Brautryðjandi konur í tæknigeiranum

SvanhildurAfrek kvenna eiga það til að gleymast í sögubókum og tækni heimurinn er ekkert öðruvísi. Stór afrek þeirra kvenna sem hafa tilheyrt uppbyggingu tækninnar virðast ekki fá sömu viðbrögð og viðurkenningu líkt og karlmenn í sama geira.

Þess vegna langar mig að fjalla um nokkrar konur sem hafa verið brautryðjendur í tæknigeiranum og fengu ekki afrek sín metin fyrr en löngu seinna. Ég tel þessar konur vera miklar fyrirmyndir og þær þurfa að vera meira sýnilegar. Við það að rannsaka efnið komst ég að því að það eru ótal margar konur sem passa við ofangreindar lýsingar en ég ætla þó aðeins að fjalla um fjórar. Þær stórfenglegu konur sem ég ætla að fjalla um eru Ada Lovelace, Grace Hopper, Hedy Lamarr og Margaret Hamilton.

Teiknimyndir til fræðslu

FridrikÞað er margt og mikið gert í leik- og grunnskólum landsins.  Krakkarnir fara út að leika, hafa söngstund, hópavinnu, lubbastund og málbeinið og svo af og til, þá er sjónvarpsstund.  Á leikskólanum hjá syni mínum hafa þau á 4 ára deildinni fengið að horfa á þætti sem að heita Tölukubbar sem að eru sýndir bæði á RÚV ( með íslensku tali ) og á Netflix ( með ensku tali ).  Þetta eru þættir sem að kenna krökkum að telja, leggja saman, draga frá, sléttar tölur og odda tölur.  Persónurnar eru einfaldlega kubbar af mismunandi fjölda og persónuleikum og hoppar þær oft ofan á hvor aðra eða frá hvor annarri og mynda þá nýja tölu. Þættirnir unnu til BAFTA verðlauna í barnaflokki árið 2019 og voru tilnefndir árið 2017 til verðlauna í lærdómsflokki.

Framtíðin á árunum 1990-2000

mynd svavaÞegar leið á á tíunda áratug síðustu aldar varð netnotkun sífellt vinsælli meðal almennings og einkatölvur urðu algengari á heimilum. Eins og Halldór Kristjánsson, verkfræðingur kemst svo vel að orði í erindi sínu frá árinu 1991 þá varð tölvuþekking „ ..ekki lengur forréttindi fárra heldur fötlun þeirra sem ekki hafa hana.“ Þegar litið var til framtíðar áttuðu margir sig á möguleikum tölvunnar á ýmsum sviðum í lífi okkar. Til dæmis sáu ýmsir fyrir sér hvernig tölvan gæti nýst sem tól til þess að veita kennurum tækifæri til að þróa nýjar námsaðferðir fyrir nemendur. Fólk fór að velta því fyrir sér hvaða áhrif tækninýjungar gætu haft á kennsluhætti í skólum.

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Útgefin Tölvumál á prentformi

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is