Aðgengi í víðara samhengi

Hlynur thor AgnarssonÞegar kemur að aðgengismálum er venjan að einblína á ákveðna hópa fólks og hvernig við þurfum að mæta þeirra þörfum. Það er vissulega nauðsynlegur hluti ferlisins að greina mismunandi þarfir einstaklinga þannig að sú vara eða þjónusta sem við bjóðum upp á geti talist aðgengileg öllum. En er það ekki einmitt það sem áherslan á að vera á? Í mínu starfi verð ég gjarnan var við viðhorf líkt og „Blindir þurfa að geta notað vefsíðuna okkar.“ Ekki misskilja mig, mér finnst alltaf frábært þegar vilji er sýndur til að gera vel í aðgengismálum, enda er það sjálfsagt og sú ætti raunin alltaf að vera. Mér finnst það þó fallegri hugsun að lausnir séu hugsaðar „fyrir alla“ frekar en „fyrir alla og líka blinda og sjónskerta“. Athugið að þarna er ég einungis að tala um hvernig við meðhöndlum hugtakið aðgengi og hugsum um það. Leyfið mér að útskýra nánar.

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is