Tölvumál

asta gisladottirÞegar internetið var farið að ná almennri fótfestu um aldamótin síðustu stukku fjárfestar til sem vildu reyna að græða á öllum þeim nýjungum sem poppuðu upp. En það ástand varði ekki lengi því peningarnir skiluðu sér ekki til baka og bólan sprakk. Það voru auðvitað margir þættir sem orsökuðu það en einn var sá að fólk var ekki tilbúið að borga fyrir hluti á netinu. Bæði var sú vara sem var í boði ekki það spennandi og svo var fólk fljótt að átta sig á að ef þú þurftir alltaf að borga yrði heildarsumman fljótt ansi stór. Það var líka af nógu að taka og lítið mál að finna eitthvað annað spennandi og ókeypis þegar seilst var í budduna. Notendur voru búnir að borga helling fyrir vélbúnað, hugbúnað og netaðgang bara til að komast inn í sirkusinn og nú átti að rukki í tækin líka!

Gabriel2019Það hefur sýnt sig að vélar vinna nú mörg verkefni sem maðurinn vann áður og hefur sú þróun verið hröð undanfarið. Margir óttast þessa þróun og telja jafnvel að vélar geti tekið yfir líf okkar og störf. Við þurfum að skoða og skerpa okkar eiginleika, hvað höfum við framyfir vélar og hvernig getum við hlúð að þeim eiginleikum í gegnum menntakerfið. Verður ekki sköpunin, hönnunar hæfileikinn, ímyndunaraflið, forvitni,  samkennd og félagsleg samskipti áfram okkar styrkleiki?

hrafn og JonMáltækni er rannsóknar- og þróunarsvið sem hefur það að markmiði að smíða kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Máltækni hefur verið í þróun í langan tíma en náði ekki víðtækri athygli almennings fyrr en á allra síðustu misserum með tilkomu ýmissa tækja og lausna frá stórfyrirtækjum á borð við Amazon, Apple, Facebook, Google og Microsoft.

myndÞað er ekki bara COVID sem getur haft margvísleg áhrif á lífði í landinu, slæmt veður með sterkum vindi, snjókomu, ísingu og seltu getur sett strik í reikninginn eins og gerðist nokkru sinnum síðasta vetur. Hér verða teknir saman punktar úr fjarráðstefnu Ský 26. ágúst, Fjarskipti á hamfaratímum, þar sem fjallað var um þann vanda sem upp kom í fjarskiptum síðasta vetur og hvernig hefur verið brugðist við. Elmar Freyr Torfason frá Mílu stýrði fundinum með sóma, sem stjórn faghóps Ský um fjarskipti skipulagði.

Tomas KristjanssonHaustönn 2018 kláraði ég lokaverkefni í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Markmið með minni  lokaritgerð var að kanna lögmæti söfnunar gagna fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á internetinu og er þessi grein byggða á henni. Niðurstaða mín var sú að söfnunin er ólögmæt sökum þess hvernig söfnunin fer fram og að upplýst samþykki vantar fyrir vinnslunni.

13. ágúst 2020

Vitibornar leitarvélar

mynd oskarLeitarvélar eru æði misjafnar að gæðum. Þrautþjálfuð leitartæki á borð við Google hitta nokkuð oft í mark, en mig grunar að flestir netnotendur séu jafn tregir og ég til að skrá nokkuð inn í leitarglugga á vefsíðum minni fyrirtækja eða samtaka. Mín reynsla er sú að þessar vélar skili mér næstum aldrei því sem ég var að leita að.

18. júní 2020

Heilsa og tækni

asrun 13035Þema Tölvumála í ár er Heilsa og tækni í víðu samhengi og verður áhugavert að lesa þær greinar sem berast í blaðið. Framfarir í stafrænni tækni hafa sífellt meiri áhrif á heilsugæslu og heilsueflingu, s.s. gervigreind, sýnarveruleikai(VR), viðbættur veruleiki (AR) og þrívíddarprentun. Við þurfum að vera tilbúin að kynna okkur nýjustu tækniþróunina til að geta metið hvernig hægt er að nýta hana í þágu framfara. Við getum ekki gleymt okkur í hræðslu við að sjálfvirkni taki yfir störf og að gervigreind stjórni fljótlega heiminum. Við þurfum að stýra tækninni í átt til umbóta fyrir okkur öll og þá sérstaklega tengt heilsu og velferð, við megum ekki óttast hið óþekkta, framtíðina.

Karl HöfundurSegja má að umræðan um fjórðu iðnbyltinguna sé á flestra vörum. Ekki síst innan viðskiptalífsins og meðal þeirra sem fjalla um þróun samfélagsmála. Um er að ræða regnhlífarheiti yfir umbreytingar á sviðum eins og þjarka- eða róbótatækni, gervigreindar, internet hlutanna (Internet of Things, LOT), þróunar samskipta manna og véla og aukinnar sjálfvirkni. Þróun sem er á fleygiferð og mun valda miklum breytingum í náinni framtíð. Hugtakið var fyrst sett fram af Klaus Schwab, stjórnarformanni Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) árið 2016.

huginnfreyrIðnbyltingar breyta samfélögum og þar með verður það sem áður var talið ómögulegt orðið mögulegt. Gufuvélin og rafmagnið gerðu samfélögum kleift að haga framleiðslu sinni þannig að óhugsandi hefði verið að ná sama árangri með mannlegu afli. Breytingarnar verða það miklar að samfélög upplifa uppbrot (e. disruption), þannig að fyrra skipulag samfélagsins riðlast við það að ný tækni umbyltir fyrri framleiðsluháttum. Til skamms tíma getur þetta falið í sér neikvæðar afleiðingar fyrir samfélög: Þegar skipulag riðlast sitja þeir eftir sem áður önnuðust þá þætti sem verða fyrir mestum áhrifum og þeir aðilar geta glatað lifibrauði sínu. Þess vegna þarf að skoða hverjir verða fyrir mestum áhrifum í breytingarferlinu.

covidCovid-19 hefur haft margvísleg áhrif og meðal annars hefur kófið hraðað innleiðingu á stafrænum lausnum sem voru margar tilbúnar eða þurfti að aðlaga og skapa hratt og vel til að bregðast við stökkbreytingu í nýtingu netsins og þeirra lausna sem þar eru. Hér verða teknir saman punktar úr fjarfundi Ský 27.maí um þetta brýna efni og fyrir áhugsama er hægt að sjá glærur hér og upptökur hér. Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga stýrði fjarfundinum með sóma.

Page 9 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is