.
Anna Laufey Stefánsdóttir, Origo

12:50   Veftóftir yfir Socket.io
Socket.io er Node library sem hjálpar WebSocket staðlinum að vera þægilegur í rekstri. Með lítilli fyrirhöfn er hægt að fá Socket.io til að tala við Node bakenda, og sér þá um reconnection, event handling og fleira.
Ólafur Karl Stefánsson, Trackwell

13:10   Hugbúnaðarþróun á fullu flugi
Þrátt fyrir stöðugar hættur sem hugbúnaður þarf að lifa við þá eru stöðugt auknar kröfur um meiri framleiðni. Hvernig náum við fram þessum aukna hraða án þess að skapa áhættu í formi rekstrarvandamála og öryggisveikleika?
Ágúst Hlynur Hólmgeirsson, Mótherji

13:30   GraphQL
GraphQL er fyrirspurnamál fyrir vefþjónustur þróað af Facebook og var fyrst gefið út opinberlega 2015. Samfélagið hefur vaxið hratt síðustu ár og sífellt fleiri sjá kostina í því að þróa GraphQL vefþjónustur til að ná tökum á dreifðu þjónustulagi, hraða nýþróun og auðvelda þróun reactive client-a. Stiklað verður á stóru, skýrt út hvað GraphQL er, hvaða vandamál það leysir (og skapar) og hvernig Nova hefur séð tækifæri í að nota GraphQL í sinni stafrænu vegferð.
Gunnar Már Þorleifsson, Nova

13:50   Stuttar umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Raquelita Rós Aguilar, framkvæmdastjóri Stokks Software

 

Endurmanna eða endurmennta?

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Léttsaltaður þorskur með ólífum, tómötum og avókadó.
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Í samfélagi nútímans verður sífellt mikilvægara fyrir fyrirtæki og stofnanir að bjóða upp á ákveðnar áherslur í fræðslu og endurmenntun þar sem fólki gefst kostur á að leggja rækt við sig sjálft jafnt í starfi og leik. Á starfsvettvangi eins og tækni og nýsköpun, þar sem keppt er um besta fólkið getur góð fræðslustefna verið lykilatriði að því að halda starfsfólki frekar en að þurfa sífellt að endurmanna í störfin. Flutt verða fræðandi erindi um hvernig nokkur fyrirtæki hérlendis haga þessum málum og sömuleiðis hvernig skólaumhverfið tekst á við þær áskoranir sem eru á markaðnum í dag.

Fundurinn er sniðinn að mannauðsstjórum, fræðslustjórum, stjórnendum, námsfúsum og almennt þeim sem hafa áhuga á menntun, fræðslu og fræðistörfum í UT.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Mannauður - fjárfesting til framtíðar
Sérfræðiþekking er dýrmæt bæði starfsfólki og fyrirtækjum. Hvernig hlúum við að og aukum við þekkingu og verðmæti starfsfólks
Íris Sigtryggsdóttir, Advania

12:40   Fræðsla fyrir þig – þegar þú vilt – tækifæri og áskoranir við innleiðingu á rafrænni fræðslugátt fyrir starfsfólk og stjórnendur
Á síðustu árum hefur fræðsla í fyrirtækjum verið að færast meira og meira yfir í rafræna fræðslu í stað hefðbundinnar fræðslu í skólastofu. Með rafrænni fræðslu getur þú fengið þá fræðslu sem þú þarft þegar þú vilt. Landsvirkjun hefur nýlega innleitt rafræna fræðslugátt og mun Hildur segja okkur frá þeim tækifærum sem þau sjá í þessari nýju lausn ásamt því að fjalla um þær áskoranir sem því fylgi
Hildur Jóna Bergþórsdóttir, Landsvirkjun

13:00   Forystunám
Farið verður stuttlega yfir forystunám Reykjavíkurborgar og stefnumiðaða fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir, Reykjavíkurborg

13:20   Háskólar og iðnbyltingar: áskoranir fyrr og nú
Háskólar þurfa að þróast í takt við samfélagið sem þeir þjóna. Það er fyrirsjáanlegt að fjórða iðnbyltingin, sem er rétt handan við hornið, komi til með að hafa veruleg áhrif á uppbyggingu háskólamenntunar og háskólanám í framtíðinni. Í þessu erindi verður fjallað um samspil fyrri iðnbyltinga og háskólamenntunar ásamt þeim áskorunum sem háskólar standa frammi fyrir í dag ef áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað og samfélag verða í samræmi við spár.
Yngvi Björnsson, Háskólinn í Reykjavík

13:40   Nýtt í dag og úrelt á morgun – hvernig verða námskeið EHÍ í upplýsingatækni til?
Hvernig eru námskeið byggð upp fyrir geira sem tekur örari breytingum frá degi til dags en nokkur annar bransi og samkeppnin er hörð? Er hægt að bjóða upp á námskeið í forritunarmáli sem er kannski nýtt í dag en úrelt á morgun? Hvernig getur upplýsingatæknigeirinn stuðlað að enn markvissara framboði hjá EHÍ?
Hugrún Geirsdóttir, Endurmenntun HÍ

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Ólafur Sólimann Helgason, Reykjavíkurborg

 

Hagnýt gervigreind – líka fyrir þig

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Pönnusteikt langa með hollandaise sósu, blönduðu grænmeti og kartöflum.
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

„Framtíðin er núna“ sagði einhver. Gervigreind er nú þegar í notkun hjá íslenskum fyrirtækjum og ef til vill víðar en margan grunar. Fjallað verður um hvernig er hægt að nýta gervigreind til þægindaauka og til að auka þjónustuframboð.

Fyrir þá sem hafa áhuga á samskiptum manns og tölvu, jafnt stjórnendur sem tæknimenn.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Nýting aðferðafræði vöruþróunar í upplýsingatækni
Hraðari framfarir í tækni munu auka  kröfur til sveigjanleika og viðbragðsflýtis fyrirtækja, ekki síst hvað varðar upplýsingatækni. Stjórnendur í upplýsingatækni geta nýtt sér aðferðafræði vöruþróunar, til þess að geta á skilvirkari hátt metið ávinning af nýjum möguleikum og tækifærum.
Sigurður Gísli Karlsson, Opin Kerfi

12:50   Þú ert númer sjötíu og fimm í röðinni. Spjallmenni hjá viðskiptavini
Samskipti manns og tölvu eru í sífelldri þróun og fyrir marga lítur út fyrir að Skynet sé ekki á leiðinni heldur mætt á svæði. Sýnd verður notkun spjallmennis (e. chatbot) og farið yfir innleiðingu á slíkum gaur.
Sigrún Lára Sverrisdóttir, Miracle

13:20   Hagnýt gervigreind í rekstri tölvukerfa
Í náinni framtíð mun gervigreind taka við sífellt fleiri hlutverkum í rekstri tölvukerfa, svo sem eftirliti, bilanagreiningu og sjálfvirkum lagfæringum. Sjálfvirknivæðing þessara rekstrarþátta mun hafa í för með sér aukin tækifæri, betri rekstrarumhverfi og fækkun á mannlegum mistökum.
Gísli Guðmundsson, Advania

13:50   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigrún Þorgilsdóttir, Opin kerfi

 

Hvernig greinum við veikleika?

Þátttökugjald
fyrir Ský félaga:     6.400 kr.
fyrir utanfélaga: 10.500 kr.

Matseðill
Grillaður skötuselur með graslaukssósu, kartöflusmælki og blönduðu grænmeti
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Farið verður yfir stefnur og strauma í veikleikagreininingu og viðfangsefnið nálgast frá mismunandi hliðum. Er veikleikagreining bara eintómt skann eða er hægt að kafa dýpra og skoða vélbúnað? Þó bíllinn þinn líti vel út og lakkið sé tandur hreint getur hann verið að ryðga í sundur undir yfirborðinu.
Fundurinn er sniðinn að sérfræðingum, tæknimönnum, stjórnendum og öllum þeim sem hafa áhuga á öryggi í rekstri.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Veikleikastjórnun og öryggisprófanir: Áskoranir til framtíðar
Vita rekstraraðilar í raun hvaða búnaður er að tala saman á þeirra kerfum? Geta öryggisprófanir og veikleikastjórnun hjálpað til og þá hvernig? Reynt verður að svara þessum spurningum og horfa til framtíðar, því með nýrri tækni koma nýjar áskoranir.
Björn Símonarson, SecureIT

12:40   Faldi veikleikinn
Það er hægt að byggja á því sem er nú þegar er til staðar. Gunnar Leó fer yfir hvernig hægt er að herða núverandi kerfi og hugbúnað með aðstoð Center for Internet Security (CIS).
Gunnar Leó Gunnarsson, Nanitor

13:00   Hvernig maður finnur EKKI veikleika
Farið verður yfir hvernig á ekki að finna veikleika og tekið nýlegt og raunverulegt dæmi um það. Hvernig á maður að bregðast við þegar einhver bendir manni á veikleika?
Theódór R. Gíslason, Syndis

13:20   Pallborðsumræður
Rætt um efni fyrirlestrana í víðara samhengi. Opið fyrir spurningar og umræður fundargesta við fyrirlesara og aðra sérfræðinga.

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti