Tölvumál
01. desember 2020

Snjallheimilin

asgerdur 1Hlutir sem gera heimilin snjöll eru óðum að verða vinsælli bæði hér á landi sem og erlendis. Heimili eru talin snjöll þegar þau nota tæknina til að einfalda öryggi, hentugleika, þægindi og tækni [1]. Örar framfarir í tækniþróun stuðla að aukinni notkun snjalltækja á heimilinum þar sem fleiri og fleiri kjósa að notafæra sér tækni til að auðvelda sér heimilislífið. Í þessari grein mun ég taka dæmi og fjalla um nokkur snjöll heimilis- og öryggistæki.

Valgeir nyFrá aldamótaárinu 2000 hefur legið fyrir íslensk þýðing á Windows-stýrikerfinu, algengasta stýrikerfinu í einkatölvum. Mircosoft stóð að þýðingunni í upphafi samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið. Árið 2008 veitti Microsoft yfirmönnum tölvudeilda í grunnskólum Hafnarfjarðar viðurkenningu fyrir að taka upp íslenska þýðingu Windows. Í BA-ritgerð Huldu Hreiðarsdóttur við HÍ í íslensku um notkun íslenskra þýðinga á stýrikerfum í grunnskólum Hafnarfjarðar segir að notkun íslenskunnar hafi aukið sjálfsöryggi nemenda og skilning þeirra á tölvunotkun. Jafnframt virðist sem nemendur í Hafnarfirði hafi notað íslensk orð um tölvunotkun í meiri mæli en nemendur skóla sem notuðu enska útgáfu.

Hildur Lovísa Hlynsdóttir 1703982119Um daginn horfði ég á myndina Social Dilemma á netflix sem fjallaði um samfélagsmiðla og hvernig einstklingurinn er í raun vara fyrirtækjanna (Rhodes, 2020). Þetta kom mér ekki á óvart og hefði ég haldið að flestir átti sig á því að ef smáforritið er frítt þá eru það auglýsingar til notenda sem veita fyrirtækjum hagnað, en ekkert fyrirtæki lifir af án innkomu. Þarna fór ég að velta fyrir mér hvernig kynslóðir upplifi samfélagsmiðla og hvort áhrif þeirra séu mismunandi, í tíma um daginn spurði kennari „þegar þið takið sjálfsmynd, hvert setjiði hana?“ einn aðili í bekknum nefndi Facebook story og heyrði ég undrun í kring um mig.

evaVið könnumst flest við einhvern sem veit ótrúlega margt um ótrúlegustu hluti. Hvort sem það tengist nýjustu símunum eða hvaða vefsíðum sé treystandi þá virðast þessar manneskjur vera ótæmandi viskubrunnar. Þetta eru aðilarnir sem kunningjar og fjölskylda leita oft til þegar kemur að hinum ýmsu vandamálum því sama hver spurningin er, þá virðist manneskjan hafa svar á reiðum höndum. Það sem stór hluti af þessum einstaklingum virðast eiga sameiginlegt er þó ekki að hafa fæðst með alfræðiorðabækur í höndunum heldur að hafa þróað með sér hæfileikann til að nýta sér leitarvélar á mjög skilvirkan hátt.

nyskSký heldur áfram að bjóða upp á áhugaverða hádegisfundi á netinu og 21. október var einn slíkur í boði þar sem nýsköpun var í brennidepli. Málin voru skoðuð útfrá ýmsum sjónarhornum í fimm skemmtilegum erindum. Hér á eftir verður farið yfir þessi erindi.

18. október 2020

Veskið í símann

AndreaHver kannast ekki við það að gleyma veskinu sínu heima og jafnvel týna kortum, miðum og inneignarnótum? Bráðum verður það úr sögunni þar sem allt innihald gamla góða veskisins er hægt að útfæra sem stafræna passa. Stafrænir passar eru miklu umhverfisvænni því þeir koma í stað útgáfu fjölda plastkorta og pappírsmiða sem annars enda í umhverfinu.

UntitledAðgangur að heilsufarsupplýsingum á netinu er ekki eitthvað mjög nýtt en virðist ekki vera eitthvað sem all margir vita um. Annar höfunda vissi ekki um Heilsuveru t.d. og fólk í kring um okkur ekki heldur. Þessi grein er því skrifuð til að upplýsa fólk umtilvist þessa vefs og þess sem hann hefur upp á að bjóða, auk þess að ræða kosti og galla svona kerfa og innleiðingu þeirra.

VidirSnjallsímanotkun í daglegu lífi hefur marga kosti og upplýsingaflæðið og afþreyingin hefur aldrei verið meira en í dag sem veitir mörgum ánægju og gleði. Hinsvegar er líka neikvæð notkun snjallsíma sem hefur áhrif á einstaklinga og því er ákjósanlegt að stýra notkuninni til þess að nýta jákvæðu eiginleika þess. 

margret1Í nútímanum er gríðarlega hröð tækniþróun en það er umdeilt hvort tæknin sé af hinu góða eða slæma. Í greininni verður fjallað um þá jákvæðu þætti sem tæknin hefur haft í för með sér og áhrif hennar á samfélagið. Samskipti eru eitt  af umdeildu þáttum tækninnar en margir vilja meina að mannleg samskipti séu á undanhaldi í okkar samfélagi og það gerist hratt með nýrri tækni.

covidÍ ljósi aðstæðna mun Ský bjóða upp á ýmiskonar rafræna fræðslu og fyrirlestra í haust undir yfirskriftinni “Fræðumst innanlands”.  Fyrsti viðburður á vegum vefstjórnunarhópsins bar yfirskriftina “Hverju breytir þessi þróun til framtíðar” og fyrirlesarar komu úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast skjótt við því ástandi sem hefur verið eftir að COVID-veiran fór að greinas og öll hafa þau reynslu af því að takast á við breytt umhverfi með því að vinna að aukinni stafrænni þjónustu.  Í sumum tilfellum hefur verið stigið stórt skref í að auka þjónustu við viðskiptavini yfir á netið.

Page 8 of 50

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is