Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

Ragna M SveinsdottirÞað er mikilvægt að einfalda viðfang og skilning fólks þegar kemur að upplýsingum á upplýsingaöld sem þessari. Þetta er kjarni málsins þegar fjallað er um upplýsingaöryggi. Þessi skilningur er ekki meðfæddur og skal það ekki tekið sem sjálfsagður hlutur að hver og einn eigi eða þurfi á þessum skilningi að halda. Hins vegar kemur það í verkahring þeirra sem meðhöndla upplýsingar á einn eða annan hátt að öðlast þessa kunnáttu, sem felur í sér hvernig rétt sé að meðhöndla tiltekna tegund upplýsinga í þeim tilgangi að vernda þær frá illgjörnum tilgangi. Það er mikill misskilningur að „rétt“ meðhöndlun og verndum upplýsinga sé eingöngu ábyrgð þeirra sem starfa í tölvudeildum fyrirtækja eða hafa upplýsingaöryggi í starfsheiti sínu.

kristinn minniEftir að gervigreind komst í tísku fyrir svona u.þ.b. fjórum árum, þegar fólk hleypur ekki lengur í burtu þegar ég segi þeim að ég stundi rannsóknir í gervigreind, hef ég oft þurft að svara spurningunni „Hvað er gervigreind?"

HEIDURSFELAGAR 2018

Fimm einstaklingar voru sérstaklega heiðraðir fyrir framlag þeirra til upplýsingatækni á Íslandi á aðalfundi Ský 28. febrúar 2018.

Þau Anna Ólafsdóttir Björnsson, Arnlaugur Guðmundsson, Frosti Bergsson, Sigurður Bergsveinsson og Þorsteinn Hallgrímsson voru þá gerð að heiðursfélögum Ský, en þau hafa öll unnið mikið og gott starf fyrir félagið og hvert á sinn hátt ritað blað í þróun tölvuvæðingar á sinni starfsævi. Þá hafa þau tekið virkan þátt í að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi sem birt var á vef Ský 2016 og kemur út í bókarformi í byrjun apríl.

fanneyMiklar breytingar hafa átt sér stað í nútímasamfélagi og ætlum við í þessari grein að skoða það hvað neysluhættir hafa breyst mikið í gegnum árin með áherslu á þróun Amazon.com, hvað varðar þróun þeirra í verslunarhegðun og á áhrif hennar til frambúðar. Hagkerfi okkar byggist á neyslu og hugsa margir hvort varanlegar breytingar hafi átt sér stað á lífsháttum manna.

Vigdis Eva LindalEins og margir hafa orðið áskynja þá hefur Workplace frá Facebook náð mikilli útbreiðslu á undraskömmum tíma hér á landi og í reynd stuðlað að ákveðinni byltingu í innri upplýsingamiðlun og samskiptum starfsmanna á vinnustöðum. Hvaða áhrif, ef einhver, hefur innleiðing Workplace á persónuvernd starfsmanna?

JakobBitcoin er líklega þekktasta dæmið um hugbúnað sem notar blockchain tæknina. Fæstir vita hins vegar hvernig hann virkar, virði hans eða möguleikana sem hann býður uppá. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill sem hægt er að nota án landamæra um allan heim. Allt utanumhald eða bókhald í kringum Bitcoin byggist á því neti fólks sem notar Bitcoin, og blockchain tækninni.

myndMargir lesendur Tölvumála vita vafalaust af setningu nýrra persónuverndarreglna í Evrópu. Nánar tiltekið er um að ræða reglugerð ESB nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin). Reglugerðin öðlaðist gildi 24. maí 2016 og kemur til framkvæmda innan ESB frá og með 25. maí 2018. Á Íslandi verður reglugerðin innleidd á grundvelli EES-samningsins og í kjölfarið mun ný persónuverndarlöggjöf taka gildi, en áætlað er að það verði á árinu 2018 [1].

thSamfélagsmiðlar eins og Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat er frábær vettvangur fyrir ungmenni og einstaklinga til að tjá skoðanir sínar, hafa samskipti við vini og ættingja eða tengjast einstaklingum sem deila sömu áhugamálum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða vinsælli en tæplega tveir milljarðar mannkyns notar samfélagsmiðla reglulega (Meshi, Tamir og Heekeren, 2015).

pall og hallurGagnavæðing (e.: digitization) er samheitið yfir samfélagsþróun sem nú á sér stað. Hún felur í sér að segja má að við lifum og hrærumst í þremur heimum, í stað tveggja áður. Við höfum lifað í samþættum heimum efnis og hugmynda, en nú hefur bæst við stafrænn heimur. Þessi heimur er tiltölulega nýtilkominn en hefur gerbreytt því hvernig við vinnum, eigum samskipti, öflum okkur upplýsinga og hvernig við lærum og leikum okkur. Hinn stafræni gagnavæddi heimur hefur því augljóslega mikil bein áhrif á bæði efnis- og hugmyndaheim okkar (Harari 2015).

arnarTæknin er stór partur af lífi okkar í dag og mun vera það í framtíðinni. Tækninni fer sífellt fram og ný tækni lítur dagsins ljós á hverjum degi. Það er kostir og gallar við alla þessa tækni en hún er óumflýjanleg. Fólk hefur verið að þróa aðferðir sem gera tölvum kleift að skynja og skilja umhverfið sitt og taka rökréttar ákvarðanir í sambandi við það. Gervigreind í dag er kannski ekki komið eins langt og sumar kvikmyndir láta í veðri vaka, en hún er út um allt í kringum okkur þótt við tökum kannski ekki eftir því.

Síða 9 af 40