Skip to main content

Frá því í árdaga internettenginga heimila hefur næsta skref þróunar alltaf kallað á samtal um „er þörf á þessu?“. Nú eru fjarskiptafélögin á Íslandi enn og aftur að sýna hvað í þeim býr og staðsetja Ísland kyrfilega sem eitt af leiðandi löndum í heiminum yfir tengimöguleika heimila og einstaklinga. Stækkun heimilistenginga gerir talsverðar kröfur á innviði, ekki bara hjá fjarskiptafélögum heldur líka innan veggja heimilisins, að mörgu er að huga. Það er þó ekki nóg að auka hraða að húsinu heldur þarf einnig að tryggja afhendingu nets til allra tækja ásamt að tryggja öryggi samskiptanna. Skyggnst verður í samskipti heimilanna á þessum áhugaverða hádegisfundi fjarskiptahópsins.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Siggeir Orn Steinthorsson
12:20   Þetta snýst allt um upplifun
Framþróun í fjarskiptatækni hefur tekið miklum umbreytingum undanfarin áratug og er á ógnarhraða. Nethraði og gagnamagnsnotkun heimila er í brennidepli þessa stundina en hugtakið netgæði, sem nær yfir net upplifun heimila í landinu, er raunverulega mikilvægasti mælikvarðinn þar sem hraði er ekki alltaf lausnin til að mæta ólíkum þörfum neytenda.
Siggeir Örn Steinþórsson, Vodafone
Atli Stefan Yngvason
12:40   Myndavél, upptökuvél, hljóðnemi, skjár og hátalari í vasanum, og hvað svo?
Ef einhver hefði sagt við þig fyrir 30 árum síðan að einn daginn myndir þú labba um nær allar vökustundir með lítinn svartan spegil sem kæmist fyrir í lófa sem væri sjónvarp, ljósmyndavél, upptökuvél, diktafónn, hljómtækjastæða og sími sem gæti sent tölvupóst þá myndi þú varla trúa því. En hér erum við gangandi um alla daga með margmiðlunarvél sem tekur upp miklu betri myndbönd en þriggja kílóa VHS upptökuvélin hans Nonna frænda, bjartar og fallegar ljósmyndir og setur það beint upp í skýið að því loknu. Og hvað svo? Hvað eigum við að gera við allar þessar stafrænu minningar sem við framleiðum í þúsundatali? Prenta, skoða, deila, geyma? Atli Stefán Yngvason frá Tæknivarpinu fer í gegnum lífskeiði stafrænna minninga og hvernig á að njóta þeirra.
Atli Stefán Yngvason, Koala
Jon Helgason
13:00   Þarf ég ekki 10 gig heimatengingu?
Í þessum fyrirlestri mun Jón Helgason, eða Nonni eins og hann vill kalla sig fara yfir þær áskoranir sem standa frammi í að koma venjulegu heimili í 10 gig tengingu og auk þess fara yfir hvort það sé virkileg þörf á þessu. En Nonni er búin að hanga á netinu síðan á tímum IRC (sem var spjallvettvangur á þeim tíma) þegar hann var var með 28.8 bauda upphringi módem og teppti símalínuna á heimilinu. En hann gat ekki staðist þá áskorun að hoppa á 10gig vagninn, þó svo að hann hafi ekkert við það að gera, og ætlar að segja okkur aðeins frá þeirri vegferð.
Jón Helgason
Ingvar Bjarnason
13:20   Réttur tímapunktur að uppfæra í 10Gig
Frá því kveikt var á fyrsta módeminu og það tengt við internetið hafa orðið stórstígar tækniframfarir og gríðarlegar breytingar á því hvernig við störfum, lifum, hegðum og skemmtum okkur.    Samhliða þessu hefur internettengingin tekið miklum breytingum í takt við breytta tíma, stundum í hægfara skrefum en oft í RISA stökkum.   Oft er þetta drifið áfram af þörf en stundum af tækni og getu.   Færa má sterk rök fyrir því að þegar tæknin og getan er umfram þörfina því þá skapast aðstæður þar sem hegðun notenda, nýsköpun og framþróun eru engar skorður settar.     Í þessum fyrirlestri þá verður þróun á afkastagetu nettenginga skoðuð í tengslum við framfarir í tækni, breytta hegðun notenda og leitast við að svara spurningunni hvort núna sé rétti tímapunkturinn að uppfæra í 10G 
Ingvar Bjarnason, Míla
Gudmundur Arnar Sigmundsson
13:40   Erum við örugglega að fara hratt?
Áskoranir sem fylgja betri heimatengingum
Guðmundur Arnar Sigmundsson, CERT-ÍS

14:00   Fundarslit

Dolores Ros Valencia
Fundarstjóri: Dolores Rós Valencia, Ljósleiðarinn

Frammistöðumat, markmiðssetning og sóun í hugbúnaðargerð

Fjallað verður um mat á frammistöðu fólks í hugbúnaðargerð, markmiðssetningu og hvernig best er að koma í veg fyrir sóun.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Skuli Valberg
12:20   Hvað er gott dagsverk? Frammistaða og árangur fólks í þekkingargeiranum
Hefðbundin tímamæling iðnbyltingar lifir víða enn misgóðu lífi í stafræna hagkerfinu. Er tíminn kannski trunta með tóman grautarhaus? Getum við brotist úr viðjum tímans og tengt okkur við aðra verðmætasköpun?
Skúli Valberg, KPMG Ráðgjöf
Kristin Hrefna Halldorsdottir
12:40   Lík börn leika best en búa þau til bestu vörurnar?
Reynslusaga af því að reka teymi með starfsmenn í þremur löndum.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Origo
Yngvi Tomasson
13:00   Viðskiptamiðuð vöru- og hugbúnaðarþróun
Tekjutengd og ótekjutengd hugbúnaðarþróun.
Yngvi Tómasson, Leikbreytir
Jon Vignir Gudnason
13:20   Kostnaðarvitund og frammistöðumat í vöruteymum
Sögur úr raunheimum.
Jón Vignir Guðnason, Controlant
Helga Guðrún Óskarsdóttir
13:40   Eigin framleiðni þekkingarstarfsmanna og áhrifaþættir
Velgengni hugbúnaðarþróunar er háð þekkingu og vinnu þeirra starfsmanna sem að henni koma. Þekking myndast þegar einstaklingar túlka gögn og upplýsingar út frá eigin heimsmynd og er því einstaklingsbundin. Frammistaða einstaklingsins er lykilatriði í verðmætasköpun fyrir fyrirtækið.
Dr. Helga Guðrún Óskarsdóttir, BlueCat

14:00   Fundarslit

Jona Karen Thorbjornsdottir
Fundarstjóri: Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, Landsbankinn

Öll sem hafa áhuga á stafrænni vörustýringu, hvort sem vörustýring er eitthvað nýtt hjá þínu fyrirtæki, alls ekki notuð eða hefur þróast í gegnum árin. Farið verður í hugmyndafræðina, aðferðafræðina og verklag (e. best practices) ásamt reynslusögum bæði frá opinbera geiranum og einkageiranum úr stafrænum heimi sem er sífellt að breytast.

Nú er komið að fyrsta viðburði faghóps Ský um stafræna vörustýringu og hvetjum öll  sem hafa gagn  af að mæta til að stilla saman strengi og taka púlsinn af því sem er að gerast hérlendis - sýna sig og sjá aðra. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Olafur Oskar Egilsson
12:20   Stafræn vörustýring - hvað í fjáranum er það?
Hugtakið "Stafræn vörustýring" er tiltölulega nýtt hér á Íslandi og er farið að teygja sig út fyrir kjarna hugbúnaðargeirans í aðra geira. Hlutverk og ábyrgðarsvið vörustjóra (e. Product manager) eru víðtæk og hafa mörg okkar mismunandi sýn og skilning á hvað vörustýring snýst um. Í þessum fyrirlestri verður stiklað á stóru og leitast leiða við að ná sameiginlegum skilning á hugtakinu, hlutverkinu og ábyrgðarsviðinu.
Ólafur Óskar Egilsson, Stafræn Reykjavík
Thorir Oafsson
12:40   Hér er þróunarteymi, um þróunarteymi, frá þróunarteymi, til vöruteymis
Á vormánuðum 2022 ákvað Icelandair að taka markviss skref í átt að „Vörunálgun“ (e. „Product Mindset“), sérstaklega m.t.t. þróunar stafrænna lausna. Í þessum fyrirlestri er farið yfir þau fyrstu skref sem félagið hefur tekið í þeim efnum út frá sjónarhóli hugbúnaðarþróunarteyma.
Þórir Ólafsson, Icelandair
Anna Maria Hedman
13:00   Snjallari leið í vörustjórnun
Hvert er hlutverk vörustjórans þegar lífsferill vörunnar hefur náð hnignunar punkti? 
Anna Maria Hedman, Origo
Throstur Sigurdsson
13:20   Á allra vörum
Hvernig kynnir maður til leiks ný hugtök og hugmyndafræði í opinberri stjórnsýslu. Af hverju meikar það sens fyrir Reykjavíkurborg að innleiða hugmyndafræði vöruþróunar og hvernig vörustýring varð allt í einu heitasti bitinn í borginni.
Þröstur Sigurðsson, Stafræn Reykjavík

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Snædís
Fundarstjóri: Snædís Zanoria Kjartansdóttir, Össur

2023 Bebras áskorunin

Ein skemmtilegasta upplýsingatækniáskorunin á Íslandi

Alþjóðlega Bebras áskorunin fer fram á Íslandi 6. - 17. nóvember 2023 og er öllum nemendum á aldrinum 6 - 18 ára er boðið að taka þátt

Í ár verður áskorunin opin í tvær vikur og fer fram á www.bebras.is

Bebras er í boði bæði á íslensku og ensku og tilvalið tækifæri til að leyfa nemendum að glíma við skemmtileg verkefni sem henta hverjum aldri. Í áskoruninni hefur þátttakandi 45 mínútur til að leysa nokkrar þrautir byggðar á tölvunarhugsun. Það kostar ekkert að taka þátt og markmiðið að fá alla skóla með.

Til að skóli geti skráð nemendur í Bebras áskorunina þarf umsjónarmaður (kennari) að sækja um aðgang á www.bebras.is/admin og er leiðbeiningar að finna hér.

Dæmi um verkefni fyrir yngsta aldurshópinn:
Bangsaleitin

Um Bebras:
Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni til að auka áhuga á upplýsingatækni og efla tölvunarhugsun (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum. Áskorunin fer fram samtímis í mörgum löndum í nóvember ár hvert.  Bebras er í boði bæði á íslensku og ensku og tilvalið tækifæri til að leyfa nemendum að glíma við skemmtileg verkefni sem henta hverjum aldri. Í áskoruninni leysa þátttakendur þrautir byggðar á hugsunarhætti forritunar. Bebras er ein fjölmennasta áskorunin sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni í heiminum og var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og hefur verið haldin árlega síðan. Fyrsta árið tóku tæplega 500 nemendur frá 14 skólum þátt og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og alltaf er stefnt á að fá enn fleiri nemendur og skóla til að taka þátt.

Hvað er Bebras?
Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er litháíska heitið á dýrinu bifur. Hún ákvað að nýta bifur sem ímynd áskorunarinnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifurinn er duglegt, vinnusamt og gáfað dýr sem vinnur stöðugt í stíflunum sínum til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin fór fram í Litháen árið 2004 og hefur vaxið gríðarlega frá þeim tíma og árið 2021 voru rúmlega 3 milljónir þátttakenda frá 54 löndum. Nú er Bebras eitt fjölmennasta verkefni í heiminum sem hefur það að markmiði að auka áhuga ungmenna á upplýsingatækni.

Nánari upplýsingar er að finna á www.bebras.is

Hvað ert þú að gera til að undirbúa næsta ár?

Það er nauðsynlegt að vera á tánum þegar það kemur að upplýsingaöryggi. Árásaraðilar eru í stöðugri framþróun og því þurfa varnaraðilar að vera það líka. Á þessum hádegisverðarfundi fáum við að heyra sýn nokkurra aðila af ýmsum sviðum upplýsingaöryggis á það hvaða breytingar eru framundan og hvernig við getum undirbúið okkur fyrir næsta ár.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

Bjarki Thor Sighvatsson
12:20   Framfarastökk í tækni og áhrif þeirra á netöryggi
Árásaraðilar nýta sér tækniframfarir ekki síður en aðrir. Nýlegar árásir bera þess merki að framfarir og aðgengi að gervigreindartólum sé engin undantekning á því.
Bjarki Þór Sigvarðsson, CERT-IS
Knutur Otterstedt
12:40   Bjartari framtíð í öryggismálum?
Stiklað á stóru varðandi nánustu framtíð upplýsingaöryggis, hvaða ógnir leynast bakvið hornið og hvort þær séu fráburgðnar ógnum fyrri ára. Hvert er öryggisheimurinn að stefna og hvaða merkingu hefur það fyrir okkur?
Knútur Birgir Otterstedt, Íslensk Erfðagreining
Unnur Kristin Sveinbjarnardottir
13:00   NIS-2  
Fjallað í stuttu máli um áherslur ESB þegar kemur að NIS-2, helstu breytingar sem nýja netöryggistilskipunin kveður á um, áhrif á mikilvæga innviði m.t.t. lágmarkskrafna um gæði stjórnskipulag netöryggis.
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, Fjarskiptastofa
Dadi Gunnarsson
13:20   Horfur netöryggis
Staða aðgerðaáætlunarinnar í netöryggi kynnt ásamt samstarfsvettvangi fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi.
Daði Gunnarsson, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

13:40   Pallborðsumræður

14:00   Fundarslit

Horn Valdimarsdottir
Fundarstjóri: Hörn Valdimarsdóttir, Syndis