Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

tolvumal haus2

woman 1446557 640Samfélagsmiðlar eru óneitanlega stór partur af lífi flestra einstaklinga nú til dags. Að sjálfsögðu eru ekki allir með í fjörinu en þó fækkar þeim sem eru á engum samfélagsmiðli með hverjum deginum sem líður. Fyrir 10 árum síðan voru ekki margir að nota samfélagsmiðla, að undanskildum Youtube, sem er vissulega flokkaður sem samfélagsmiðill. Árið 2004 varð Facebook til, sem þó náði ekki almennilegum vinsældum fyrr en nokkrum árum seinna. Twitter hefur verið til síðan 2006 og árin 2010 og 2011 komu Instagram og Snapchat. Það er margt gott hægt að segja um þessa miðla. Þeir auka samskipti manns við vini og fjölskyldu, gera þau hraðari og einfaldari. Þeir auðvelda manni að deila upplýsingum og sjá upplýsingar svo eitthvað sé nefnt.

deepfakes fake news tv head manipulation superimposed brainwashed 100765698 largeLiðin er sú tíð að hægt sé með auðveldu móti sjá hvort myndir og myndbönd séu fölsuð eða ekki. Við erum á hraðri leið inní framtíð, þar sem mikilvægara er en nokkru sinni fyrr að hafa gagnrýna hugsun og trúa ekki öllu sem við sjáum og lesum. Þú hefur kannski heyrt um þetta málefni, eða kannski ekki. En “deepfake” tæknin er komin til að vera. “Deepfake” er aðferð sem notast við gervigreind til að breyta andliti einnar manneskju í andlit einhvers annars.

1919H myndÞað var grátt í borginni í dag, haustlægð með úrhelli sá um að minna okkur á að haustið er sannarlega skollið á. En lægðin hafði sannarlega ekki áhrif á mætingu og salurinn var þéttsetinn á Grand hóteli þar sem áhugasamir úr viðskiptalífi og opinbera geiranum komu saman til að fræðast um Fjármál fyrirtækja í stafrænum heimi.  Eftir því sem fyrirtækjum fjölgar sem eru farin að hella sér í að skoða sína stafrænu vegferð sjá fleiri hversu víðtæk áhrifin af tækninni verður og margir sem hafa áhuga á að skoða hvernig nýta megi sjálfvirknivæðingu í sínum rekstri. Fyrirlesarar dagsins skoðuðu þessa stafrænu framtíð frá ólíkum sjónarhornum en öll með áherslu á tækifæri og þróun varðandi fjármál fyrirtækja.  Við fræddumst bæði um nýjungar í stöðlum og reglugerðum sem skapa samræmt umhverfi og ólíkar leiðir hvernig stjórnendur geta nálgast verkefnið að móta sér sýn og nýta tækifærin sem tæknin býður upp á til að hagræða og gefa jafnvel starfsmönnum meiri tíma til að sinna virðisaukandi verkefnum í stað óþarflega tímafrekri handavinnu.  

LeifurÍslendingar  eru  meðal  þeirra  þjóða  sem  eru  hlutfallslega  mest  á  Facebook.  Það  eru  í  kringum  265.000 Íslendingar  skráðir  á  Facebook. Það  þýðir  að  um  það bil  átta  af  hverjum tíu  Íslendingum  eiga  Facebook aðgang. Á hverri klukkustund senda Íslendingar 6.300 skilaboð í gegnum skilaboðavettvang Facebook sem heitir  Facebook  Messenger [1],  [2]. Messenger  er  ekki  bara  vinsæll  á  Íslandi,  hann er  næst  vinsælasti skilaboðavettvangurinn  á  heimsvísu  með  um  900  milljón  virka  notendur,  samkvæmt  Internet  stefnu skýrslu, Mary Meeker‘s frá  árinu  2016,og  þessir  virku  notendur  fara  á Facebook,  að meðaltali,  fjórtán sinnum  á  dag í samtals  32  mínútum [3],  [4]. Í  þessari  grein  verður  farið  yfir hvernig skólar  geta  nýtt Facebook Messenger til þess að taka þátt í samfélagslífi nemenda sinna.

dreamstime xxl 82983190Fyrsti hádegisverðar fundur Ský þetta haustið var Heitustu tölvumálin framundan og kom þar margt áhugavert fram undir skeleggri fundarstjórn Sólveigar H. Sigurðardóttur. Það var gaman að sitja fundinn, fá góðan mat og hlusta á spennandi fyrirlestra í hópi áhugasamra fundargesta. Reglulega vel heppnaður viðburður sem ryður leiðina fyrir góða dagskrá vetrarins. Hér ætla ég að renna aðeins yfir upplifun mína.

Hendrik MyndMargar áskoranir bíða okkar á næstu árum. Handlestur af mælum, takmörkuð sýn svæða og skortur á sjálfvirkni, eru allt viðfangsefni sem Veitur þurfa að kljást við. Tækninni fleygir fram og kallið eftir meiri upplýsingum verður alltaf meira. Snjallnemar, gervigreind og vitvélar eru komnar til að vera og við þurfum að hugsa okkur hvernig við nýtum alla tæknina til að sjálfvirknivæða okkur betur. Meiri sýn á vatnsöflunarsvæði, notendur og dreifikerfi munu gefa okkur öflugt gagnasafn til að lágmarka kostnað, hámarka afköst, auka öryggi og bæta yfirsýn.

ganga 2Nú erum við að fara aftur á kreik í ritnefndinni og viljum endilega fá fleiri með okkur í nefndina. Ekki vera feimin við að bjóða ykkur fram, lofa því að það er gaman í ritnefndinni. Starfið felst í að lesa yfir greinar og pistla og útveg efni, ekki skylda að skrifa sjálf þó það sé auðvitað velkomið. Framundan er að gefa út blað í haust auk þess sem við birtum pistla vikulega hér á netinu. Þema blaðsins í haust er fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september. Vonumst til að heyra í ykkur sem þetta lesið á næstunni, Ásrún Matthíasdóttir asrun@ru.is 

IMG 1257Nú ætlar ritnefnd Tölvumála að fara í sumarfrí fram í ágúst og um leið og við óskum ykkur öllum gleði og ánægju í sumar þá minnum við á að þema blaðsins í haust er ekki þriðji orkupakkinn heldur fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september! Og ekki má gleyma að það má alltaf bæta við áhugasömu fólki í ritnefndina. Þá er bara að nota sólina til að setjast niður og skrifa stuttan pistil fyrir netið eða lengri grein fyrir blaðið og bjóða sig svo fram í ritnefndina. Góðar stundir. 

kolbeinnHitchhiker‘s Guide to the Galaxy er frægt útvarpsleikrit eftir Douglas Adams. Þar er fjallað um Englendinginn Arthur Dent sem lendir í því að þurfa að fara á puttanum út í geim eftir að jörðin er eyðilögð. Í geimnum tala menn önnur tungumál sem hann ekki skilur. Til allrar hamingju er vinur hans Ford Prefect með í för og treður litlum gulum slímugum fisk upp í eyrað á honum (BBC, 2014).

asrun 13035Fyrirsjáanlegur er skortur á tæknimenntuðu fólki í framtíðinni og þá sérstaklega í tölvunarfræði. Ýmis störf verða í náinni framtíð vélvædd að hluta eða að öllu leyti og má jafnvel leiða líkur að því að mörg þeirra verði störf sem nú eru í höndum kvenna frekar en karla, en í staðin munu skapast störf sem krefjast tæknikunnáttu. Einnig má benda á að nú er verið að hanna og þróa tækni og tæki framtíðarinnar og auðvitað þyrftu bæði kynin að koma að þeirri vinnu, því að það verða jú bæði kynin sem munu nýta sér tæknina.

Page 9 of 47